Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 5
 við Rannsókn og greiningu að úttekt á stöðu barna og unglinga í samfélaginu. • Á árinu 2014 viljum við styrkja barna- og fræðslu- starf enn frekar og m.a. koma upp fjölskyldusetri í gamla barnaskólahúsinu við Skólaveg. • Barnahátíðin, með Listahátíð barna í forsæti, verður enn stærri og öflugri á þessu ári með sterkari tilkomu grunnskólanna. Sífellt stækkandi hátíð sem er einstök á landsvísu. • Áfram verður stuðningur við verkefni tengd endurhæfingu og þjálfun fyrir ungt fólk í vanda. • Þetta ár mun m.a. einkennast af því að við höldum áfram að bæta skólastarfið og styrkja innviði menntunar. • Lögð verður áhersla á að bæta kennslubúnað í skólum. Í fyrra var starfshlutfall tölvuumsjónar- manna í grunnskólum aukið. Ipad-væðingin hefur hafið innreið sína í grunnskóla Reykjanesbæjar og nú fær heill árgangur slíkan búnað, auk kennara. Þessu verður fylgt vel eftir með kennslufræði- legum stuðningi. • Í fyrra var kennslustofum bætt við Akurskóla og leikskólann Holt og á þessu ári munum við stækka aðstöðuna á Holti og Heiðarseli og laga bíla- stæðin þar. Einnig verður farið í breytingar innan- húss á leikskólanum Tjarnarseli. • Framlög til Íþróttasjóðs voru nær tvöfölduð í fyrra en þar skipti mestu um 50% hækkun á þjálfara- styrk sem ætlað er að tryggja vel menntaða þjálfara í þágu barna- og unglingastarfs íþrótta- félaganna. Nú bætum við enn um betur með 15 milljón kr. stuðningi við innra starf íþróttafélaganna. • Tómstundasjóður hefur verið efldur til að geta gert samninga á ný við tómstundafélög. • Til viðbótar við aðra beina styrki til íþrótta- og tómstundafélaga, voru hvatagreiðslur teknar upp að nýju í fyrra og bjóðast nú í haust. Þar gefst foreldrum barna og unglinga færi á að nýta ákveðna upphæð til niðurgreiðslu fyrir börnin á íþrótta,- list- eða tómstundagrein að eigin vali. • Hljómahöllin opnar snemma á þessu ári. Fjölmennasti tónlistarskóli landsins fær umgjörð við hæfi í tónlistarbænum. Poppminjasafn Íslands mun taka á móti erlendum og innlendum gestum með einstakri sýningu sem segir sögu tónlistar í poppbænum og sögu íslenskrar tónlistar, um leið og hún er tengd við erlenda tónlistarsögu. Hljómahöllin verður tónlistar- og menningarhús með fjölda tækifæra í menningartengdri atvinnu- sköpun s.s. ráðstefnum, tónleikahaldi o.fl. Okkar góða félagsheimili Stapinn styður vel við möguleikana. • Fimm skemmtilegar og áhugaverðar sýningar eru áætlaðar hjá Listasafninu í ár og eru þær m.a. settar upp fyrir utan- aðkomandi styrki. • Áframhaldandi stuðningur verður við 20 menningarhópa og -félög í bæjarfélag- inu. Æfingahúsnæði og vinnustofur eru boðin gegn vægri leigu og viðburðum á Ljósanótt. • List án landamæra, listverkefni þar sem fatlaðir og ófatlaðir koma saman, verður enn stærra og skemmtilegra nú á nýju ári. • Nýjar og áhugaverðar sýningar og við- burðir verða í Duushúsum, tengdir sögu, myndlist og tónlist sem eiga að stuðla að fjölgun gesta. • Allir textar við sýningarnar í Víkingaheimum verða komnir á a.m.k. fjögur tungumál á árinu. Erlendum gestum fjölgar þar stöðugt. Þetta ætti að hvetja til komu fleiri erlendra gesta. • Með allri þessari menningarstarfsemi er Reykja- nesbær markaðssettur enn frekar sem jákvætt bæjarfélag sem býður fólki með fjölbreytta menntun að setjast hér að. • Saga svæðisins er okkur hugleikin og í tilefni 20 ára afmælis Reykjanesbæjar opnum við sýningu um sögu bæjarins á miðlofti Bryggjuhúss

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.