Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 Að halda því fram að Ásta Rós Árnadóttir sé ævintýra- manneskja er vægt til orða tekið. Þessi 24 ára Keflvíkingur er nú búsett í Indónesíu en áður hefur hún búið í Kenýa en á báðum stöðum hefur hún unnið við sjálfboðaliðastörf. Á milli þess sem hún ferðast og dvelur í fram- andi löndum stundar hún fall- hlífarstökk. Blaðamaður Víkurf- rétta hafði samband við Ástu Rós sem dvelur um þessar mundir í litlum indónesískum bæ í hlíðum eldfjalls þar sem hún vinnur á elliheimili fyrir munaðarlausar konur. Ásta Rós er nú í annað skipti starf- andi sem sjálfboðaliði á framandi slóðum en að hennar mati er þetta eitt það lærdómsríkasta og skemmtilegasta sem hægt er að gera í lífinu. „Þessi reynsla að starfa sem sjálfboðaliði hefur verið frá- bær og finnst mér að allir ættu að prófa eitthvað svona alla vega einu sinni á ævinni. Þetta hefur gefið mér mjög mikið. Ég hef fengið tækifæri á því að ferðast út um allt og upplifa hluti sem ég hefði annars aldrei fengið tækifæri á að upp- lifa. Einnig hef ég kynnst fullt af skemmtilegu og áhugaverðu fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Ásta. Fyrir þremur árum fór Ásta fyrst í sjálfboðaliðastarf en þá vann hún á munaðarleysingjaheimili í úthverfi Naíróbí sem er höfuðborg Kenýa. Þar dvaldi hún hjá góðri fjölskyldu í þrjá mánuði og hugsaði um börn á aldrinum 0-2 ára. Eftir þá einstöku reynslu var ekki aftur snúið og þegar Ásta rakst á aug- lýsingu frá evrópsku sjálfboðaliða- samtökunum EVS fyrr á þessu ári ákvað hún að sækja um að halda til Indónesíu. Þar verður hún í níu mánuði alls en Ásta er hæstánægð með dvölina í landinu hingað til. Fólkið vinalegt og brosmilt Ásta býr í bænum Ungaran sem stendur við eldfjallið Mt. Ungaran. Umhverfið litast af fagurgrænum hrísgrjónaökrum og frumskógum. Bærinn sjálfur er vinalegur þar sem alls staðar má sjá fólk hlæjandi og brosandi. Indónesar hafa virkilega hlýlegt viðmót og að sögn Ástu eru þau yndislegasta fólk sem hún hefur kynnst. „Fólkið hér er svo ótrúlega vinalegt og brosmilt og allir eru tilbúnir að hjálpa hver öðrum við hvað sem er, hvenær sem er. Það eru auðvitað svartir sauðir inni á milli eins og alls staðar í heiminum, en upp til hópa er þetta ótrúlega jákvætt og skemmtilegt fólk.“ Kon- urnar á elliheimilinu eru þar engin undantekning. „Þær eru 30 talsins sem búa á heimilinu, frá 65-99 ára og hver önnur skemmtilegri. Það er ótrúlega gaman að hlusta á sög- urnar þeirra og fræðast um allt sem þær hafa upplifað á lífsleiðinni. Aðeins ein kona á heimilinu talar ensku en sem betur fer er indónes- íska frekar auðvelt tungumál. Ég get núorðið haldið upp einföldum samræðum og skil mjög mikið, sem er heppilegt þar sem gömlu konurnar hafa ansi gaman af því að segja frá,“ segir Ásta. Um 15 evrópskir sjálfboðaliðar vinna með Ástu og er starfið á elliheimilinu fjölbreytt en helsta hlutverk sjálfboðaliðanna er að aðstoða konurnar við daglegar athafnir, en þær þurfa mismikla hjálp. Sumar eru algjörlega rúm- liggjandi á meðan aðrar geta gert flest allt sjálfar. Hinn hefðbundni vinnudagur felst í því að bera fram matinn, skipta um á rúmum, brjóta saman þvott, skúra gólf og fleira í þeim dúr. Að auki hjálpa sjálf- boðaliðarnir til við að mæla blóð- þrýsting, hjálpa til við morgun- leikfimina, nudda fætur og bak og ýmislegt tilfallandi. Vinsælt að fá mynd af sér með hvítingjunum Ástu og hinum sjálfboðaliðunum hefur verið vel tekið í samfélag- inu í litla bænum. Mjög lítið er um túrista á svæðinu og því er mjög sjaldgæft að Indónesar rekist á hvítt fólk. Margir hafa aldrei séð hvíta manneskju áður og hefur Ásta upplifað ansi mörg skondin atvik. Endrum og eins er hún beðin um eiginhandaráritun, flestir vilja fá símanúmerið hennar og sumir vilja -viðtal pósturu eythor@vf.is Fær reglulega bónorð á götum úti - Keflavíkurmærin Ásta Rós Árnadóttir er sjálfboðaliði í Indónesíu en þar býr hún í smábæ undir eldfjalli. Hún er ofurhugi og ævintýramanneskja fram í fingurgóma og hefur farið í sjötíu fallhlífarstökk. Frá þakinu á munaðarleysingjaheimilinu í Naírobí, en heimilið er stað- sett í Soweto sem er fátækrahverfi. „Það er mikil fátækt í þessu hverfi og mikið um að risastórar fjölskyldur búi saman í pínulitlum bárujárns- kofum, það var oft erfitt að horfa upp á aðstæður fólksins þarna en samt virðast þau öll vera ótrúlega ánægð og hamingjusöm. Ég þurfti að ganga í gegnum hverfið á leið í vinnuna en það er ekki mikið um að hvítt fólk sé á röltinu þarna þannig að ég fékk endalausa athygli, allir hrópuðu á eftir mér „mzungu, mzungu!“ sem þýðir hvítingi, fólk vildi snerta á mér hárið og húðina og mér leið oft eins og einhverri geimveru.“ Lítið þorp við Maasai Mara þjóðgarðinn sem liggur á landamærum Kenýa og Tanzaníu. „Þegar við komum í þorpið var tekið á móti okkur með mikilli athöfn þar sem stríðsmenn sungu og dönsuðu í hring. Eftir þann dans mynduðu þeir svo röð og skiptust á að hoppa eins hátt og þeir gátu. Þetta er í rauninni keppni um hver nær að hoppa hæst, en sá sem nær að stökkva hæst öðlast aukna virðingu í þorpinu og þarf þess vegna að borga minna fyrir konu en allir hinir, kannski bara 7 beljur í staðinn fyrir 10. Ásta á munaðarleysingjahælinu í Naíróbí. „Allir hrópuðu á eftir mér „mzungu, mzungu!“ sem þýðir hvítingi, fólk vildi snerta á mér hárið og húðina og mér leið oft eins og einhverri geimveru

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.