Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Síða 17

Víkurfréttir - 09.01.2014, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 17 helst giftast henni strax á staðnum. „Það er misjafnt hvernig fólk bregst við þegar það sér mig. Sumir bara stara á mig og þora ekki að segja neitt á meðan aðrir eru ekkert feimnir við að koma upp að mér og biðja um mynd. Það er ósköp venjulegt að ókunnugt fólk sem ég mæti úti á götu byrji að spalla við mig og spyrji mig hvert ég sé að fara, hvað ég sé að fara að gera og hvern ég sé að fara að hitta. Þetta fær þó ekkert á mig, þetta er yfir- leitt bara saklaust og skemmtilegt,“ segir Ásta við forvitni heima- manna. Á ferð og flugi Ferðalög eru stór partur af lífi Ástu þegar hún er stödd á fram- andi slóðum. Hefur hún ákveðið að halda upp á afmælið sitt á Ka- rimunjawa eyjunum í febrúar, en í mars mánuði mun hún einnig taka sér frí til þess að ferðast um nær- liggjandi lönd. Thaíland, Malasía og Singapore eru á dagskránni og eins fleiri staðir í Indónesíu. Um helgar reynir Ásta að skoða sem mest og hefur hún nú þegar skoðað fjölda mustera m.a. Einnig hefur hún heimsótt nærliggjandi borgir eins og Magelang þar sem eitt virk- asta eldfjall heims er staðsett. „Þetta er eins og að fljúga“ Ásta Rós á sér ýmis önnur áhuga- mál en ferðalög og sjálfboðaliða- störf. Um sumarið 2012 ákvað Ásta að láta gamlan draum rætast og prófa fallhlífarstökk. Síðan þá hefur hún stokkið um 70 sinnum og er hvergi nærri hætt. Um leið og hún lenti á jörðinni eftir fyrsta stökkið skráði hún sig umsvifalaust á byrj- endanámskeið hjá Fallhlífarstökk- félaginu Frjálsu Falli (FFF) sem hún útskrifaðist af í lok júlí. Helsti stökkstaðurinn á Íslandi er á Hellu en einnig fór Ásta í hópferð með öðrum íslenskum fallhlífarstökkv- urum til Flórída um síðustu páska. „Fallhlífarstökk hafði lengið verið á „bucket“ listanum mínum sem einn af þeim hlutum sem ég yrði að prófa einhvern tímann á lífs- leiðinni. Vinkona mín hringdi svo í mig einn sólríkan frídag í fyrra- sumar og spurði hvort ég væri til. Við ákváðum að láta loksins verða af þessu og bókuðum stökk daginn eftir. Ég verð henni ævinlega þakk- lát fyrir að hafa hringt í mig, annars væri ég örugglega ekki ennþá búin að fara.“ Helsta stressið segist Ásta hafa upplifað rétt fyrir stökkið en að það hafi horfið um leið og hún settist upp í flugvélina. Hana lang- aði ekkert meira en að hætta við þegar hún var komin í gallann og þegar verið var að festa græjurnar á hana. En þegar flugvélin tók á loft hvarf stressið og adrenalínið fór að streyma. Ásta segist eiga erfitt með að lýsa tilfinningunni fyrir einhverjum sem hefur ekki prófað að stökkva. „Það sem ég get sagt er að tilfinningin er ein- hvern veginn ekki eins og maður sé að falla til jarðar heldur eins og maður sé að fljúga. Fólk heldur oft að þetta snúist bara um að hoppa út og láta sig falla, en þetta snýst um svo miklu meira en það. Það er hægt að fara áfram og aftur á bak og beygja, það er hægt að hægja á sér og láta sig falla hraðar. Það er hægt að liggja á maganum, liggja á bakinu, sitja, standa o.s.frv. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og maður keppist við að verða betri og betri með hverju stökkinu. Það er keppt í hinum ýmsu greinum um allan heim þannig að þetta er í rauninni bara eins og hver önnur íþrótt,“ segir ævintýramanneskjan Ásta að lokum. Í vinnunni í Indónesíu. Þær eru hressar þessar gömlu. Oma Julie. Allar konurnar á heimil- inu hafa viðurnefni Oma sem þýðir amma. European Voluntary Service, er hluti af ungmennaáætlun ESB, Youth in Action. Þar býðst ungu fólki, 18-30 ára, að vinna sjálfboðaliðastörf erlendis í allt að 12 mánuði. Íslensk samtök, stofnanir og sveitarfélög geta einnig fengið til sín erlendan sjálfboðaliða í ákveðin verkefni. Hægt er að sækja um styrk til Evrópu unga fólksins til að fara sem sjálfboðaliði og að taka á móti sjálfboðaliða. Nánari upplýsingar má finna á www.euf.is) Viltu bætast í hópinn? Verslun í Reykjanesbæ Tæknisveit Sérfræðingur Omnis er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Akranesi og í Borgarnesi. Fyrirtækið starfrækir öflugt þjónustusvið fyrir bæði fyrirtæki og heimili á öllum starfsstöðvum sínum. Einnig rekur Omnis þrjár tölvuverslanir. Starfsmenn í dag eru um 45 talsins. Starfið felst í sölu á tölvu- og tölvuvörum ásamt þjónustu við viðskiptavini Símans. HÆFNISKRÖFUR: • Reynsla af sölu- og/eða þjónustustörfum æskileg. • Góð tölvukunnátta ásamt hæfileikum til að tileinka sér nýjungar. • Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund skilyrði. • Geta og vilji til sjálfstæðra vinnubragða. Starfið felst í uppsetningu á ljósneti Símans og tækniþjónustu við heimili og fyrirtæki. HÆFNISKRÖFUR: • Skilningur og þekking á tölvum og tækni. • Færni í lagnavinnu. • Menntun í símvirkjun, rafvirkjun eða rafeindavirkjun er kostur. • Þekking og reynsla af Microsoft stýrikerfum er kostur. • Alþjóðlegar vottanir í upplýsingatækni er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði. Starfsstöð verður í Reykjanesbæ. Starfið felst í þjónustu við upplýsingakerfi viðskiptavina Omnis HÆFNISKRÖFUR: • MCSA, MCSE, MCITP og Cisco þekking æskileg. • Mikil þekking og reynsla af rekstri á Windows Serverum og lausnum frá Microsoft, linux þekking er kostur. • Reynsla af rekstri MSSQL gagangrunna er kostur. • Reynsla af rekstri Microsoft Exchange er kostur. • Reynsla af rekstri Microsoft Sharepoint er kostur. • Alþjóðlegar vottanir í upplýsingatækni er kostur. • Reynsla af rekstri sýndarveruleikalausna er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði. Starfsstöð verður í Reykjanesbæ. Umsóknir um áðurnefnd störf ásamt ferliskrá og kynningarbréfi þurfa að berast fyrir 15. janúar í atvinna@omnis.is. www.omnis.isAkranesi Dalbraut 1 Borgarnesi Borgarbraut 61 ReykjanesbæTjarnargötu 7 ReykjavíkÁrmúla 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.