Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 -fréttir Grindavík: Hækka niður- greiðslur vegna dagforeldra- þjónustu uBæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að hækka niður- greiðslur vegna dagforeldra- þjónustu frá og með 1. janúar nk. Almenn niðurgreiðsla hækkar úr 30.000 kr. í 40.000 kr. á mánuði og niðurgreiðsla fyrir einstæða foreldra úr 33.000 kr. í 44.000 kr. á mánuði. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að gjaldskrá dagforeldra er frjáls og kemur niðurgreiðslan til lækkunar á þeirra gjaldskrá. Bæjarstjórn hvetur dagforeldra til að gæta hófs í hækkun á gjald- skrám sínum samfara hækkun sveitarfélagsins á niðurgreiðslu vegna þjónustu dagforeldra. Grindavík: Þorbjörn fækkar frysti- togurum uÞorbjörn hf. í Grindavík vinnur nú að endurskipulagningu útgerðar frystitogara sinna. Einn þeirra verður lengdur og honum breytt og útgerð annars verður hætt. Vegna breytinganna hefur áhöfnum skipanna verið kynnt nýtt skipulag útgerðar þeirra. Endurskipulagningin leiðir til uppsagna áhafna og endur- ráðningar, vegna breyttrar út- gerðar. Langflestir verða endur- ráðnir og verða tvær áhafnir á hvoru skipi eftir að breytingarnar hafa gengið yfir. Þá hefur fyrir- tækið verið að auka vinnslu í landi verulega en hún hefur nær tvöfaldast á fjórum árum. Það er kvotinn.is, vefur um sjávarút- vegsmál, sem greinir frá þessu. „Verið er að hanna lengingu og breytingar á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni og verður verkið væntanlega boðið út á næstunni,“ segir Eiríkur Tómas- son, framkvæmdastjóri Þor- bjarnar í samtali við kvotinn.is Sandgerðingar komast í gufu og sund alla daga u Gufubaðið í Íþróttamiðstöð Sandgerðis hefur opnað á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur en endurbætur hafa staðið yfir síðustu vikur. Sandgerðisbær ætlar á árinu að efla lýðheilsu í bæjarfélaginu og einn liður í því er að hafa sundlaugina opna alla daga ársins. Hún hefur verið lokuð á sunnudögum en er nú opin frá kl. 10-16 um helgar. Opn- unartími virka daga er eins og áður. Skýjafar við Útskálakirkju var viðfangsefni Guðmundar Sigurðssonar, lögreglumanns úr Garðinum, þegar hann tók sigur- myndina í ljósmyndasamkeppni Sveitarfélagsins Garðs. Efnt var til keppninnar á haustmánuðum en tilkynnt var um úrslitin á dög- unum. Sérstök dómnefnd skipuð af sveitarfélaginu fór yfir myndirnar sem bárust í keppnina. Dómnefnd- ina skipuðu þau Hildur Ágústs- dóttir, Bragi Einarsson og Hilmar Bragi Bárðarson, sem jafnframt var formaður dómnefndar. Sveitarfélagið Garður efndi til ljósmyndasamkeppni þar sem viðfangsefnið er Garðurinn, um- hverfið og mannlífið. Fjölmargar myndir bárust og kom það dóm- nefnd skemmtilega á óvart að myndefnið var fjölbreytt. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, afhenti Guðmundi sigur- launin þann 30. desember sl. en fyrir sigurmyndina fékk Guð- mundur myndarlega úttekt í ljósmyndavöruverslun þar sem hann getur örugglega endurnýjað myndavélina sína eða keypt sér nýjar linsur í ljósmyndatöskuna. Guðmundur er mikill áhugamaður um ljósmyndun og er duglegur að fanga augnablikin í mannlífinu í Garðinum. Ljósmyndarar og áhugafólk um ljósmyndun er einnig hvatt til að halda áfram að fanga mannlífið og n Ljósmyndasamkeppni Sveitarfélagsins Garðs: Skýin við Útskála á sigurmynd Magnús Stefánsson, bæjar- stjóri í Garði, afhenti Guðmundi sigurlaunin. náttúruna í Garði á myndir því ef- laust verður aftur boðað til keppni um bestu myndina úr Garði á nýju ári. Íbúar Reykjanesbæjar hafa nú aukna möguleika á að hafa áhrif á málefni og rekstur bæjar- félagsins bæði með nýjum íbúa- vef, þar sem leggja má inn hug- myndir og ábendingavef þar sem benda má á umbætur í hverfum. