Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Síða 24

Víkurfréttir - 27.11.2003, Síða 24
Körfuboltalið Keflavíkur varð fyrir blóðtöku þegar hinn reyn- di bakvörður Hjörtur Harðarson viðbeinsbrotnaði í úrslitaleik Hópbílabikarsins. Hjörtur lenti í samstuði við Brandon Woudstra í byrjun leiks og kom ekki meira við sögu í leiknum. Hann var umsv- ifalaust fluttur á sjúkrahús þar sem umfang meiðslanna kom í ljós og ljóst er að hann mun ekki vera fær um að stunda æfingar næstu fjórar vikurnar og óljóst er hvenær hann verður orðinn leikfær á ný.Þetta er mikið áfall fyrir Keflavíkurliðið sem stendur frammi fyrir ströngu leikjapró- grammi í Intersport-deildinni og Evrópukeppni bikarhafa. „Ég er bara kominn í jólafrí „, sagði Hjörtur í samtali við Víkurfréttir og neitaði að svekkja sig á þessu. „Það þýðir ekkert að vera að gráta þetta. Þetta getur komið fyrir hvern sem er.“ Fjarvera hans þýðir meira álag á hinum bakvörðunum en vafalaust eru liðsfélagar hans reiðubúnir til að fylla í skarðið og mun reyna á þá í fullri alvöru í átökum næstu vikna. 24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ■Knattspyrnudeild Grindavíkur / Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar ómyrkur í máli: sport Þennan málarekstur má rekja allt aftur til þess að stjórnvöld ákváðu árið 1993 að íþróttafélög, stjórnmálaflokkar, blaðburðar- fólk og aðrir sem höfðu fram að því verið látnir óáreittir gegn op- inberum aðilum, skyldu þar eftir hlýta sömu reglum og aðrir hvað varðaði skattheimtu. Þau skyldu þess vegna skila launaframtali og halda nákvæmt bókhald yf ir rekstur sinn eins og hver önnur fyrirtæki. Það kom flatt upp á íþróttafélögin sem höfðu fram að því ekki hugsað mikið um bók- hald og þess háttar. Í framhaldi af því fór skattstjóri af stað með rannsókn á fjárhag félaganna og ákvað að rannsaka 4 deildir af handahófi. Um var að ræða knattspyrnudeild Grinda- víkur og FH auk körfuknattleiks- og knattspyrnudeildar Njarðvík- ur. Tekin voru til hliðsjónar sex árin þar á undan, þ.e. 1988-1993, og átti af þeim að ráða hvernig venjubundinn rekstur hafi verið á tímabilinu. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að á þessum tíma hafi félagið verið í þriðju deild (sem nú er 2.deild) í tvö af þess- um árum og hin fjögur í 2. deild (nú 1.deild) og því hafi rekstur- inn ekki verið stór í sniðum mið- að við liðin í efstu deild sem mörg hver tóku þátt í Evrópu- keppnum og þar fram eftir götun- um. Knattspyrnudeildin í Grinda- vík hafi þó fært bókhald allt frá 1977 og sami bókari hafi séð um bókhaldið fram á þennan dag. „Það var ýmislegt í ólagi í þess- um efnum hjá okkur eins og öll- um liðum. Við lögðum til dæmis ekki virðisaukaskatt á auglýsing- ar sem við seldum, og sendum ekki inn launaframtöl þegar um slíkt var beðið vegna þess að við áttum enga slíka pappíra. Hin fé- lögin voru í nákvæmlega sömu málum og við en í stað þess að koma hreint fram eins og við gerðum, teiknuðu þau bara upp einhverja platmiða sem þau skil- uðu sem alvöru gögnum.” Jónas leggur mikla áherslu á að Grindavík hafi strax brugðist við með réttum vinnubrögðum. „Allt frá og með 1995 höfum við rekið deildina líkt og hvert annað fyrir- tæki, með miklum sóma og eng- inn hefur tapað krónu í viðskipt- um við okkur. Á stórum fundi í Laugardal það sama ár kom fram hjá fulltrúa skattayfirvalda og forseta ÍSÍ, Ellerti Schram, að nú kæmu allir jafnir að sama borði og tækju upp rétt vinnubrögð og fortíðin skildi gleymd. Engu að síður var áætluð á okkur sekt upp á 2 milljónir króna vegna þessara gömlu synda þegar rannsókninni lauk 1995.” Jónas sagði að eftir þennan úrskurð hefði knatt- spyrnudeildin þrjóskast við að borga sektina af þeirri ástæðu að þeim fannst ekki komið fram við félög með jafnaðarreglu að sjón- armiði. „Það vita allir að mörg félög skila inn gögnum sem ekki er sannleikskorn í og ef á að refsa okkur vil ég að það sama gangi yfir alla. Ég sagði við Skúla Egg- ert Þórðarson, skattrannsóknar- stjóra, að ef að við þyrftum að sætta okkur við þessa sekt skyldu hann og hans menn taka öll úr- valsdeildarfélögin fyrir og skoða þeirra launaframtöl.” Nú þegar komið er að skulda- dögum hefur upprunalega sektar- upphæðin fimmfaldast vegna vaxta, fjárnámsbeiðna og annarra gjalda og nemur nú 10 milljón- um króna. Ljóst er að greiðsla slíkrar sektar mun kollvarpa öllu því starfi sem hefur verið unnið í Grindavík síðustu árin og hefur orðið til þess að byggja upp sterkt lið sem hefur staðið sig vel í keppnum hér heima, þrátt fyrir misjafnt gengi á síðustu leiktíð, og tekið þátt í Evrópukeppnum. Jónas er á þeirri skoðun að þetta geti gert útaf við knattspyrnu- deildina. „Það er