Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. mars 2014 27 -mannlíf pósturu eythor@vf.is FORSTÖÐUMAÐUR: Helstu verkefni: • Annast daglegan rekstur, starfsmannahald og stjórnun Fjölsmiðjunnar • Vinna að fjáröflun og öflun nýrra verkefna • Sinna samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, skóla og fræðsluaðila • Móttaka og afgreiðsla umsókna þátttakenda Menntunar- og hæfnikröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla og þekking af starfi með ungu fólki • Skipulags og forystuhæfileikar • Framúrskarandi lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti ATVINNURÁÐGJAFI: Helstu verkefni: • Almenn ráðgjöf og vinnumiðlun • Ráðgjöf við náms- og starfsval • Greining og mat á starfshæfni • Gerð einstaklingsáætlana og markmiðssetninga • Ráðgjöf og eftirfylgd • Skipulagning fræðslustarfs Menntunar- og hæfnikröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af ráðgjöf og/eða vinnumiðlun æskileg • Þekking á námsúrræðum • Þekking á atvinnulífi svæðisins • Framúrskarandi lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð LEIÐBEINENDUR: Helstu verkefni: • Sinna faglegri verkþjálfun, hagnýtri vinnu og framleiðslu • Hafa umsjón með ákveðnum fjölda þátttakenda Fjölsmiðjunnar • Fylgja eftir einstaklingsáætlunum og markmiðssetningum • Aðstoða þátttakendur Fjölsmiðjunnar við að skapa sér ný tækifæri Menntunar- og hæfnikröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • iðn- og tæknimenntun æskileg eða starfs reynsla á þeim vettvangi • Reynsla og þekking af starfi með ungu fólki æskileg • Reynsla af verkstjórn æskileg • Framúrskarandi lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð FJÖLSMIÐJAN Á SUÐURNESJUM Vegna endurskipulagningar á virkniúrræðum ungs fólks á Suðurnesjum, Atvinnutorgs og Fjölsmiðju, auglýsir stjórn Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum lausar til umsóknar stöður forstöðumanns, atvinnuráðgjafa og tveggja leiðbeinenda. ATVINNA Umsóknarfrestur er til 24. mars nk. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið iris.gudmundsdottir@vmst.is. Nánari upplýsingar veita Íris Guðmundsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, í síma 421-8400 og Hera Ósk Einarsdóttir, forstöðumaður hjá fjölskyldu- og félagssviði Reykjanesbæjar, í síma 421-6700. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er sjálfseignarstofnun sem starfrækir verkþjálfunar og námssetur. Fjölsmiðjan er virkniúrræði ungs fólks á Suðurnesjum utan skóla og vinnumarkaðar á aldrinum 16-25 ára. Markmiðið er að bjóða ungu fólki upp á að efla vinnufærni sína og möguleika á starfi á vinnumarkaði eða til náms. Stofnaðilar að Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum eru: LANGAR ÞIG AÐ STARFA Í HÖNNUNARKLASA SUÐURNESJA? Opinn kynningarfundur á Maris, hönnunarklasa Suðurnesja verður haldinn í Eldey frumkvöðlasetri, Grænásbraut 506 á Ásbrú miðvikudaginn 19. mars kl. 14:00. Markmið klasans er að styðja við hönnun á Suðurnesjum og tengja saman þá aðla sem geta notið góðs af samstarfi og vilja leggja sitt af mörkum. Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja á netfangið dagny@heklan.is. Maris.is Magndís Ólafsdóttir, Rán Höskuldsdóttir, Kolbrá Höskuldsdóttir, Ólafur Jóhannesson, Ingimundur Magnússon, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Magnús Magnússon, Jóhanna Hafsteinsdóttir, Svanbjörg K. Magnúsdóttir, Sigurður J. Guðmundsson, Arnar Magnússon, Kristbjörg Eyjólfsdóttir, Dagrún Njóla Magnúsdóttir, Einar S. Sigurðsson, Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir, Ólafur Magni Sverrisson, Björk Magnúsdóttir, Tómas Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi Höskuldur Skarphéðinsson, f.v. skipherra, Kríulandi 8, Garði, lést mánudaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn 14. mars kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnaskóla sjómanna og Landsbjörgu. Keflvíska söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir hefur sent frá sér einstaklega flotta ábreiðu af laginu vinsæla "Titanium" með David Guetta og Sia. Marína setti rólega útgáfu af laginu á Youtube síðu sína þar sem hún syngur bakraddirnar sjálf, sér um upp- töku og masterar lagið án. Marína Ósk er sem stendur í há- skólanámi í djasssöng við Kons- ervatoríuna í Amsterdam og segir um ábreiðuna að „þegar maður á að vera að æfa arpeggíur og gera hljómfræðiverkefni, þá fæðist svona nokkuð.“ Glæsileg ábreiða frá Marínu Flott útgáfa af slagaranum Titanium

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.