Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamenn:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Jón Björn Ólafsson, sími 421 0004, jbo@vf.is
Ellert Grétarsson, sími 421 0014, elg@vf.is
Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is
Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Magnús Geir Gíslason, s: 421 0005, magnus@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is
Þóra Kristín Sveinsdóttir, s: 421 0011, thora@vf.is
Ragnheiður Kristjánsdóttir, s: 421 0005, ragnheidur@vf.is
OPM
www.vf.is, www.vikurfrettir.is og kylfingur.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint
samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222.
Airbus A380, stærsta farþegavél heims, var við prófanir í stormviðrinu á Kefla-víkurflugvelli sl. föstudag. Vélin kom
hingað sérstaklega til að prófa lendingar og
flugtak í sterkum hliðarvindi og þóttu veður-
skilyrðin í óveðrinu á föstudaginn hin ákjósan-
legustu til þess en vindstyrkurinn var að jafnaði
um 25 m/s.
Vélin er mikið ferlíki með farþegarými á tveimur
hæðum og mun geta tekið um 850 farþega. Hún
vegur 560 tonn fullhlaðin við flugtak og væng-
hafið er rétt um 80 metrar. Undir henni eru
nokkur hjólasett eða alls 22 hjól. Reiknað er með
að hún verði komin í notkun næsta haust ef áætl-
anir ganga eftir.
Bæði Boeing og Airbus hafa notað Keflavíkur-
flugvöll til prófana í sterkum hliðarvindi að sögn
Björns Inga Knútssonar, flugvallarstjóra Kefla-
víkurflugvallar. - Sjáið einnig myndband á vef
Víkurfrétta frá atburðinum.
Ertu orkulaus? Viltu helst sofna eft ir mat inn? Hvað er MSG? Hver er
munurinn á lífrænt ræktuðu
og ekki? Hvað má nota í stað-
inn fyrir hvítt hveiti og hvítan
sykur? Hvað er glútenóþol og
hvernig geturðu lifað með glút-
enóþol? Er maginn of stór? Er
brauð óhollt?
Veistu að þunglyndi og slen
getur lagast með hollu matar-
ræði? Viltu borða betri mat?
Notaðu tímann núna með því
að læra um hollt og kraftmikið
mataræði og undirbúðu þig
fyrir nýtt og miklu betra ár.
Þ e g ar þú b orð ar ré t t an
mat,þá fer líkaminn í kjör-
þyngd,megrun er óþörf.Lærðu
að nota heilsuvörur og að þekkja
góðan næringarríkan mat.Nú
er tækifærið til að auka holl-
ustuna í eldhúsinu án þess að
missa matarlystina eða deyja úr
leiðindum. Breyttu lífsstílnum
í eldhúsinu og finndu hvernig
þú eflir heilsuna og úthald. Það
er bara gaman að læra um orku-
ríka fæðu.
Er heilsudeildin í stórmörk-
uðum freistandi en samt allt
of flókin deild fyrir þig? Viltu
læra á hana? Langar þig að vita
hvernig nota má vörur heilsu-
deilda? Marta Eiríksdóttir leiðir
fróðlegt námskeið fimmtudags-
kvöldið 30.nóvember,í samstarfi
við heilsudeild Samkaupa Njarð-
vík. Skráning er hafin í síma
848 5366 og á www.pulsinn.is
Á námskeiðinu verður fræðsla,
uppskriftir og einnig smakkað á
heilsuvörum. Allar vörur heilsu-
deildar verða kynntar.
Tryggðu þér pláss núna strax
því síðustu tvö námskeið voru
fullbókuð!
Takmarkaður þátttakendafjöldi.
Verð kr. 1500.
Námskeið um orkuríka fæðu
Púlsinn með hollustunámskeið:
✝
�����������������������������������
������������������������������
��������������������������
��������������������
����������
�����������������������������������������
��������������������������������������������
������������������������������������
�����������������������
������������������������������������������������������������������
���������� ���������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������������������
������������������������
����������������������������
TVEGGJA HÆÐA OFURFLUG-
VÉL Í KEFLVÍSKU ÓVEÐRI
Stærsta farþegaþota heims í Keflavík:
Vélinni var beitt upp í sterkan vindinn í aðfluginu og kemur hér skáhallt inn til lendingar.
Þakkir
Undirrituð vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra
sem hafa stutt okkur og sýnt okkur hlýhug í kjölfar eldsvoða á
heimili okkar mánudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Slökkviliði
Brunavarna Suðurnesja og lögreglunni í Keflavík viljum við þakka
sérstaklega fyrir þeirra viðbrögð og störf á vettvangi. Einnig
viljum við þakka Samkaup, Sparisjóðnum í Keflavík, 66Norður og
Foreldrafélagi Hjallatúns fyrir þeirra framlög og velvild í okkar garð.
Brynhildur Ólafsdóttir,
Kristlaug Lilja Halldórsdóttir og
Ólafur Ómar Eyland Halldórsson.