Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Tónleikar í DUUS-húsum:
Hin geðþekka tónlist-arkona Védís Hervör Árnadóttir mun ásamt
samstarfsfélaga sínum Seth
Sharp efna til tónleika í Bíósal
Duushúsa næstkomandi laug-
ardag, 18. nóvember. Tónleik-
arnir bera heitið „Silver”.
„Þessi hugmynd okkar bygg-
ist á því að spinna saman tvo
ólíka menningarheima með
því að blanda saman þekktum
íslenskum og amerískum þjóð-
laga- og dægurlagaperlum, þar
sem þeim er jafnvel blandað
saman í flutningi,” segir Vé-
dís Hervör aðspurð um efnis-
skrána. „Það má segja að við
séum að klára verkefni sem við
vorum byrjuð á en við fluttum
þessa dagskrá síðasta sumar á
Hótel Borg. Vegna annarra verk-
efna sem biðu mín úti urðum
við að hætta í miðju kafi þannig
að núna ætlum við að taka upp
þráðinn að nýju á meðan ég er
heima,” segir Védís.
Mjög góður rómur var gerður
að tónleikum þeirra Védísar
og Seth á Hótel Borg en upp-
selt var í bæði skiptin sem þeir
voru haldnir. Ekki síst í ljósi
þess ákváðu þau að nota tæki-
færið og halda áfram með þá
núna. Að sögn Védísar stendur
til að að halda þrenna tónleika
fyrir jól og verða þeir fyrstu í
Bíósalnum á laugardaginn. „Við
reynum að skapa notalega og
hlýlega stemmningu við kerta-
ljós og rólegheit á köldu vetr-
arkvöldi, sem er kannski kær-
komin birta inn í grámyglulegt
skammdegið sem er á þessum
tíma fram að því að fólk tendrar
jólaljósin.”
Tónlistarkonan Védís Hervör
hefur haft í nógu að snúast upp
á síðkastið og er alltaf með ein-
hver járn í eldinum. Hún hefur
dvalið í London og unnið þar
að sólóplötu sem koma á út eftir
áramót. HardCell útgáfufyrir-
tækið hyggst dreifa disknum á
Evrópumarkaði og framundan
er vinna við að fylgja útgáfunni
eftir, sem er helsta verkefnið
framundan hjá henni.
Tónleikarnir eru sem fyrr segir
á laugardaginn í Bíósalnum og
hefjast kl. 20:00. Miðaverð er
1500 kr. Miðasala hefst við inn-
ganginn klukkustund áður en
tónleikar hefjast.
Undangengin prófkjör:
Védís Hervör og Seth Sharp bjóða upp
á notalega stemmningu í Bíósalnum
Védís Hervör ásamt Seth Sharp.
Hlut ur Suð ur nesja-manna hef ur ver ið heldur rýr í undan-
gengnum prófkjörum Sjálf-
stæðisflokksins og Samfylk-
ingarinnar í suðurkjördæmi.
Líklegt er að þingmönnum af
Suðurnesjum fækki eftir næstu
kosningar. Þetta þykir frekar
einkennileg staða í ljósi þess
að hátt í helmingur íbúa kjör-
dæmisins býr á Suðurnesjum.
Eyjamenn aftur á móti hafa
borið ríkulegan ávöxt af þéttri
samstöðu og atkvæðasmölun
sem skilaði sínu.
Á Suðurnesjum búa um 18.600
manns eða tæp 43% íbúa kjör-
dæmisins. Núna eru þrír þing-
menn búsettir á Suðurnesjum,
Jón Gunnarsson, Samfylkingu,
Gunnar Örlygsson, Sjálfstæð-
isflokki, og Hjálmar Árnason,
Fram sókn ar flokki. Jón og
Gunnar féllu báðir í prófkjörum
síðustu helga en prófkjör Fram-
sóknarflokksins verður haldið
í janúar. Kristján Pálsson, sem
sóttist eftir 2. sæti á lista Sjál-
stæðisflokksins, fékk ekki braut-
argengi í prófkjörinu um síðstu
helgi, sem kunnugt er orðið.
Samfylkingin fékk fjóra menn
í kjördæminu í síðustu kosn-
ingum, Sjálfstæðisflokkurinn
þrjá, Framsóknar-
flokkurinn tvo og
Frjálslyndir einn.
Verði þetta niður-
staða kosninganna
í vor ætti aðeins
einn Suðurnesja-
maður möguleika
á þingsæti, að því
gefnu að Suður-
nesja mað ur nái
öðru sæti Fram-
sóknarflokksins.
Þá á eftir að koma
í ljós hvernig mál
skipast hjá Vinstri
grænum og Frjálslynda
Flokknum, en þessir flokkar
hafa ekki enn sem komið er
gengið frá sínum framboðs-
listum.
Björk Guðjónsdóttir hafnaði í
4. sæti, eins og hún hafði stefnt
á, í prófkjöri Sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi nú um helgina.
Hún á vissulega möguleika á að
ná þingsæti en að sjálfsögðu er
ekki hægt að ganga út frá því
sem gefnu. Sjálfstæðismenn
verða að bæta við sig einu þing-
sæti til að svo geti
orðið. Björk segist
þó von góð hvað
það varðar ef allt
gengur upp á vori
kom anda. Fyr ir
síðustu kosningar
kom fram sérfram-
boð Kristjáns Páls-
sonar í kjördæm-
inu, sem tók það
mikið fylgi af Sjálf-
stæðisflokknum að
hann missti fjórða
þing sæt ið, sem
flokkurinn stefnir
á að endurheimta í vor.
„Ég er ánægð með mína út-
komu og þakk lát þeim sem
studdu mig. Þetta er sterkur listi
sem ég held að endurspegli kjör-
dæmið og sé líklegur til góðra
verka í vor,” sagði Björk í sam-
tali við VF.
HLUTUR SUÐUR-
NESJAMANNA RÝR
FRÉTTASÍMINN
SÓLARHRINGSVAKT
898 2222