Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 13. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR22 Berta er 29 ára Grindavíkurmær. Hún lauk á sínum tíma stúdents- prófi frá FS en hefur síðan komið víða við. Í vor lauk hún Burtfara- prófi frá Söngskólanum í Reykja- vík í klassískum söng og stundar nú söngkennaranám við skólann. Hún er þegar komin með nokkra nemendur og vinnur í hlutastarfi í móttöku Söngskólans. Það hefur verið nóg að gera í söngnum hjá henni en hún hefur einnig verið að semja sína eigin tónlist. Berta vann Söngvakeppni Samsuð í einstakl- ingskeppninni bæði þegar hún var í 9. og 10. bekk. Hún tók einnig þátt í Hjóðnemanum í FS á sínum tíma. Berta var alltaf mikið í kringum mömmu sína í kirkjunni en hún var sóknarprestur í Grindavík. „Ég söng í kirkjukórnum frá því að ég man eftir mér. Sögur segja að ég hafi verið svo ung þegar ég byrjaði að ég hélt stundum á bókunum á hvolfi af því að ég vissi ekki hvernig þetta átti að snúa - kunni ekki að lesa,“ en Berta lærði einnig á blokk- flautu og píanó í tónlistarskólanum í Grindavík sem barn, ásamt því að syngja við hvert tækifæri. Humarhattur og sólblómakjóll Það er ekki eingöngu tónlist sem á hug Bertu en hún hefur lengi verið viðriðin list af ýmsu tagi. 12 ára gömul fór hún á sumarlistanám- skeið á Akureyri. „Þetta voru nokk- urs konar sumarbúðir; fyrir hádegi var myndlist tekin fyrir, eftir há- degi voru sirkuslistir og hönnun. Þar fékk ég mikinn áhuga á að leika með eld og POI - sem eru boltar í bandi sem maður snýr í kringum sig,“ segir Berta. Á menntaskólaár- unum var hún í sirkushópnum, Sirkus Atlantik en hópurinn fór m.a. saman til Svíþjóðar í Works- hop á vegum CircusCirkör og hélt tvær sýningar. „Heima í Grindavík var ég leiðbeinandi á sumarsirkus- námskeiði, sem var einstaklega skemmtilegt.“ Berta hefur komið víðar við í listinni en hún tók þátt í LUNGA (Listahátíð Ungs fólks á Austurlandi) á Seyðisfirði þrjú sumur. Þar keppti hún í hönnunar- keppnum og söng. Fyrsta árið fékk hún verðlaun fyrir frumlegustu hönnunina en þá bjó hún til hatt úr humri. „Módelið mitt bar einungis hattinn í keppninni og var í g- streng, annars var hún bara body- máluð,“ segir Berta sem hefur alla tíð haft mikinn áhuga á að skapa og búa til. Hún tók þátt í Hönnunar- keppni grunnskólanna þar sem hún gerði kjól úr notuðu fiskneti. Í Hönnunarkeppni menntaskólanna hannaði hún svo sólblóma-kjól. Þannig kviknaði sú hugmynd að fara í fatahönnunarnám en það nám stundaði hún á Ítalíu. Þar lauk hún gráðu í fatahönnun frá listahá- skóla í Flórens árið 2005. Ítalska er tungumál tónlistarinnar „Árið á Ítalíu var draumi líkast og ég kolféll fyrir landi og þjóð. Þegar ég kom heim eftir það ævintýri ákvað ég að stúdera tungumálið enn frekar af því að ég vissi, og veit, að ég mun fara þangað aftur,“ því lærði hún ítölsku með listfræði sem aukagrein í Háskóla Íslands eftir dvölina á Ítalíu. Hún hefur nýtt ít- ölskuna vel en á sumrin hefur hún starfað sem leiðsögumaður fyrir ítalska ferðamenn. Einnig nýtist tungumálið vel í tónlistarnáminu, bæði er tungumál tónfræðinnar helst til ítalska og svo er mikið af aríum og óperum á ítölsku. Það er ekki bara ítalskan sem kemur sér vel. Berta er dugleg að sauma og nýta föt í hönnun sína. „Á útskriftardeginum mínum frá Háskóla Íslands var ég í eigin hönnun. Kjóllinn var saumaður úr gömlu IKEA sængurveri og hlýr- ana prjónaði ég úr götóttum sokka- buxum, blankur neminn reddar sér. Ættingjar hafa stundum látið mig hafa poka með gömlum fötum eða efnum sem ég hef nýtt, lagað til og gengið í sjálf,“ segir hönnuður- inn Berta. Kosta Ríka er algjör paradís Þegar Berta var unglingur langaði hana að fara og skoða heiminn sem skiptinemi. „Þetta var stór draumur í mínu lífi að fara út sem skiptinemi. For- -viðtalið Fjöllistakonan Grindvíkingurinn Berta Ómarsdóttir er skapandi söngkona BERTA ÓMARSDÓTTIR hefur allt frá barnæsku verið syngjandi og skapandi. Hún var vön að standa uppi á stól svo að hún næði örugglega athygli allra en henni hefur aldrei leiðst athyglin að eigin sögn. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur lært fatahönnun, söng og ítölsku. Ung að árum fór hún sem skiptinemi til Kosta Ríka þar sem hún kynntist framandi menningu. Það má með sanni segja að Berta sé skapandi og ævintýragjörn ung kona. Þetta var stór draumur í mínu lífi að fara út sem skiptinemi. Foreldrar mínir voru ekki eins spenntir og þau héldu eins lengi í mig og þau gátu. Sumarið 2012 söng Berta á fernum tónleikum ásamt Bergþóri Páls- syni, Garðari Thor Cortes og Aðalheiði Þorsteinsdóttur fyrir austan. Þar var frumflutt tríó eftir Bertu sem hún samdi við ljóð ömmu sinnar, Oddnýjar Aðalbjörgu. Berta við heimili sitt á Kosta Ríka. Þaðan á hún frábærar minningar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.