Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 4
• Í baráttu Reykjanesbæjar undanfarin ár hefur þrautseigja verið mikilvægasti efniviðurinn. • Íbúaþróun hefur haldist jákvæð og þrátt fyrir að atvinnuverkefni hafi dregist langt umfram væntingar heimamanna hefur tekist í kreppu að reka bæjarsjóð með rekstrarafgangi undanfarin þrjú ár. • Nýsamþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 gerir einnig ráð fyrir að áfram takist að skila rekstrarafgangi hjá bæjarsjóði, þrátt fyrir aukinn stuðning við þau verkefni sem sveitarfélagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár, þ.e. forvarnir í þágu barna- og unglinga, menntun, íþróttir, samgöngur og umhverfisbætur, auk fjölbreytts menningarstarfs. • Nýr íbúavefur er tilbúinn, sem ætlað er að styrkja íbúalýðræði. Þessi nýi íbúavefur er enn ein leið til að hver íbúi geti sagt sitt álit og komið með hugmyndir sem síðan geta orðið að tillögum og samþykktum í bæjar- stjórn eða með öðrum hætti orðið að veru- leika. Við hvetjum íbúa til að skoða vefinn með því að fara inn á heimasíðu Reykja- nesbæjar, (reykjanesbaer.is) og smella efst í hægra hornið á merki sem segir „vefir bæjarins.“ • Annar nýr vefur, sem sóttur er frá sama stað, hefur einnig verið gerður en hann geta íbúar notað til að koma að ábendingum sem miða að því að „kippa í lag“ atriðum í nærumhverfinu. • Við munum áfram vinna markvisst að umferðar- öryggismálum. Nýjar slysatölur lögreglu sýna að okkur hefur orðið ágengt í þeim málum og haldið verður áfram að útrýma svartblettum. • Á árinu 2013 var talsverð undirbúningsvinna lögð í kynningu Jarðvangs á Reykjanesi, merkingar og kynningarefni. Á árinu 2014 stígum við sterkar fram með „Hundrað gíga garðinn“ og kynningu jarðvangs. Íbúar okkar búa í „Jarðvangnum á Reykjanesi!“ • Við setjum fjármagn í að halda gróðursetningar- átakinu í gangi. Flestir bæjarbúar sjá muninn á ásýnd bæjarins. • Markaðsstofa Reykjaness, í nýjum búningi, mun verða menningarferðaþjónustu á svæðinu til framdráttar. • Áfram verður unnið að umhverfisverkefnum í bænum, aðkomur í bæinn hafa verið gerðar fallegri og hreyfigarðar verða tengdir heilsu- stígum um bæinn. Í snjallsíma má opna smáforrit sem leiðbeinir um notkun tækja í hreyfigörðunum. • Við berum virðingu fyrir sögu svæðisins og höldum áfram að gera upp gömlu húsin okkar. Elsti hluti Duushúsanna, Bryggjuhúsið, er nú tilbúinn þannig að við snúum okkur að Gömlu búð og Fischershúsi sem telja má með merkari húsum hér á landi. • Ungmennaráð Reykjanesbæjar lagði fram hug- myndir um úrbætur sem snúa að unglingum í lok ársins 2012. Unnið hefur verið markvisst að þeim og þrjú skýr dæmi um það eru Ungmennagarður- inn, sem rís nú við Hafnargötu 88, bættar lýsingar á göngustígum og aukin strætisvagnaþjón- usta. • Miklar umbætur áttu sér stað á strætó strax í janúar í fyrra, 30 mínútna leiðarkerfi, styttri tími á milli kjarna í Reykjanesbæ og Taxibus í Hafnir! Ekið er lengur á daginn og um helgar. Áfram er ókeypis í strætó í Reykjanesbæ. • Umönnunargreiðslur til foreldra hækkuðu í fyrra úr 25 þús. kr. í 35 þús. kr. á mánuði og helst sú upphæð óbreytt. Eins og áður eru þær greiddar til foreldra frá því að fæðingarorlofi lýkur til 15 mánaða aldurs barnanna og síðan vegna þjónustu dagfor eldra og þar til barnið byrjar í leikskóla. • Reykjanesbær mun áfram bjóða endur- gjaldslaus uppeldisnámskeið, styðja Rannsókna- setur í barna- og fjölskylduvernd og vinna í samvinnu Kæri íbúi í Reykjanesbæ, Fyrir hönd starfsfólks og stjórnenda Reykjanesbæjar óska ég þér farsældar á nýju ári. Meðfylgjandi er samantekt á mörgum verkefnum sem unnið verður að á þessu nýja ári 2014. Efnið er í sam- ræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun bæjarins. Verkefnin byggja m.a. á framtíðarsýn sem við höfum ótrauð unnið eftir undanfarin ár og fjölda ábendinga sem koma fram á árlegum íbúafundum, með sam- tölum, tölvupósti, tillögum í nefndum og ráðum eða með öðrum hætti. Þá fylgja tölulegar upplýsingar um íbúa- og atvinnuþróun sem við vonum að þér þyki fróðlegar. Við óskum áfram góðs samstarfs við þig um að gera samfélagið okkar enn betra til búsetu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.