Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Page 6

Víkurfréttir - 09.01.2014, Page 6
 Duushúsa um leið og við opnum húsið formlega fyrir gestum eftir mikla endurgerð. • Heilsu- og forvarnarvikan verður á sínum stað. Enn er hún einstök á landsvísu. • Reykjanesbær mun á þessu ári ljúka við byggingu 60 rúma hjúkrunarheimilis að Nesvöllum, sem er fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið í Reykja- nesbæ. Hrafnista hefur tekið að sér rekstur þjónustunnar. Markmið okkar er að bjóða öldruðum Suðurnesjamönnum besta aðbúnað og þjónustu á landinu. • Í fyrra voru teknar í notkun 6 nýjar íbúðir fyrir fatlaða í stað herbergjasambýlis. Þetta er í samræmi við stefnu Reykjanesbæjar um að hver einstaklingur eigi kost á búsetu við sitt hæfi. Í ár verður þessari uppbyggingu haldið áfram og Þroskahjálp byggir nú 6 íbúðir í samstarfi við Reykjanesbæ. • Þjónusta og skipulag stjórnsýslu bæjarins var bætt með því að flytja starfsemi þjónustustofn- ana á einn stað að Tjarnargötu 12 s.s. fræðslu- skrifstofuna og bókasafn bæjarins sem er í mið- rými. • Bókasafnið mun leitast eftir að aðlaga þjónustuna breyttum staðháttum og breyttu samfélagi. Þar mun hjarta menningar og menntunar slá eins og áður. • Framlögum til atvinnuátaksverkefna verður haldið áfram í gegnum garðyrkjudeild, félagsþjónustu og sértæk verkefni. • Að Ásbrú er áfram unnið að þróun svæðisins sem samfélags frumkvöðla, fræða og atvinnulífs með Keili í miðpunkti. Þar eru nú þegar 100 fyrirtæki og stofnanir og stærsta frumkvöðlasetur landsins. Stóran þátt í velgengni Ásbrúar á skólasamfélagið Keilir. Þar er áhersla lögð á háskólabrú, flugtengda starfsemi, heilsuverkefni og tæknitengt nám, auk spennandi nýjunga sem kynntar verða á þessu ári. • Gagnaver Verne Global á Ásbrú mun stækka um- talsvert á árinu. Hugað er að aðstöðu fyrir fleiri gagnaver, samkvæmt óskum fjárfesta. • Á Reykjanesi er verið að undirbúa stækkun orku- versins. Þar er í byggingu stærsta fiskeldisstöð landsins sem er þegar komin af stað og vel gengur að byggja aðstöðu til fullvinnslu sjávarafurða tengda grænni orku. • Verkefni í Helguvík á þessu ári tengjast vinnu við framþróun álvers, kísilvers, græns efnagarðs, vatnsútflutnings, fullvinnslu sjávarafurða o.fl. sem unnið hefur verið að. Líklegt er að kísilver verði fyrsta stóra verkefnið sem fer af stað á miðju ári. • Gert er ráð fyrir að a.m.k. tvö þessara verkefna kalli eftir störfum við framkvæmdir á næsta ári. • Unnar verða vinnu- markaðsrannsóknir m.a. til að styðja frekar tengsl atvinnulífs og mennt- unar. • Flugstöð Leifs Eiríks- sonar er stærsti vinnu staður íbúa. Við viljum í samstarfi við Flugstöð- ina og vegagerðina leggja göngu- og hjólreiðastíg þaðan og niður í bæ. Hann mun nýtast vel bæði fyrir starfsfólk og ferðafólk. • Í samstarfi við Keili og MSS er unnið að uppbyggingu menntunar fyrir starfsfólk í ferða- þjónustu. • Með tilkomu Hljómahallar, Víkingaheima, fleiri kaffihúsa, gististaða, menningarviðburða, göngu- leiða og bætts umhverfis er áhugavert að fylgjast með auknum heimsóknum ferðamanna í bæinn okkar. • Í samræmi við ályktun bæjarráðs og bæjarstjórnar er unnið að því að fjöldi hælisleitenda minnki um- talsvert í bæjarfélaginu á nýju ári, enda samningar á lokastigum við önnur sveitarfélög. Hér mun aðal- lega dvelja fjölskyldufólk, sem þarf góðan stuðning bæjarbúa í erfiðleikum sínum. • Þetta allt skapar ástæðu til bjartsýni í okkar bæ fyrir nýtt ár 2014. ÍBÚAR TIL ÁHRIFA Nýjar leiðir til að hafa áhrif á bæjarmálin og koma hlutunum á hreyfingu! Íbúar Reykjanesbæjar hafa nú möguleika á auknum áhrifum á málefni og rekstur bæjarfélagsins. Þú ferð inn á www.reykjanesbaer.is og smellir efst í hægra hornið á merki sem segir "vefir bæjarins. Íbúavefur Reykjanesbæjar er vettvangur til að leggja inn hugmyndir og móta í félagi við aðra íbúa. Vinsælar og vel unnar hugmyndir eiga möguleika á að komast í framkvæmd. Lögð er áhersla á að vefurinn er ekki beintengdur stjórnsýslu bæjarins, heldur er ætlast til að hver einstaklingur leggi fram hugmynd og fái um hana umræðu á meðal íbúa sem geta gefið henni nokkurs konar einkunn. Umsjónarmaður vefjar sér þá um að koma ábendingum til bæjarins. Þú skráir þig inn á íbúavefinn, getur á einfaldan hátt samþykkt eða hafnað hugmynd sem hefur verið lögð fram eða komið með nýja hugmynd og leitað álits íbúa á henni. Umbætur í hverfum – kippa í lag! Ábendingavefur gerir íbúum kleift að benda á umbætur í hverfum, hluti sem íbúi óskar eftir að sé „kippt í lag“ í sínu nánasta umhverfi. Þetta getur t.d. varðað hreinsun, viðgerðir, gróðurrækt, lýsingar o.fl. Sá sem ritar ábendingu um eitthvað sem þarf að kippa í lag, getur merkt inn staðsetningu verkefnisins á kort en skila- boðin berast beint til Umhverfis- og skipulagssviðs, sem tekur við ábendingum, vinnur úr þeim og tilkynnir íbúum um stöðuna. Tjáðu þig þar sem það telur! Reykjanesbær - tölfræðiupplýsingar frá fjárhags- og rekstrarsviði Reykjanesbæjar. Upplýsingarnar byggja á gögnum frá Þjóðskrá Íslands, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Íbúatölur um áramótin 2013/2014 eru samkvæmt óendurskoðaðri skráningu Þjóðskrá Íslands 02.01.2014. Hlutfall atvinnuleysis reiknast frá fjölda vinnuafls (16-69 ára) á hverjum tíma.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.