nú nógu erfitt að reka deildina frá degi til dags án þess að þurfa að vera með svona skuld á bakinu. Þetta drep- ur niður allar okkar vonir um að fá til okkar leikmenn og án þess gengur reksturinn ekki upp og við þurfum að fara að íhuga, þó ég megi varla hugsa til þess, að lýsa yfir gjaldþroti! Ef slíkt kæmi til fengi ríkið ekki krónu í vasann vegna þess að deildin sem slík er alveg eignalaus. Ég tel rétt að við greiðum höfuðstólinn, eða því sem næst. Þannig tryggjum við framhald knattspyrnudeildarinnar og ríkið fær pening í kassann.” Jónas heldur áfram að lýsa von- brigðum sínum en segist helst vera sár vegna þess að þeim sé refsað en önnur félög sleppi skammlaust úr sömu málum. „Við erum bara gerðir að fórnar- lömbum fyrir önnur félög. Krafa okkar er sú að önnur félög muni einnig þurfa að opna sín bókhöld og sýna hvað þar fer fram. Ef þessi 10 milljóna sekt fær að standa mun fótunum vera kippt undan okkur. Mér finnst það vera fyrir neðan virðingu opinberra aðila að leggjast svo lágt að vera að hamast svona á íþróttafélög- um, sem vinna samfélaginu ómælt gagn t.d. í formi forvarna gegn eiturlyfjum og öðru böli.” Jónas klykkir út með því að lofa starf þeirra sem hafa unnið svo dyggilega að knattspyrnumálum í Grindavík „Meðalstarfsaldur stjórnarmanna í Grindavík er 18 ár, hér eru 100% hugsjónarmenn að störfum sem hafa byggt upp félag úr neðstu deild og uppí efstu deild og tekið þátt í allri uppbygginu á öllum þeim mannvirkjum tengd- um knattspyrnu sem Grindvík- ingar státa af, og hér endurtekur sagan sig, því í gegnum söguna hafa hugsjónarmenn lent í tóm- um vandræðum og jafnvel verið drepnir, samanber Jesús, Gandhi, Martin Luther King og John Lennon.” Knattspyrnudeild Grindavíkur þarf að greiða 10 milljónirkróna vegna vangoldins virðisaukaskatts, en sektin er frá ár-inu 1995. Þetta kom í ljós í gær þegar knattspyrnudeild Grindavíkur lýstu því yfir að samningafundur til að leysa deilu þeirra við skattayfirvöld hefði engan árangur borið og því komi ekkert annað til greina frá sjónarhóli yfirvalda en að skuldin verði greidd að fullu. Gert að greiða 10 milljóna króna fortíðarskatt Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert fjögurra ára samning við PUMA íþróttavörumerkið. Um er að ræða þríhliða samning milli Knattspyrnudeildarinnar, TÓ ehf, umboðsaðila PUMA á Íslandi, og verslunarinnar K- sports, söluaðila PUMA í Reykjanesbæ. Rúnar V.Arnarson formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur segir samninginn góðan. „Það er ljóst að menn hafa trú á liðinu og okkar verk er að standa undir þeim væntingum. Þeir eldri þekkja PUMA af góðu einu og þeir yngri eru mjög spenntir fyr- ir því. Það er afar mikilvægt að fá slíkan samstarfsaðila nú þegar liðið er að hefja keppni í úrvals- deildinni“, sagði Rúnar. Við undirritun samningsins sagði Tómas Torfason hjá TÓ ehf að Keflavík væri áhugaverður sam- starfsaðili PUMA. Liðið væri ungt og ferskt og hefði alla burði til að vera skemmtilega liðið í úr- valsdeildinni á komandi sumri. „Liðið samræmist því vel ímynd PUMA“, bætti Tómas við. Verslunin K-sport hefur til margra ára staðið vel við bakið á Knattspyrnudeildinni en í kjölfar samningsins mun úrval af PUMA vörum aukast til muna í K-sport. Puma merkið hefur sótt verulega í sig veðrið á síðustu árum, það hefur mikla breidd, allt frá há- gæða alvöru fótboltaskóm yfir í tískulegri sportfatnað. Keflavík verður eina PUMA-liðið í úrvals- deildinni á komandi sumri. KEFLAVÍK Í PUMA Erla Dögg Haraldsdóttir, 15 ára sundkona úr ÍRB, gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet kvenna í 400m bringusundi um rúmlega 11 sekúndur á meta- og lágmarkamóti SH sem fram fór sl. föstudagskvöld. Gamla metið var í eigu Berglindar Óskar Bárðardóttur úr SH og var frá árinu 2000. Þessi árangur hjá Erlu lofar góðu því hún er enn í unglingaflokki, og því er þetta met bæði kvenna- og stúlkna- met. Erla er ein af ellefu sundmön- num sem fara til keppni á Norð- urlandameistarmót unglinga í Osló helgina 6. - 7. des. Auk hennar fara úr Reykjanesbæ þeir Birkir Már Jónsson og Hilmar Pétur Sigurðs- son. Sundfólk úr Reykjanesbæ gerði góða hluti á metamótinu en auk mets Erlu setti karlasveit ÍRB met í 4 x 50m flugsundi. Sveitina skipuðu: Jón Oddur Sigurðsson, Birkir Már Jónsson, Þór Sveinsson og Örn Arnarson. Erla Dögg bætti Íslandsmet um 11 sekúndur Hjörtur frá í fjórar vikur Tómas Torfason hjá TÓ ehf, Rúnar V. Arnarson formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur og Sigurður Björgvinsson eigandi K-sports handsala samstarfið. VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:07 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.