Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Page 29

Víkurfréttir - 09.01.2014, Page 29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 29 Burt með sykurpúkann! Sennilega ertu búin að borða aðeins of mikið af sykri síðustu vikur og þarft að hafa helling fyrir því að kom- ast í gegnum daginn án þess að freistast í leyfarnar af konfektinu eða sætmeti hér og þar. Óstjórnleg sykurlöngun er eitthvað sem margir glíma við daglega en það er mikilvægt fyrir heilsu okkar að hafa þetta í jafnvægi og láta ekki einhver vanabindandi efni stjórna líðan okkar. Vissu- lega allt í góðu að fá sér eitthvað sætt við og við svona á tyllidögum en nú er það bara harkan sex og eina vitið að koma líkamanum aftur í jafnvægi eftir allt sykurátið. Hér eru nokkrar leiðir til að komast út úr sykurvítahringnum svo þú getir átt sætari ár framundan;) • Byrjaðu daginn á próteinríkri máltíð með góðri fitu. T.d. eggjahræru með kókósolíu eða ólífuolíu, eða næringarríkan hristing. • Borðaðu reglulega yfir daginn. Ég veit þú veist þetta en það skiptir bara svo miklu máli að hafa þetta á tæru upp á að halda orku og blóðsykri stöðugum. Hentar mörgum að hafa 3 aðal máltíðir og 2 holla millibita. • Bættu í fæðuna þína heilnæmum kryddum sem slá á sykurlöngun og gefa náttúrulega sætu eins og kanil, kardimommur, múskat, negul og vanillu. • Hreyfðu þig! Hvaða hreyfing sem er mun auka orkuna þína, minnka streitu og draga úr löngun í sætindi. • Núllstilltu líkamann með nokkra daga hreinsun á léttu, hreinu og fersku mataræði. • Passaðu upp á að fá nægileg vítamín hvort heldur úr fæðunni eða í formi bætiefna eins og omega 3 fitur, fjölvítamín/steinefni, D3 vítamín. Annað sem er gott til að stilla blóðsykur og sykurlöngun er t.d. króm, grænt te, magnesíum, spirulina, lakkrísrótar tuggutöflur (DGL) og trefjar eins og husk. • Fáðu nægilegan svefn en þegar við erum vansvefta eykst löngun okkar í sætindi og kolvetni. • Ekki skipta yfir í gervisætuefni eins og aspartam og acesulfame-k heldur notaðu frekar lágkolvetna sætu efni eins og xylitol, erythriol, stevíu og súkkulaði sætt með maltitoli. • Þegar sykurlöngunin gerir vart við sig, gríptu þá epli með lífrænu hnetusmjöri eða fáðu þér t.d. nokkrar hnetur og 1-2 döðlur. Lífrænt dökkt 70-85% súkkulaði er líka gott svona spari til að slá á sykur löngunina. • Lærðu að lesa utan á pakkningar til að sniðganga inntöku á földum sykri. • Finndu út hvað veldur þessari viðvarandi sykur löngun hjá þér og taktu skref í að vinna í sjálfri/ sjálfum þér ef orsökin er tilfinningalegs eðlis. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR - viðtal Í upphafi hvers árs þegar jólahátíð-inni lýkur hugsa margir sér til hreyfings og bættrar heilsu. Sagt er að nú skuli skrefið tekið til fulls til þess að koma sér í betra líkamlegt og ekki síður andlegt form. Hjá Sport- húsinu á Ásbrú hafa verið gerðar töluverðar breytingar innanhúss til að bæta aðstöðu enn frekar fyrir viðskiptavini. „Við hjá Sporthúsinu höfum lagt okkar af mörkum til þess að fólk geti stundað heilsurækt sína af kappi í aðstöðu sem við teljum vera orðna eina þá bestu á landinu, enda á Suðurnesjafólk skilið að rækta líkama og sál í toppaðstöðu,“ segir Ari Elías- son, framkvæmdastjóri Sporthússins í Reykjanesbæ. Góð hvatning frá viðskiptavinum Gríðarlega góð stemning hafi skapast í stöðinni frá upphafi, þótt hún sé ekki nema rétt rúmlega ársgömul. „Þau um- mæli frá fólkinu okkar um að andrúms- loftið, snyrtimennskan, hreinlætið, framboð á tímum og