Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR20 Metfjöldi far- þega á Kefla- víkurflugvelli í fyrra 18,5% aukningu spáð á næsta ári – 7,7% umferðaraukn- ing í íslenska flug- stjórnarsvæðinu Árið 2013 var enn eitt me tár i ð í umferð á Keflavíkurflugvelli. Alls fóru 2.751.743 farþegar um flug- völlinn á árinu eða 15,6% fleiri en árið 2012 sem einn- ig var metár með 12,7% heildaraukningu. Desember var stærsti jólamánuðurinn til þessa á Keflavíkurflugvelli með 30,1% farþegaaukningu milli ára. Farþegar á leið til og frá landinu voru alls 2.281.968 árið 2013 sem er 14,8% aukning frá árinu á undan og skiptifarþegar, sem hafa viðdvöl á flugvellinum á leið milli Evrópu og Ameríku, voru alls 469.775 sem er 19,66% aukning. Útlit er fyrir að farþegum um Keflavíkurflugvöll muni enn fjölga um 18,5% á þessu ári og eru umtalsverðar endurbætur ráðgerðar á Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar til þess að auka af- kastagetu og þægindi flugfar- þega. 7,7% aukning á flug- stjórnarsvæðinu Nýtt met var einnig slegið í fjölda flugvéla sem fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið á liðnu ári. Alls flugu 116.326 flugvélar um svæðið og er það 7,7% aukning frá fyrra ári. Fjölgunina má rekja til auk- innar flugumferðar á leiðum yfir Atlantshaf og Norðurheim- skaut ásamt legu háloftavinda sem nýtast flugumferð. Íslenska flugstjórnarsvæðið er um 5,4 milljónir ferkílómetra að stærð og eitt hið stærsta í heimi. Það nær frá Norðurpóli, suður fyrir Ísland, yfir Græn- land og austur undir Svalbarða og Noreg og er af svipaðri stærð og allur landmassi Evrópu utan Rússlands. Isavia veitir flugleið- söguþjónustu innan svæðisins frá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og fjarskiptastöðinni í Gufunesi. Árangursríkt markaðsstarf Isavia og aðrir ferðaþjón- ustuaðilar halda uppi öflugu markaðsstarfi og landkynn- ingu sem skilað hefur miklum árangri með umtalsvert aukinni ferðatíðni og fjölgun flugfélaga á Keflavíkurflugvelli. Isavia leggur áherslu á aukna ferða- tíðni allt árið og bætta nýtingu flugvallarmannvirkja utan há- annatíma. Mikill vöxtur sem orðið hefur yfir vetrarmánuð- ina fellur vel að markmiðum félagsins. Húsasmiðjan vill ráða starfsmann í timburafgreiðslu fyrirtækisins í Reykjanesbæ Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst Ábyrgðarsvið • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Tilboðsgerð og leiðbeiningar við almennar byggingaframkvæmdir • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Mjög góð alhliða þekking á timbri og öðru byggingaefni • Lyftararéttindi kostur • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Samskiptahæfni • Íslenskukunnátta (tala og skrifa) • Æskilegur aldur 30 + hluti af Bygma Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956 Húsasmiðjan leitaR að öflUgUm liðsmanni Umsóknir berist fyrir 19. janúar n.k. til guðrúnar Kristinsdóttur gudrunk@husa.is öllum umsóknum verður svarað metnaður Þjónustulund sérþekking Áreiðanleiki liðsheild Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi: Það var fjölmennt á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ á mánudag. Árleg þrettándahátíð var haldin við Hafnar- götuna þar sem fjöldi fólks safnaðist saman ásamt kynjaverum ýmis- konar. Engin brenna var að þessu sinni en flug- eldasýning Björgunar- sveitarinnar Suðurnes var með glæsilegasta móti. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir- þrettándagleðinni. Þrettándagleði í Reykjanesbæ -mannlíf

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.