Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 ANNO 2013 PLANKI ÁRSINS Árið 2013 var ekki árið þar sem fólk hélt áfram að „planka“ og setja myndir af því á netið. Rússneskir flugmenn sem voru við æfingar á Keflavíkurflugvelli í sumar ákváðu hins vegar að taka eins og einn „planka“ á glænýrri þotu sem var til prófunar hér á landi. Mistök í flugstjórnarklefa urðu til þess að hjól vélarinnar voru ekki niðri. Þetta er alvarlegasta flugatvik í sögu Keflavíkurflugvallar í mörg ár. Gert var við vélina í flugskýli á flugvellinum og vélin yfirgaf svo landið í árslok. BJÖRGUN ÁRSINS Eitt mesta björgunarafrek ársins var unnið við Garðskaga á árinu. Þar fórst þýsk skúta í vondu veðri. Tólf manns voru í áhöfn skútunnar, þar á meðal nokkur börn. Björgunarsveitir af Suðurnesjum komu að björgunaraðgerðum og björguðu þarna mörgum mannslífum við erfiðar aðstæður. Myndin var tekin þegar skútan var í Keflavíkurhöfn í sumar. VANDRÆÐI ÁRSINS Tónlistarhátíðin Keflavik Music Festival varð að einu risastóru vandamáli þegar hver hljómsveitin á fætur annarri neituðu að taka þátt í hátíðinni fyrr en þær fengju greitt fyrir þátttöku sína. Dagskráin varð fyrir vikið mjög götótt og gestir fengu ekki það sem þeir höfðu greitt fyrir. Í árslok kom svo fram að skipuleggjendur hátíðarinnar höfðu tapað milljónum á ævintýrinu. VAFASEMI ÁRSINS Ferðalangar á bjargbrún Valahnjúks vöktu athygli ljósmyndara Víkurf- rétta á árinu. Fífldirfska sögðu sér- fræðingar sem skoðuðu myndina og bentu á að bjargið er laust í sér og þarna er mikil slysahætta. TÓNLISTARFÓLK ÁRSINS Þau Nanna Bryndís og Brynjar, okkar fólk í hljómsveitinni Of Monsters And Men, hélt áfram að gera það gott á árinu sem leið. Þau voru menn ársins á Suðurnesjum árið 2012 og eru hér með viðurkenningarskjöl sem þau fengu frá Víkurfréttum í ársbyrjun 2013. AFMÆLISBARN ÁRSINS Klemenz Sæmundsson er án efa afmælisbarn ársins 2013. Hann fagnaði 50 ára afmæli sínu með því að hjóla hringinn í kringum Íslands á örfáum dögum og hlaupa svo 22,7 km. hlaup um Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð, sem kallast „Klemminn“. Með uppátækinu safnaði hann um milljón krónum í gott málefni. VEÐUR ÁRSINS Síðasti vetur var alls ekki harður en þó varð allt ófært í einn dag eða tvo. Svo kom sumarið... eða ekki. Það varð eiginlega ekki sjáanlegur munur á sumri og vetri á Suðurnesjum. Gróðurinn varð grænn en sólin lét ekki sjá sig nema í mesta lagi þrjá daga, eða fjóra. Þá klæddu menn sig í stuttbuxur og fengu sér ís. Aldursflokkameistaramót 2013 – Meistarar // Unglingameistaramót 2013 - Flestu verðlaun allra liða Íslandsmeistaramót 25 2013 - Flestu verðlaun allra liða // Bikarkeppni 2013 - Sigurvegarar í kvennaflokki í 1. og 2. deild Bikarkeppni 2013 - Annað sæti í karlaflokki í 1. deild // Unglingalandslið 2013 - Flestir sundmenn frá ÍRB Hreysti, keppni, skemmtun, félagsskapur, öryggi, ferðalög, verðlaun, alþjóðlegt, styrkir til náms erlendis, Ólympíuleikar Aðeins nokkrar ástæður til að skrá sig í ÍRB Prufutímar/mat alla laugardaga í Vatnaveröld kl. 12:15-12:45 Vertu með www.keflavik.is/sund - www.umfn.is/sund Vertu vinur okkar á Facebook: Sundráð ÍRB VERTU MEÐ Í BESTA ALDURS- FLOKKAFÉLAGI LANDSINS! ÖRSTUTTUR ANNÁLL Í MYNDUM OG MÁLI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.