Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 27 Öll þekkjum við söluna á Hita- veitu Suðurnesja, dapurlegustu pólit- ísku mistök sem gerð hafa verið á Suður- nesjum og víðar. Nú er sagan að endur- taka sig. HS Veitur er verið að selja, svo langt sem lög leyfa. Bæjarfulltrúar svikið gefin loforð Skoðum það nánar hvernig bæjarfull- trúar á Suðurnesjum hafa ráðstafað HS Orku og HS Veitum, fjöreggi okkar allra og svikið gefin loforð. • Árið 2003 byrjar Reykjanesbær að selja fasteignir sínar. Fljótlega koma fram áhyggjur um að ráðandi hlutur í Hitaveitunni verði einnig seldur. Bæjarfulltrúar meirihlutans í Reykja- nesbæ stíga fram og fullvissa íbúana um að ekki standi til að selja hlutinn í Hitaveitunni. • Árið 2007 byrjar Reykjanesbær að selja hlutinn í Hitaveitunni. Íbúum sagt að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur þar sem bærinn muni áfram eiga ráðandi hlut í Hitaveitunni. Hin sveitarfélögin selja sína hluti. Íbúar ekki spurðir álits. • Árið 2009 Reykjanesbær selur allan hlutinn í Hitaveitunni. • Árið 2010 Magma Energy, kanad- ískt fyrirtæki orðið eigandi að Hita- veitunni. Salan á HS var m.a. réttlætt með því að dreifikerfið yrði áfram í eigu sveitarfélaganna undir nafninu HS Veitur. Skoðum það nánar: • Árið 2008 HS Veitur stofnað. Í eigu sveitarfélaganna, Hafnarfjarðar og Orkuveitu Reykjavíkur. • Árið 2013 Reykjanesbær byrjar að selja hlutinn í HS Veitum til Ursusar, félags í einkaeigu. Hin sveitarfélögin á Suðurnesjum fylgja á eftir. Orkuveita Reykjavíkur hyggst einnig selja hlutinn til Ur- susar. Samfylking í Reykjanesbæ á móti sölu. Meirihluti Samfylkingar og VG í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafnar sölu á hlut bæjarins. Farið á bak við lög um veitufyrirtæki Í lögum um veitufyrirtæki er kveðið á um að þau verði að vera að lágmarki í 51% eigu opinberra aðila. Þetta ákvæði er því miður ekki trygging fyrir því að hluthafar geti gert með sér samkomulag um að ákvörðunarvaldið verði á endanum í höndum einkaaðilans, í þessu til- felli Ursusar. Margt bendir til þess að það sé einmitt ætlunin hvað varðar HS Veitur. Þessu neita bæjarfulltrúar en þeir hafa neitað ýmsu áður, eins og sjá má hér að ofan. Eigum við að treysta því að meirihlutavaldið í HS Veitum verði áfram hjá Reykja- nesbæ, alveg eins og við treystum því að meirihlutinn í Hitaveitunni yrði aldrei seldur? Það er harla ólíklegt að einkaaðili vilji leggja í svo stóra fjárfestingu nema tryggt sé að hann hafi afgerandi ákvörðunarvald í fyrirtækinu. Sala HS vakið undrun erlendis Þess má geta hér að árið 2010 átti ég fund með bandarískum öldunga- deildarþingmanni sem er jafnframt sérfræðingur í orkumálum í Banda- ríkjunum. Salan á HS bar þar á góma. Fullyrti hann að sala, á opinberu orkufyrirtæki í grunnþjónustu, til einkaaðila hefði aldrei fengið hljóm- grunn þar vestra. Það er athyglisvert í sjálfu mekka kapítalismans. Almannahagsmunum fórnað Ég fullyrði að mikill meirihluti íbúa á Suðurnesjum hefur frá upp- hafi verið andsnúinn þessum van- hugsuðu gjörningum bæjarfulltrúa. Undirskriftarlistar gegn sölu voru hundsaðir og íbúar aldrei spurðir álits. Orðið íbúalýðræði hefur aldrei náð lengra en í kosningabæklinginn. HS Orka og HS Veitur eru fyrirtæki sem veita grunnþjónustu, sem eng- inn getur verið án og samkeppni er engin, eins og í sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni. Þessi fyrirtæki voru stofnuð af sveitarfélögunum, í eigu þeirra og þar með íbúanna. Þau átti aldrei að selja. Hagnaður HS Veitna, eftir skatta, fyrir árið 2012 var 442 milljónir. Í ársreikningi kemur fram að fjárhagsstaðan sé sterk og horfur góðar. Hvers vegna þarf að selja svona gott fyrirtæki í eigu al- mennings? Almannahagsmunum hefur verið fórnað á altari skamm- tímagróða. Birgir Þórarinsson -póstkassinn pósturu vf@vf.is n Birgir Þórarinsson skrifar: Almannahagsmunum fórnað FÉLAGSFUNDUR Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisokksins í Reykjanesbæ boðar til félagsfundar  mmtudaginn 16. janúar nk. kl. 20.00.   Fundurinn fer fram í sjálfstæðishúsinu í Njarðvík að Hólagötu 15. Dagskrá fundarins: Lögð fram tillaga stjórnar um fyrirkomulag vegna vals á framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningar 2014. Athugið að einungis fulltrúaráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum. FÉLAGS- OG FAGGREINAFUNDUR verður haldinn í Krossmóa 4 Reykjanesbæ fimmtudaginn 9. janúar kl:20.00 Dagskrá fundarins: Kynning á nýgerðum kjarasamningi. Önnur mál. Kaffiveitingar Stjórnin JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ ÞAKKA FYRIR SIG! Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Skyrgámi samstarfið í desember. Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.