Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 30
-íþróttir pósturu eythor@vf.is Ár Ástrósar Það væri ekki orðum aukið ef kalla mætti árið 2013 ár taek- wondo á Suðurnesjum. Keflvíkingar unnu nánast allt sem í boði var í þeirri grein hérlendis, og náðu auk þess frábærum árangri erlendis. Teakwondofólk ársins á Íslandi kom frá fé- laginu annað árið í röð. Þar var á meðal hin 14 ára Ástrós Brynjarsdóttir sem einnig hlaut nafn- b ót ina Íþrótt a- maður Reykjanes- bæjar. Ástrós vann til 19 gullverðlauna á árinu, flest þeirra í fullorðinsflokki þrátt fyrir að vera ung að árum. Ástrós varð m.a. Norðurlandameistari á árinu. Það liggur ljóst fyrir að hér er á ferðinni ein efnilegasta íþróttakona landsins. Stóru titlarnir á sínum stað Körfuboltinn á sérstakan stað í hjörtum Suðurnesjamanna, því verður ekki neitað. Stærstu titlar ársins féllu Suður- nesjaliðum í skaut, en Grindvíkingar urðu Íslandsmeistarar karla á meðan Keflvíkingar hömpuðu Íslands- og bikar- meistaratitlum í kvennaflokki. Yngri flokkar sópa líka að sér verðlaunum í körfunni og má segja að ennþá séu yfirburðir Suðurnesjanna augljósir þegar kemur að körfubolta. Kristján aftur í Bítlabæinn - ótrúlegur endasprettur Það vakti mikla athygli þegar Zoran Ljubicic var látinn taka poka sinn og Kristján Guðmundsson tók við stjórnar- taumum hjá Keflvíkingum í fótbolt- anum. Undir stjórn Kristjáns náði liðið að bjarga sér eftirminnilega frá falli. Kristján tók við liðinu þann 24. júní, en fyrst um sinn gekk brösuglega. Eftir sigur í fyrsta leik komu fjórir tapleikir í röð hjá Keflvíkingum. Það var svo undir lokin sem stigin söfnuðust upp á töflunni. Frá 7. ágúst náðu Keflvíkingar að vinna sér inn 17 af þeim 20 stigum sem liðið nældi í undir stjórn Kristjáns. Fyrsti Íslandsmeistarinn í áhaldafimleikum Fimleikadeild Keflavíkur eignaðist sinn fyrsta Íslands- meistara í áhaldafimleikum á árinu en Lilja Björk Ólafsdóttir varð Íslandsmeistari í 2. þrepi, 14 ára og eldri. Hún var með hæstu einkunn á tvíslá og í gólfæfingum. Hörður hrökk í gang Framherjinn Hörður Sveinsson gekk aftur til liðs við Keflvík- inga eftir veru hjá Valsmönnum. Hann fann markaskóna sína á haustmán- uðum og átti stóran þátt í því að tryggja veru Keflvíkinga í efstu deild. Körfuboltaparið í Grindavík Árið var gott fyrir skötuhjúin Jóhann Árna Ólafsson og Petrúnellu Skúladóttur í Grindavík. Jóhann varð Íslands- meistari í körfubolta með Grindvíkingum annað árið í röð og Petrúnella stóð sig frábærlega með A-landsliði Íslands á árinu og Grindavíkurliðinu. Þau Jóhann og Petrúnella voru svo kjörin íþróttafólk Grindavíkur með töluverðum yfirburðum. Sigrar í sundinu Sunddeild ÍRB sýndi mátt sinn og megin á árinu en þetta unga og efnilega lið er smátt og smátt að verða að stórveldi í sundíþróttinni. Íris Ósk Hilmarsdóttir vann gull á Norður- landamótinu annað árið í röð en nánast ómögulegt er að telja upp einstaka sundmenn sem skara fram úr í Reykjanesbæ, svo miklir hæfileikar eru innan raða ÍRB liðsins. Titlar ÍRB á árinu: Íslandsmeistarar á Aldursflokkameistaramóti, flest verðlaun á Unglingameistarmóti Íslands, flest verðlaun á Ís- landsmeistarmót í 25m laug. Bikarmeistarar kvenna í 1. og 2. deild og annað sæti í bikarkeppni karla.Flestir sundmenn í öllum unglingalandsliðum. Ásmundur tvöfaldur Íslandsmeistari Knapinn Ásmundur Ernir Snorrason var valinn íþrótta- maður Mána 2013. Ásmundur náði mjög góðum árangri á árinu og þar má helst telja að hann varð tvöfaldur Íslands- meistari