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir íbúa hafa verið duglega að leggja fram hugmyndir á árlegum íbúa- fundum og oft og tíðum hafi þær hugmyndir ratað inn í stjórn- sýsluna, t.d. framtíðarsýn. „Með íbúavefnum skapast vettvangur til að leggja inn hugmyndir og móta í félagi við aðra íbúa. Vin- sælar og vel unnar hugmyndir eiga möguleika á að komast í framkvæmd,“ sagði Árni. Innlögn hugmynda Á vefnum „Íbúavefur – íbúar til áhrifa“ gefst íbúum kostur á að leggja fram hugmyndir um öll mál tengd samfélaginu, fá um þau umræðu á meðal íbúa og koma til framkvæmdar fái hugmyndin sterkan hljómgrunn á meðal íbúa. Lögð er áhersla á að vefurinn er ekki beintengdur stjórnsýslu bæjarins, heldur er ætlast til að hver einstaklingur leggi fram hug- mynd og fái um hana umræðu á meðal íbúa sem geta gefið henni nokkurs konar einkunn. Um- sjónarmaður vefjar sér þá um að koma ábendingum til bæjarins, bæjarstjóra, nefnda og ráða, ef hugmyndin hefur fengið sterkan hljómgrunn og samstöðu á meðal bæjarbúa sjálfra. „Þetta er einfalt. Þú skáir þig inn á íbúavefinn, getur á einfaldan hátt samþykkt eða hafnað hugmynd sem hefur verið lögð fram, eða þú getur komið með nýja hugmynd og leitað álits íbúa á henni,“ sagði Árni. Slóðin er rnb. ibuavefur.is. Að sögn Árna tekur íbúavefurinn mið af þeim tilraunum sem hafa verið gerðar á þessu sviði í íslensku samfélagi um aukið íbúalýðræði, t.d. hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík og hjá einu af þeim minni, Rangárþingi Eystra. „Við höfum dregið fram kosti þessara vefja og reynt að afnema ókostina sem komið hafa fram. Fyrirtækið Hugveitan hefur unnið gerð vefjar- ins, undir yfirstjórn Guðmundar Sæmundssonar, en hann hefur unnið lengi að þróun sambæri- legs verkefnis fyrir Rangárþing Eystra og stundað rannsóknir og nám á þessu sviði. Umsjónarmaður vefjarins er Svanhildur Eiríksdóttir stjórnsýslufræðingur, en hún vann meistararitgerð sína í opinberri stjórnsýslu um úttekt á íbúavef Reykjavíkurborgar, Betri Reykja- vík,“ sagði Árni. Kippa í lag! Samhliða útgáfu nýja íbúavefjar- ins hefur nýr vefur verið settur í loftið, sem er ábendingavefur um umbætur í umhverfismálum, hluti sem íbúi óskar eftir að sé „kippt í lag“ í sínu nánasta umhverfi. „Sá sem ritar ábendingu um umhverf- isbætur, getur merkt inn staðsetn- ingu verkefnisins á kort en skila- boðin berast beint til umhverfis- og skipulagssviðs, sem tekur við henni og vinnur úr,“ sagði Árni. Slóð ábendingavefjarins er map.is/ dvergur/clients/ath_rnb. Margar leiðir til Reykjanesbæjar Að sögn Árna geta íbúar nú nálgast bæinn í gegnum fjórar vefsíður sem eru samtengdar bænum á mis- munandi hátt, auk annarra leiða, s.s. í viðtalstímum, tölvupósti og á íbúafundum „Auk nýja íbúa- vefjarins og ábendingavefjarins getur íbúi farið á „Mitt Reykjanes“ þar sem haldið er utan um læstar upplýsingar íbúans um fasteigna- gjöld, umönnunargreiðslur o.fl. og íbúi getur sent formleg erindi til stjórnsýslunnar. Fjórði vefurinn er upplýsingavefurinn, þ.e. heima- síða Reykjanesbæjar. Vefirnir fjórir eru tengdir saman með sams- konar vegvísi, sem einfaldar íbúum notkun vefjanna. Sjón er sögu rík- ari,“ sagði Árni Sigfússon bæjar- stjóri að lokum. Vefirnir fjórir hafa allir samskonar vegvísa efst í hægra horni. Þessi vegvísir birtist á ábendingavefnum, en þrír mismunandi vefir birtast allt eftir því á hvaða vef íbúi er staddur þegar hann opnar vegvísinn. - Reykjanesbær hefur opnað tvo nýja íbúavefi Íbúar til áhrifa!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.