námskeiðum séu til fyrirmyndar hlýjar okkur um hjarta- rætur og hvetja okkur enn frekar til að halda ótrauð áfram á þeirri braut sem við lögðum upp með. Við höfum viljað veita góða þjónustu, snyrtilega og hlý- lega stöð með góðri stemningu. Hún kemur með fólkinu og það skapar and- rúmsloftið,“ segir Ari. Glæný tæki Meðal breytinga sem ráðist var í sl.haust nefnir Ari splunkunýjan spinningsal með glæsilegu ljósa-„showi“ í takt við tónlistina, nýja og bætta barnagæslu og nýjan teygjusal, ásamt glæsilegum og endurgerðum Crossfit-sal. Að sama skapi var farið út í talsverðar fjárfest- ingar síðastliðið vor þegar pantaður var nýr tækjabúnaður frá Technogym á Ítalíu sem Ari segir að sé stærsti og jafn- framt þekktasti framleiðandi líkams- ræktartækja í heiminum í dag. „Tækin frá Technogym eru þekkt fyrir gæði, hönnun og útlit og skora nánast undan- tekningalaust best allra í samanburði á líkamsræktartækjum. Ekki má gleyma þeim tækja- og búnaðarkaupum sem áttu sér stað þegar við hófum sjálf að reka Crossfit-stöð undir nafninu Cross- fit Suðurnes. Sá búnaður kemur að miklu leyti frá Rouge í Bandaríkjunum, þekktasta framleiðanda Crossfit-bún- aðar í heiminum í dag.“ Aðgangur að báðum stöðvum Allur þessi tækjabúnaður var tekinn í notkun í október og nóvember síðast- liðnum. „Það má því segja að þeir sem stunda heilsu- og líkamsrækt í Sport- húsinu fái allt það besta sem völ er á í heiminum í dag,“ segir Ari og bætir við að í Sporthúsinu í Kópavogi hafi á sama tíma verið ráðist í stærstu fram- kvæmdir og fjárfestingar frá upphafi þegar megnið af tækjasal og upphit- unarlínu voru endurnýjuð með tækjum frá Technogym. Þess má geta að við- skiptavinir Sporthússins fá aðgang að báðum stöðvum fyrir eitt verð. Starfsfólkið helsti styrkleikinn „Einn helsta styrkleika Sporthúss- ins tel ég þó vera starfsfólkið sjálft en innan veggja þess eru á fimmta tug starfsmanna, hæfileikaríkir þjálfarar og kennarar ásamt starfsmönnum í móttöku, við ræstingar og barnagæslu og hefur starfsandinn verið gríðarlega góður allt frá upphafi,“ segir Ari. Mark- mið Sporthússins sé að bjóða upp á framúrskarandi aðstöðu til æfinga og líkamsræktar. Jákvætt og gott viðmót Áherslan er lögð á jákvætt og gott við- mót til viðskiptavinarins, tækjabúnaður sé ávallt í lagi og gert við svo fljótt sem unnt er þegar eitthvað bregst. Einnig séu þrif tíð og góð svo stöðin sé ávallt snyrtileg. Með þessu er lögð áhersla á jákvæða upplifun viðskiptavinarins. „Við hvetjum því alla til að kíkja við hjá okkur í Sporthúsinu og skoða aðstöð- una, prófa tíma og ræða við ráðgjafa okkar um hvers er leitað að og hvers er vænst. Við munum alveg örugglega finna eitthvað við þitt hæfi eins og slag- orð okkar segir „Sporthúsið, heilsurækt fyrir alla.“ Fólkið skapar stemninguna n Sporthúsið byrjar nýtt ár af krafti: Íbúðalánasjóður auglýsir eignir til leigu á fasteignir.is og mbl.is undir leiga. Áhugasömum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur á vef Íbúðalánasjóðs. ils.is/leiga Hvernig sæki ég um leigueign hjá Íbúðalánasjóði? www.ils.is | Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími: 569 6900, 800 6969 Sólrisuhátíð 2014 Félag eldri borgara á Suðurnesjum og Kvenfélagið Hvöt halda Sólrisuhátíð sunnudaginn 12. janúar kl. 15:00 í Samkomuhúsinu Sandgerði. Fyrir Sólrisuhátíðina er messa kl. 14:00 í Safnaðarheimilinu Sandgerði. Prestur séra Sigurður Grétar Sigurðsson. Eldri borgarar hvattir til að mæta.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.