Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 28
fimmtudagurinn 13. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR28 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Vel á annað hundrað manns sóttu Golfklúbb Suðurnesja heim í tilefni 50 ára afmælis sem var fagnað með „opnu húsi“ í fé- lagsheimili klúbbsins í Leiru sl. sunnudag. GS varð fimmtugur 4. mars og var stofnaður þann dag 1964. Friðjón Einarsson, formaður GS sagði sögu klúbbsins einstaka og bæri keim af ótrúlegu brautryðj- endastarfi og mikilli sjálfboða- vinnu félaga í hálfa öld. Fimm félagar klúbbsins fengu gull- merki Golfsambands Íslands fyrir góð störf. Þetta voru þau Einar B. Jónsson, vallarstjóri, Gunnar Þórarinsson og Sigurður Garðars- son formenn GS síðasta áratuginn og síðan afrekskylfingarnir Sig- urður Albertsson og Karen Sæv- arsdóttir. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ afhenti fimmmenning- unum gullmerki fyrir ómetanlegan þátt þeirra í starfi og sögu GS. Haukur sagði í ræðu sinni að GS væri búið að vera einn af öflugustu golfklúbbum landsins í hálfa öld og sá klúbbur sem hefði haldið flest mót á vegum Golfsambandsins. Þá hefði klúbburinn einnig verið einn vinsælasti „vina“-klúbbur landsins og verið virkur þátttakandi í þeirri nýbreytni sem kom upp vegna mikillar fjölgunar kylfinga hér á landi. Við þetta tækifæri skrifaði for- maður GS undir afrekssamninga við þrjá unga kylfinga í klúbbnum, þau Laufeyju Jónsdóttur, Róbert Smára Jónsson og Karen Guðna- dóttur. Þá skrifuðu Friðjón Einarsson, for- maður GS og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði undir viljayfir- lýsingu um frekara samstarf. Gunnar Þórarinsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- nesbæjar flutti GS kveðju frá bæjar- félaginu og fór aðeins yfir sögu golfs í Leirunni en Gunnar var formaður klúbbsins í fimm ár. Gunnar kom inn á miklar vinsældir íþróttar- innar og hversu góð aðstaða væri hjá klúbbnum á Hólmsvelli í Leiru. Jóhann B. Magnússon, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar afhenti klúbbnum hornstein til merkis um að Golfklúbbur Suður- nesja væri mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi, sannkallaður hornsteinn í okkar íþróttahéraði. Jóhann sagði að klúbburinn væri orðinn að glæsilegu félagi sem sigldi lygnan sjó með góðri áhöfn, hvort sem litið væri til stjórnar- fólks, félaga, öflugri sveit sjálf- boðaliða, góðu stafsfólki og vildar- vinum. Jóhann nefndi áhugaverðar tölur í starfsemi GS en á síðasta ári voru leiknir yfir 23 þús. golfhringir en það samsvarar fimm og hálfum hring í kringum hnöttinn. Fjölmenni á 50 ára afmæli GS n Golfklúbbur Suðurnesja fagnar hálfrar aldar afmæli: F.v. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands með fimmmeningunum sem fengu gullmerki sam- bandsins, f.v. Sigurður Albertsson, Karen Sævarsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Einar B. Jónsson og Sigurður Garð- arsson. VF-myndir/Páll Orri og pket. 23 þús. golfhringir á Hólmsvelli árið 2013. Samsvarar 5,5 hringjum í kringum hnöttinn! Afrekskylfingarnir Karen Guðnadóttir, Róbert S. Jónsson, Laufey Jónsdóttir með Friðjóni Einarssyni, form. GS og Jóni Inga Ægissyni frá unglingaráði. Margir félagar og velunnarar GS sóttu klúbbinn heim á afmælinu. Karen Sævarsdóttir, mesti afrekskylfingur Íslands tók fyrstu sneiðina af 50 ára risastórri afmælistertunni. Þrír hressir GS-ingar, Hulda og Ibsen Angantýsson á spjalli við Guðmund R. Hallgrímsson, klúbbmeistara GS. Jóhann R. Magnússon form. ÍRB afhenti GS hornstein „í íþróttahéraði“sem Friðjón Einarsson tók við. Páll Orri Pálsson skrifar nafn sitt í gestabókina sem var öðruvísi en mjög frumleg og skemmtileg. Formaður GS og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði skrifuðu undir viljayfirlýsingu að frekara samstarfi Garðs og GS. GS félagar höfðu mikið gaman af gömlum myndum í albúmum og á sjónvarpsskjám, fundargerðum og fleiri munum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.