Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent: Reykjanesbær veitti í síðustu viku Menning-arverðlaun Reykjanes- bæjar fyrir árið 2006. Viðurkenningarnar eru tvær, handhafi annarrar er einstak- lingur eða hópur sem unnið hef ur vel að menn ing ar- málum í bænum og handhafi hinnar er fyrirtæki sem þótt hefur sýna menningarlífi bæj- arins góðan stuðning t.d. með fjárframlögum eða með öðru móti. Það er Menningarráð sem velur verðlaunahafana eftir tilnefningum frá bæjar- búum. Verðlaunin eru nú veitt í 10. sinn og er viðurkenningin er í formi grips sem listakonan Elísabet Ásberg hannaði og smíðaði og má þar sjá Súluna sem er í merki bæjarins. Súluna hlaut Grímur Karlsson fyrir framlag til sögu sjávar- útvegs með smíði bátalíkana, sem meðal annars prýða Báta- safn Gríms Karlssonar í Gróf- inni. Þá hlaut Flugstöð Leifs Eiríks- sonar Súluna fyrir velvild og fjárhagslegan stuðning við menningarstarfsemi í Reykja- nesbæ. Menningarráð Reykjanesbæjar skrifaði undir menningar-samninga við 12 menningar- félög og afhenti styrki til menningar- mála úr menningarsjóði árið 2006 við hátíðlega athöfn í Bíósal DUUS-húsa á miðvikudag í síðustu viku. Menningarráð deilir út menningar- styrkjum og menningarverðlaunum í umboði bæjarstjórnar. Auglýst var eftir árlegum styrkumsóknum í Menningar- sjóð 14. september s.l. og var umsókn- arfrestur einn mánuður. Til skiptanna voru kr. 5.000.000 sem komið höfðu úr Manngildissjóði. Fjármagnið fer annars vegar í greiðslur samkvæmt samningum við menningarhópa og hins vegar í al- menna menningarstyrki. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru: 1. Sigrún Jónsdóttir Franklín fær kr. 300.000 til að vinna annars vegar 3 þjóð- leiðabæklinga sem tengjast þjóðeiðunum til og frá Keflavík og hins vegar til að standa straum af kostnaði við þrjú sagna- kvöld í Reykjanesbæ. 2. Guðný Kristjánsdóttir, Gunnheiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Halldórs- dótt ir fá kr. 150.000.- til að standa straum af kostnaði við uppsetningu á söngleiknum Cinderella story sem unnið var með ungu fólki hér í bæ. 3. Sviðslistahópurinn hr. Níels, sem skip- aður er þeim Siguringa Sigurjónssyni, Sigurði Sævarssyni, Ingólfi Níelsi Árna- syni og Sigurði Eyberg Jóhannessyni. fær kr. 300.000.- til að standa straum af kostnaði vegna uppsetningar á nýrri ís- lenskri óperu sem gerð er eftir sögunni Hel eftir Sigurð Norðdal. 4. Ingólfur Vilhjálmsson bassaklarinettu- leikari fær kr. 300.000 til að fullgera geisladisk með tónlist Suðurnesjamann- anna Áka Ásgeirssonar og Atla Ingólfs- sonar. 5. Ellert Grétarsson fær kr. 150.000. upp í kostnað vegna einkasýningar í Banda- ríkjunum. 6. Junior Chamber International Ísland / JCI Suðurnes fær kr. 50.000 til að að- stoða við að endurvekja félagið hér á svæðinu. Skrifað var undir menningarsamninga við eftirtalda hópa en þeir gilda fram til ársins 2008. Leikfélag Keflavíkur 500.000 Félag myndlistarmanna í Rnb 500.000 Tónlistarfélag Reykjanesbæjar 400.000 Kvennakór Suðurnesja 400.000 Karlakór Keflavíkur 400.000 Suðsuðvestur gallerí 400.000 Harmonikkufélagið 150.000 Norræna félagið 150.000 Ljósop, félag áhugaljósmyndara 150.000 Gallery Björg 150.000 Faxi málfundafélag 150.000 Gospel-kórinn 200.000 Samtals: 3.500.000 Menningarstyrkir og menningarsamningar Reykjanesbæjar Grímur Karlsson og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hljóta Súluna 2006 Áður hafa hlotið Súluna: 1997 Birgir Guðnason (friðun gamalla húsa) Sigrún Hauksdóttir (aðstoð við myndlistarmenn) Ragnheiður Skúladóttir (tónl.kennari og undirleikari) Keflavíkurverktakar (velvild og fjárhagslegur stuðningur) 1998 Guðleifur Sigurjónsson (Byggðasafn og saga Keflavíkur) Sparisjóðurinn (velvild og fárhagslegur stuðningur) 1999 Rúnar Júlíusson (efling tónlistar og kynning á bænum) Hitaveitan (velvild og fjárhagslegur stuðningur) 2000 Kjartan Már Kjartansson ( efling tónlistarlífs og alm. menningarmál) Kaupfélag Suðurnesja. (velvild og fjárahagslegur) 2001 Karen Sturlaugsson (efling tónlistarlífs í bænum) Ný-ung (kaup og uppsetning á útilistaverki) 2002 Upphafshópur Baðstofunnar (efling myndlistarlífs í bænum) Hótel Keflavík (stuðningur við Ljósanótt) 2003 Karlakór Keflavíkur (efling tónlistarlífs í áratugi) Íslandsbanki (velvild og fjárhagslegur stuðningur) 2004 Hjördís Árnadóttir (efling menningarlífs, leikfé- lag og myndlistarfélag) Geimsteinn (velvild og stuðningur við unga tónlistarmenn) 2005 Faxi (ómetanleg heimild um sögu og menningu í Reykjanesbæ) Nesprýði (velvild og fjárhagslegur stuðningur) 2006 Grímur Karlsson ( framlag til sögu sjávarútvegs með smíði bátalíkana) Flugstöð Leifs Eiríkssonar (velvild og fjárhagslegur stuðningur) Athugið! Sýnikennsla í konfektgerð verður haldin í Húsasmiðjunni Keflavík undir styrkri leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakara og konditormeistara. Kennslan byrjar klukkan 20 og stendur til 22. Léttar veitingar eru í boði fyrir alla þátttakendur. Panta þarf á námskeiðið í síma 525-3000 eða með því að senda tölvupóst á konfekt@husa.is. Gjald er 1.500 kr. Í kvöld af öllum vörum í Húsasmiðjunni/Blómavali Keflavík í tilefni 10 ára afmælis okkar fimmtudaginn 16. nóv. afsláttur Við erum 16.nóvember 10ára! 20%

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.