Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Side 1

Víkurfréttir - 20.03.2014, Side 1
vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 20. MARS 2014 • 11 . TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Nýtt og glæsilegt hjúkr-unarheimili að Nes- völlum í Reykjanesbæ var formlega tekið í notkun 14. mars sl. Í heimilinu eru sex- tíu herbergi á þremur hæðum, nýtískulegt og staðfært að þörfum nútímans. Byggginga- kostnaður var rétt innan við 1500 milljónir en kostnaðar- áætlun var upp á 1550 millj- ónir. „Í svona fallegu og nýju hús- næði ákváðum við að fara með þetta svolítið lengra og í aðra átt en hefðbundin hjúkrunar- heimili eru að gera. Við leggjum mikla áherslu á þátttöku íbúa í daglegu lífi. Morgunverðurinn er framreiddur frá klukkan sex á morgnana til ellefu. Við viljum bara hafa þetta eins og heima hjá okkur. Dagarnir hjá okkur eru misjafnir og við erum mis- upplögð í að gera misjafna hluti. Þannig að við leitum mikið eftir því við íbúana hér hvernig þeir eru vanir að hafa líf sitt og gang dagsins. Við vinnum á heimilum fólksins, það býr ekki á vinnustaðnum okkar,“ segir Hrönn Ljótsdóttir, forstöðu- kona hjúkrunarheimilisins að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Í Víkurfréttum dag er ítarlega fjallað um nýja heimilið að Nes- völlum. Þá er jafnframt um- fangsmikil umfjöllun um Nes- velli í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og vf.is Opnað! Frá opnun hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum í Reykjanesbæ. F.v.: Guðmundur Hallvarðsson , Bergþóra Ólafsdóttir, Árni Sigfússon, Guðrún Pétursdóttir og Kristján Þór Júlíusson. Hjúkrunarheimilið að Nesvöllum staðfært að þörfum nútímans - Ítarleg umfjöllun í blaðinu í dag og í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld. Örfáir nemendur mættir í skólann í verkfallinu: „Núna heyrist í skólabjöllunni“ Tómlegt var um að litast í umhverfi oginnanhúss í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á þriðjudag. Verkfall framhaldsskólakenn- ara hófst á mánudag, fáir starfsmenn voru í skólanum og einungis fimm nemendur. Heba Ingvarsdóttir, skólaritari, sagði frekar tómlegt að koma til vinnu. „Núna heyrist í skólabjöllunni, sem venjulega heyrist varla í fyrir umgangi. Svo hringir hér einn og einn, nemandi eða foreldri, til þess að spyrja hvort það sé verkfall og hversu lengi það mun vara.“ Á bókasafni skólans sátu þrír nemendur og lærðu. Þeir voru sammála um að þeir vildu að kjaradeilur myndu leysast sem fyrst því misserið væri afar dýrmætt og tíminn líka. Magnea Frandsen er á náttúrufræðibraut og kærasti hennar, Bjarki Þór Wíum Sveinsson, á félagsfræðibraut. Páll Karel Kristjáns rýndi í námsbækur í vélstjórnun. Á starfsbraut hittum við Erlu Sif Kristins- dóttur, sem púslaði, og Ívar Egilsson og Stef- anía Guðnadóttir voru einbeitt við sína iðju. Skólameistarinn Kristján Ásmundsson sagðist vonast til þess að nemendur reyni að hitt- ast og halda hópinn þrátt fyrir verkfall. „Það skiptir svo miklu máli, sérstaklega fyrir nem- endur sem standa síður vel, að halda eins mikilli rútínu og hægt er. Að mæta í skólann og hitta félaga sína hefur mjög mikið að segja, ekki bara spjalla saman á Facebook.“ Kristján hvetur nemendur til að huga að náminu því ef verkfall dregst á langinn gæti orðið erfitt að ná upp því sem misst hefur verið úr. Starfsfólk skólans sem blaðamaður ræddi við var á einu máli um að það styður kjarabaráttu kennara en er um leið annt um velferð unga fólksins og vonar að deilur leysist sem fyrst. Bjarki Þór Wíum Sveinsson og Magnea Frandsen.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.