Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. mars 2014 23 Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18 Gólfefni á góðu verði Lon-Italia grágræn 60x60 cm 3.490pr.m2 Náttúrusteins mósaik MIKIÐ ÚRVAL Comfort line plastparket, Eik 121,5x194 mm 1.575 kr. m2 NG-Kutahya Orient Anthrazite 33x66cm 3.990 kr. m2 Hágæða glerhleðslusteinn GLASSBLOCK Champion flísar, mikið úrval og litir. Verð frá 2.900 pr. m2 VITRA 10x30 cm flísar Náttúrusteinn / Mósaík Weber.tec 822 Rakakvoða 8 kg kr. 7.890 Weber.xerm. 850 BlueCom- fort C2TE kr. 2.790 Weber.Fug 870 Fúga 1-6 mm CG1 5 kg kr. 1.690 pósturu vf@vf.is eldrar mínir voru ekki eins spenntir og þau héldu eins lengi í mig og þau gátu. Ég fór út þegar ég var 17 ára en planið var að fara þegar ég var 15 ára,“ segir Berta og hlær. Kosta Ríka í Mið-Ameríku varð fyrir val- inu en Berta segir staðinn vera al- gjöra paradís. Hún bjó í litlum bæ í fjöllum Kosta Ríka þar sem hita- stigið er í kringum 40 gráður allan ársins hring. „Ég bjó fyrst um sinn hjá mjög brotinni fjölskyldu. Næst elsta dótt- irin á heimilinu átti tvö börn með giftum manni; það gjörsamlega rústaði fjölskyldunni. Í þessu kaþ- ólska samfélagi var litið á þetta sem mikla skömm, og öll fjölskyldan var á leiðinni til helvítis. Á hverjum morgni kom bænahópur frá kirkj- unni inn á heimilið til að reyna að hreinsa fjölskylduna af þessari hræðilegu synd.“ Berta var hjá fjöl- skyldunni fyrstu níu mánuðina en þá fékk hún flutning til vinafólks sem hún var búin að mynda góð tengsl við. Þar var fremur þröngt á þingi en Berta deildi rúmi með annarri stúlku. „Við vorum átta á heimili en aðeins fjögur einbreið rúm. Við þvoðum okkur öll upp úr sama vatninu úr bala á hverjum morgni og klósettpappírinn fór í ruslafötu eftir notkun.“ Berta sigraði enn eina söngva- keppnina innan skólans í Kosta Ríka er hún söng spænskan texta við lagið Zombie, eftir Cranber- ries. Hún og þýsk vinkona hennar bjuggu til textann sjálfar út frá eigin reynslu af landinu. „Vinir mínir og fjölskylda í Kosta Ríka fóru mjög oft með mig á karaokebari og vildu endalaust hlusta á mig syngja sömu lögin. Þau spyrja reglulega á fa- cebook enn í dag hvernig gangi í söngnum og hvenær þau fái að sjá mig syngja á stóru sviði í sjónvarp- inu. Styðja mig heilshugar í tón- listinni,“ segir Berta sem á augljós- lega hlýjar minningar frá dvölinni í Mið-Ameríku. Samdi tónlist við ljóð ömmu sinnar Nóg er framundan hjá Bertu þegar kemur að tónlistinni en í mars mun hún m.a. halda einsöngstónleika ásamt Sigurði Helga píanóleikara í Grindavík. Flutt verða íslensk sönglög um hafið. Jólavertíðin var annasöm hjá Bertu bæði hvað varðar kórastarf og einsöng. Þar söng hún m.a. allar helgar í Viðey fyrir matargesti. Í lok janúar var hún með einsöngstónleika í Há- teigskirkju, en hún hefur komið fram um allar tryssur undanfarin ár. „Sumarið 2012 söng ég á fernum tónleikum ásamt Bergþóri Pálssyni, Garðari Thor Cortes og Aðalheiði Þorsteinsdóttur fyrir austan. Þar var frumflutt tríó eftir mig sem ég samdi við ljóð ömmu minnar, Odd- nýjar Aðalbjörgu,“ segir Berta stolt. Hún ætlar sér að elta söngdraum- inn og stefnan er tekin á frekara nám á Ítalíu. „Ég er ævinlega þakklát sjálfri mér að hafa tekið þá ákvörðun að elta drauminn minn um að syngja, það er það skemmti- legasta sem ég geri. Draumurinn er að flytja til Ítalíu næsta haust og fara í mastersnám í klassískum söng við góðan háskóla þar. Ég er búin að fara út að skoða skóla og hitta nokkra kennara en ég á eftir að sækja um og fara í inntökupróf,“ segir söngkonan Berta að lokum. SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA fimmtudagskvöld kl. 21:30 á ÍNN og á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.