á Íslandsmótinu sem haldið var á Akureyri í sumar. Pálína til Grindavíkur Besta körfuknattleikskona landsins undanfarin ár, Pálína Gunnlaugsdóttir, ákvað að yfirgefa Keflvíkinga á árinu. Hún gekk til liðs við nágrannana í Grindavík þar sem hún sóttist eftir nýrri áskorun eftir að hafa unnið fjölda titla með Kefl- víkingum á undanförnum árum. Heimkoma Loga Logi Gunnarsson ákvað að leika með Njarðvíkingum að nýju eftir áralanga dvöl í atvinnumennsku í körfuboltanum. Logi var eftirsóttur af liðum Domino’s deildarinnar en að lokum var það hjartað sem réði för, en Logi er borinn og barnfæddur Njarðvíkingur. Hann hefur ásamt Elvari Má Friðrikssyni myndað eitrað tvíeiki í Ljónagryfjunni. Holtaskóli vann Skólahreysti þriðja árið í röð - magnað met Elvu Holtaskóli sigraði þriðja árið í röð í Skólahreysti. Holtaskóli hlaut 53 stig og verður að segjast að um magnaðan árangur er að ræða hjá skólanum. Myllubakkaskóli keppti einnig í úrslitum og stóð sig vel, en skólinn endaði í 5. sæti. Elva Lísa Sveinsdóttir úr Njarðvíkurskóla vakti landsathygli þegar hún bætti Íslandsmetið í hreystigreip í riðlakeppni Skólahreysti á árinu. Fyrrum Íslandsmet var 6:28 mínútur en Elva gerði sér lítið fyrir og náði tímanum 11:08 mínútur og bætti því fyrra met verulega. Karen kylfingur á uppleið Það voru engin stórafrek hjá kylfingum á Suðurnesjum en þó má ekki gleyma góðri frammistöðu Karenar Guðna- dóttur, golfkonu úr Golfklúbbi Suðurnesja. Hún var nálægt því að sigra á Nettó-mótinu á Hólmsvelli í Leiru en mótið var hluti af Eimskipsmótaröðinni í golfi, en þar keppa allir bestu kylfingar landsins. Karen sem lék lokahringinn á höggi undir pari tapaði fyrir Valdísi Þóru Jónsdóttur í bráðbana um sigurinn en Valdís hefur verið ein af þremur bestu golfkonum landsins undanfarin ár. Karen er mjög vaxandi kylfingur og er komin niður í 1,6 í forgjöf. Hún komst í fyrsta sinn í verð- launasæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Keflvíkingar í atvinnumennsku Keflvíkingar sendu tvo unga og efnilega stráka í atvinnu- mennsku á árinu. Arnór Ingvi Traustason var kjörinn efni- legasti leikmaður Pepsi deildarinnar og var hann fastamaður í undir 21 árs landsliði Íslands. Hann samdi við sænska liðið Norrköping og verður spennandi að fylgjast með miðju- manninum hæfileikaríka reyna fyrir sér utan landsteinanna. Hinn kornungi og efnilegi Samúel Kári Friðjónsson hefur heldur betur byrjað vel hjá unglingaliði Reading í Englandi og spurning hreinlega hvort kappinn fái tækifæri með aðal- liðinu á nýja árinu. Goðsögn óð yfir lækinn Það er óhætt að segja að Guðmundur Steinarsson sé fyrir allnokkru orðinn goðsögn í lifanda lífi hjá Keflvíkingum enda marka- og leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Það þóttu því óvænt tíðindi þegar markahrókurinn ákvað að söðla um og ganga til liðs við Njarð- víkinga í 2. deildinni í knattspyrnunni í byrjun árs. Guðmundur lék með liðinu í sumar og var auk þess aðstoðarþjálfari. Nú er Guðmundur orðinn aðalþjálfari Njarðvíkinga og líklegt að knattspyrnu- ferli hans sem leikmanns sé lokið. Íþróttaárið 2013 Árið var að vanda blómlegt á Suðurnesjum þegar kom að íþróttum. Fjölmargir einstaklingar og lið unnu til afreka á árinu og er nánast ógerningur að telja öll frækin afrek Suður- nesjamanna á árinu upp hér. Hér verður því farið yfir afrek nokkurra aðila og atburði sem þóttu hvað mest áberandi í íþróttalífinu á Suðurnesjum árið 2013. fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.