Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Söngleikurinn um Öskubusku sýndur í Frumleikhúsinu: Söngleikurinn Öskubuska hefur nú verið sýndur í nokkurn tíma í Frumleik- húsinu við góðar undirtektir. Uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu. Ég skellti mér á Öskubusku og varð yfir mig hrifin af framlagi þeirra Írisar, Gunnheiðar og Guðnýjar og allra þeirra sem að sýningunni komu. Þegar ég gekk út úr leikhúsinu fylltist ég stolti fyrir hönd krakk- anna í sýningunni. Sýningin var vel heppnuð í alla staði, vel fram- kvæmd og umfram allt skemmti- leg. Í Öskubusku kemur saman rosalega stór og breiður hópur ólíkra krakka og þar af nokkrir krakkar sem manni hefði aldrei grunað að færu út í svona verk- efni. Ég að sjálfsögðu rosalega stolt af “stelpunum mínum” í fimleikadeild Keflavíkur. Þær sýndu mér enn og aftur hversu rosalega góðir dansarar þær eru. Það sem stóð hins vegar upp úr að mínu mati voru strák- arnir í sýningunni. Mér fannst þeir æðislegir, að sjá þá dansa og syngja saman var alveg meiri- háttar. Þessi hópur á hrós skilið fyrir framtak sitt með þessari sýningu, öll sem eitt. Allir krakk- arnir eru í skóla og þurfa því að leggja á sig auka vinnu til að ná endum saman. Þeir geta því borið höfuðið hátt enda tókst þeim gríðarlega vel upp. Frábær sýning! Það er líka æðislegt að krökk- unum sé gefinn kostur á að setja upp og taka þátt í sýningu sem þessari. Þarna eru það krakk- arnir sem eru aðalatriðið og fá að láta ljós sitt skýna. Margir hverjir eru jafnvel að finna nýja hæfi leika í sjálfum sér með þessu hætti, sem þau geta nýtt sér síðar á lífsleiðinni. Vonandi heldur sú stefna sem hér hefur verið tekin áfram enda hefur sýning sem þessi ekki bara já- kvæð áhrif á þá sem taka þátt í henni heldur smitar hún einnig út frá sér með þeim hætti að stemningin sem myndast verður jafnvel til þess að enn fleiri hafa áhuga á því að taka þátt og vera með. Takk fyrir frábæra skemmtun og enn og aftur til hamingju með sýninguna! Hildur María Magnúsdóttir -yfirþjálfari hjá fimleikadeild Keflavíkur Nú fer hver að verða síðastur að sjá söng-leikinn Öskubusku en sýningum lýkur nú um helg- ina. Uppselt hefur verið á allar sýningar hingað til og verkið fengið frábæra dóma. “ Þetta er búið að vera ævintýri líkast, frábær aðsókn og mikil ánægja með þetta framtak okkar. Að baki liggur mikil vinna og eins og oft hefur komið fram þá er þetta einstakur hópur hæfi- leikaríkra krakka sem lögðu allt í þetta og útkoman varð þessi frábæra sýning” Sögðu þær Guðný Kristjánsdóttir, Gunn- heiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir en þær eru leikstjórar sýningarinnar. „Það að ná 18 sýningum og troðfylla leikhúsið öll skiptin er eitthvað sem við þorðum aldrei að vona þegar við byrjuðum á þessu verkefni en erum auðvitað afar ánægðar og stoltar. Þetta er hvetjndi bæði fyrir okkur og krakkana og aldrei að vita nema ráðist verði í eitthvað svipað seinna“. Að lokum vildu þær þakka öllum þeim sem studdu við verk- efnið og komu á sýninguna. Síðast en ekki síst þakka þær krökkunum og fjölskyldum þeirra fyrir ánægjuleg og ómet- anleg kynni. Takk fyrir frábæra sýningu! Söngleikurinn Öskubuska - lokasýningar um helgina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.