Alþýðublaðið - 26.01.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1925, Blaðsíða 3
AL&HBVÉLJLBlB ——— i i i iii i l^^^ýswá^^ral8^^aa^ia. m ðu“ K,^“»'»-Í3 op" p£nafl'rm-»fl ur, þótt auðv<*ldabtoðln hér varlst að geta þess, er þau nefna hann. Styrjöld þessl er greinileg atéttastyrjöld. Það er aiþýðan f Kína, sem berst tll yfirraðanna undir forustu dr. Sun-Jat-Sens, en -uð-aldið st-sndur á bak við stjórnina og nýtur stuðnings frá auðvaldsstórveldum Norðurálf- u mar, Bretum og Frökkum. Hins vsgar mun alþýðuhreyfingin hata nokkurn stuðning frá ráðitjórn- arlýðveldunum rússnssku, sem lönd eiga að landamærum Kfna- veldia og nú virðast leggja kapp á að stofna til bandalags með Asíu-ríkjuncm til andstöðu gegn auðvaldsrikjum Norðurálfunnar, ®r miklnn gróða hata af Austur- álfulöndum. Hata Rússár nú gert samning við Japana, ér mjög muo trygsja vlnáttu með þeim, og er talað um þátttöku Kína i því bandalagi. Er ekki ólfklegt, að það flýti íyrir því, að her alþýðustéttarinnar verði yfirsterk- ari f Kina, og jaínaðarmaðurinn Suu-Jat-Sen taki vlð stjórnar- taumunum. Skáld ákærir kóng. Spænska söguskáidið Biasco Ibanez hefir ritað bók nm Alfons Spinarkonung, sem heitlr: >Grím- utini fl<*tt af Atfonai XIII«. Sikar hann þar konunginn um að hafa í striðinu látið Þjóðverj- um í té upplýsingár ettir irönsk- um hermálaheimlldum og gefur honnm að sök Marokkódeifuna. Skáldinu hefir verið stefnt fyrir herrétt, en þá var hann í Eng- landi og kvað svo að orði; >Ég ter helm, þegar lýst hefir veríð yfir lýðveldi. Nú er Spánn þrælarfki.e Skýrsla um starfsemí verkamannafé- lagsins >Ðagsbrúnar« árlð 1924. (Frh.) 4. Takmorknn nætnrvinnn. Áfnám helgidagavinnn. Félagið heflr samþykt að beita sór fyrir því, að næturvinna verði lögbönnuð frá kl. 10 að kveldi til 6 að morgni, og helgidagavinna leyfist alls ekki. 5. Félagsmerki voru samþykt á árinu, gerð af Birni Björnssyni gullsmið. Selur fólagiö þau á 1 krónu stykkið, og er ætlast til, að árið 1925 verði svo mikið selt af Þeim, að allir félagsmenn geti borið þau við vinnu. 6. Arshátíð var haldin 2 daga í dezember með margvíslégum skemtunum fyrir félagsmenn. I 7. Jólatré fyrir böm félags- manna var haldið í janúar 1925, 8. Evðldskóli verkamanna tók til starfa 1. nóvember í Verkamannaskýlinu. Kenslustundir eru 3 á kvöldi, frá kl. 7Va til kl. rúmiega 10. Fræðslustjórn fulltrúaráðsins stýrir skólanum. Nemendur eru innritaðir um 40. Skólinn heflr fengið kr. 350,00 styrk úr ríkissjóði, en kr. 500,00 úr bæjarsjóði. 9. tagahreytlngar margvísleg- legar hafa komið fram í árslokin, en eru eun ekki að fullu sam- þyktar. Er þar meðai annars ætlast lil, að stjórnin sé kosin utan funda af öilum íólagsmönnum með leyni- legri atkvæðagreiðslu, og komið sé á allsherjaratkvæði innan alls félagsins utan funda um stórmál. 10. 1. maí 1924 var haldinn hátiðiegur, eins og órið áður, og tók >Dagsbrún< þátt í hátiðahöld- unum með hinum sambandsfélög- unum. 11. Áiþjóðasambandlð (I. T. F.), sem «Dagsbrún« er í, heflr auk- ist á árinu, og félög þess víðs vegar um heim fengið kauphækk- anir og áunnið sór eða haldið 8 stundavinnudegi. >Dagsbrún< stend- ur í stöðugu bréfasambandi vlð það. Formaður fólagsins fann for- mann I. T. F,, Robert 'Williams, s.l. sumar í Lundúnum og talaði nánar við hann um samvinnuna. 12. Styrktarsjóðnr verka- manna- og sjómanna-félaganna Edgar Rice Burroughs: Vilti Tarzan> Eins og allir hugrakkir menn og dýr var Tarzan eigi lagaöur til þess að íinna upp pyndingar. En hér var eins dæmi. Réttlætið héimtaði auga fyrir auga, og eiður hans krafðist meira. Þessi mannhundur varð að þjást, eins og hann hafði pínt Jane. Alla nóttina rak Tarzan Þjóðverjaun áfram. Þögn Tarzans tók á taugar fangans. Að eins, að hann talaði! Aftur og aftur reyndi Schneider að toga úr honum orð, en alt af varð árangurinn sá sami; — þögn og stunga með spjótsoddinum. Schneider var sár, og það blæddi úr honum. Hann var svo móður og þreyttur, að hann datt i öðru hverju spori, en alt af rak spjótið hann á fætur. Undir morgun komst Tarzan að niðurstöðu. Það var, sem honum væri blásið þvi I brjóst. Glott lék um varir hans. Hann leitaði sér þegar hvilustaðar; — fanginn þurfti að vera undir það búinn, sem fram undan lá. Skamt frá var á, sem Tarzan fór yfir daginn áður. Yatnsból dýra var þar og vafalaust veiðivon góö. Tarzan benti Þjóðverjanum að steinþegja og læðast nær ánni. Rádýr voru i þann veginn að fara frá vatninu. Tarzan lét Schneider skriða inn i ranna og faldi sig 9vo hjá honum. Þjóðverjinn horföi óttaslegíun á hinn þögla risa. Þegar birti, sá hann fyrst greinilega böðul sinn, og eigi varð honum við það hughægra. Hver gat þessi hálfnakti risi verið? Hann hafði að eins heyrt hann tala einu sinni, — þegar hann sagði honum að þegja, — og þá mælti hann á hreinni þýzku. Hann horfði nú á hann eins og dýr horfir á höggorm, sem ætlar að gleypa það. Hann sá engan vöðva, enga taug titra i hinum vel vaxna likama risans. Hann sá bráðina koma eftir götunni. Hann sá gamalt karldýr fara hjá; svo kom ungur, feitur foli. Schneider sperti augun og lá við aö öskra upp af hræðslu, er hann sá risann stökkva beint á háis dýrsins og reka upp villi- dýrsöskur. Tarzan vann dýrið, og settust þeir að snæð- ingi. Tarzan át kjötið hrátt. Þjóðverjinn steikti það við eld. Koimúnistaávarpið fæst á tifgroiðalu Alþýðubiaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.