Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is ATVINNA SUNDMIÐSTÖÐ / VATNAVERÖLD Starfssvið: Um er að ræða vaktavinnu við baðvörslu karla, sundlaugarvörslu, afgreiðslu og þrif. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að gangast undir sundpróf og sitja námskeið í skyndihjálp árlega. Góð mannleg samskipti. Reyklaus vinnustaður Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar h‹p://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Ragnar Örn Pétursson íþró‹afulltrúi, ragnar.petursson@reykjanesbaer.is SKÁKKENNSLA Skákkennsla fyrir nemendur í 4. - 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Kennslan fer fram í Myllubakkaskóla á miðvikudögum frá kl. 16.00 - 18.00. Ekkert þá‹tökugjald. LESTRARKEPPNI REYKJANESBÆJAR Minnum á lestrarkeppnina sem stendur yfir til 11. apríl nk. Fjöldi áhugaverðra vinninga í boði m.a. žölskyldukort í Bláa Lónið, ársmiði í Sambíóin og margt fleira. Lí‹u við í Bókasafni Reykjanesbæjar og kynntu þér allt um málið. EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 Sólargötuljós er ný tegund götulýsingar sem byggð er á svokallaðri LED-lýsingu. Fyrir- tækið Ludviksson ehf. í Reykja- nesbæ er umboðsaðili á Íslandi fyrir götuljós sem eru byggð á þessari tækin. Fyrsta LED-götu- ljósið var sett upp í Reykjanesbæ á dögunum þegar starfsmenn frá HS Veitum settu upp ljósakúpul með „sólargötuljósi“ framan við Njarðvíkurbraut 12 í Innri Njarð- vík. Á næstu vikum verða fleiri sólar- götuljós sett upp í Reykjanesbæ en með tilkomu þeirra mun lýsing breytast til muna og appelsínugula ljósmengunin, sem er orðin mjög mikil í dag, hverfa. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar ætlar að gera tilraunir með þessa lýsingu í Reykjanesbæ og verða sett LED-ljós í tíu ljósastaura en ljósin eru væntanleg til landsins á næstu dögum. Ljósin tíu munu duga til að lýsa upp tvær íbúðagötur Guðmundur R Lúðvíksson er um- boðsmaður fyrir LED-ljósin og segist vera búinn að skoða þessi mál í mörg ár. Mikil vakning er að verða í þessa átt um þessar mundir og t.a.m. eru fjölmargar borgir um allan heima að skipta alfarið yfir í þessi LED-ljós. Guðmundur Rúnar segir að með því að skipta út núverandi ljósa- perum og setja LED-perur í stað- inn má ná fram miklum sparnaði í raforkukaupum en LED-ljósin nota aðeins um 20% af þeirri orku sem venjuleg götulýsing notar. Þá er líftími LED-peranna miklu meiri en þekkist úr núverandi lýsingu. Miðað við ljósnotkun á Íslandi má ætla að LED-peran muni endast vel á annan áratug. Eins og fyrr greinir ætlar umhverf- is- og skipulagssvið Reykjanesbæjar að gera tilraunir með þessa tegund lýsingar. Til að önnur bæjarfélög á Suðurnesjum geti kynnt sér kosti LED-lýsingar sem best þá býður Ludviksson ehf. sveitarfélögum 20 ljósa pakka á sérstöku verði ef þau hafa áhuga á að gera prufu í sínu sveitarfélagi. Guðmundur segir að auk sólar- götulýsingar sé fyrirtæki hans einnig að bjóða lausnir í garðlýs- ingu og fyrir sumarbústaði. Þá sé einnig hægt að fá lausnir fyrir staka ljósastaura sem eru knúnir áfram með rafhlöðum sem endast í yfir fimm ár. Þeir sem vilja kynna sér sólargötuljós geta skoðað vefinn www.ledljos.com. Fyrsta LED-götuljósið í Reykjanesbæ - Reykjanesbær setur upp tilraunalýsingu í 10 staurum Hér má sjá hvernig ljósið úr ljósastaur með LED-lýsingu er í samanburði við hefðbundnu appelsínugulu lýsinguna sem við þekkjum. Myndin er tekin á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við Uni- ted Silicon hf. um raforkuflutn- inga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016. United Silicon hf er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frum- kvæði að því að setja upp nýja kísil- málmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskipta- vina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélag- ið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulags- stofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuaf- hending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilvers- ins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrir- vara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefj- ist við Suðurnesjalínu 2, sem gjör- breytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guð- mundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þús- und tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við megin- flutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna. n Mikilvægur áfangi í áformum um byggingu kísilvers: Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Frá undirskrift samnings Landsnets og United Silikon í morgun. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon og Auðunn Helgason, stjórnarmaður hjá United Silikon. Ljósmynd: Landsnet/Hreinn Magnússon

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.