Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.11.2006, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Næsta fimmtudag 16. nóv. mun Breiðbandið h a l d a t ó n l e i k a á skemmtistaðnum Yello. Þetta er í fyrsta sinn sem Breið- bandið heldur almenna tónleika þar sem öll vinsælustu lög sveit- arinnar verða leikin. Gamlir klassíkerar eins og Hafnargatan, Úr að ofan, og Sameiginlegt eru á dagskránni ásamt lögum af nýjasta disk sveitarinnar, “Breið- bandið - Léttir á sér”. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá hljómsveitina áður en hún heldur í víking til Ameríku. Hljómsveitin er búin að koma víða við undanfarið bæði í sjón- varpi og útvarpi. Lagið “Megr- unarblús” hefur verið mikið spilað á Rás 2 og í síðustu viku var hljómsveitin í þættinum „6- 7“ á Skjá einum. Fyrirhuguð Ameríkuferð sveitarinnar hefur vakið mikla athygli en 3. des mun Breiðbandið spila í Mall of America í Minneapolis. Í Mall af America eru 3 svið fyrir hljómsveitir og hefur Breið- bandinu verið boðið að spila á stærsta sviðinu sem getur tekið allt að 70 manna sinfóníuhljóm- sveitir, á háannatíma á sunnu- degi, en þar geta áhorfendur skipt þúsundum. Það má gera ráð fyrir að ef tónleikaferðin til Ameríku tekst vel muni sveitin dvelja þar langtímum saman næstu árin. Tónleikarnir sem nefnast “Amer- ica here we come” hefjast þeir kl. 21 og er áætlað að þeim ljúki kl. 23. Athugið takmarkað sæta- framboð og það er frítt inn. Breiðbandið - í síðasta sinn á Íslandi? STÓRTÓNLEIKAR BREIÐBANDSINS Rekstrarafkoma sveit-arfélagsins Voga er verulega lakari en fjár- hagsáætlanir gerðu ráð fyrir og stendur núverandi meiri- hluti frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda. Reksturinn hefur skilað litlu sem engu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir eða afborganir langtímaskulda. Niðurstöður árshlutauppgjörs fyrir fyrstu sex mán uði þessa árs sýna hallarekstur, neikvætt veltufé frá rekstri og aukningu skulda. Rekstrarniðurstaðan er tæpum 70 milljónum krónum lakari en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri grein- argerð Grant Thornton endur- skoðunar ehf vegna úttekar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Voga Helstu niðurstöður úttektar- innar eru þær að rekstrarniður- staða samantekins árshlutareikn- ings A og B hluta fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir halla upp á 60,4 milljónir króna, sam- anborið við 8,9 milljón króna áætlaðan rekstrarafgang. Rekstr- arniðurstaðan er því 69,3 millj- ónum krónum lakari en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir, segir í niðurstöðum úttektarinnar. Þar kemur fram að áætlun um tekjur standist nokkuð vel en hins vegar fara laun og tengd gjöld um 24% fram úr áætlun og annar rekstrarkostnaður um 14 % fram úr áætlun. Sömu- leiðis fer fjármagnskostnaður verulega fram úr áætlun, m.a. vegna gengistaps og verðbóta- hækkana langtímalána umfram það sem gert var ráð fyrir. Veltufé er neikvætt um tæpar 20 milljónir króna en samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 var gert ráð fyrir að það yrði jákvætt um rúmar 43 milljónir. Heildarskuldir námu 613 millj- ón um sam an bor ið við 514 milljónir í árslok 2005 og hækk- uðu því um 99 milljónir frá árs- byrjun, segir í niðurstöðum Gr- ant Thornton endurskoðunar. Þrátt fyrir sölu Stóru-Vogaskóla og Íþróttamiðstöðvar innar á síð asta kjör tíma bili hafa skuldir sveitarfélagsins ekki lækkað. Heildarskuldir ásamt núvirtum leigusamningum vegna fasteigna þann 30. júní 2006 námu samtals 1.569 m.kr. eða um 1.541 þús. kr. á hvern íbúa miðað við íbúafjölda í árs- lok 2005. Grant Thornton endurskoðun bendir á að árlegar afborganir langtímalána sveitarfélagsins á næstu árum verði ekki undir 50-60 milljónum króna miðað við óbreyttan lánstíma þeirra. Við það bætist að leigugreiðslur vegna ofangreindra fasteigna verða að lágmarki 70 milljónir kr. á ári næstu árin. Þótt tekjur sveitarfélagsins muni aukast á komandi árum samfara þeirri íbúafjölgun sem áætluð er, þá er fyrirsjáanlegt að reksturinn muni ekki geta staðið undir núverandi afborgunarbyrði langtímalána og leiguskuldbind- inga, jafnvel þótt ekki verði um neinar framkvæmdir að ræða hjá sveitar fé laginu á næstu árum. Ljóst er samkvæmt þessu að nú- verandi meirihluti bæjarstjórnar þarf að takast á við alvarlegan fjárhagsvanda á næstu miss- erum. Hætt er við fresta þurfi mörgum málum sem hann vildi koma í verk, samkvæmt því sem fram kemur í bókun frá síðasta bæjarstjórnarfundi. Í bókun fulltrúa minnihlutans kom fram að munur á fjárhags- áætlun og uppgjöri fyrir fyrstu 6 mánuði ársins sé að stórum hluta tilkominn vegna starfs- mats og áhrifa verðbólgu á fjár- magnsliði. Sveitarfélagið Vogar: Alvarleg slagsíða komin á fjárhag sveitarfélagsins

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.