Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 - NESVELLIR // NÝTT HJÚKRUNARHEIMILI Í REYKJANESBÆ Nýtt og glæsilegt hjúkrunar-heimili að Nesvöllum í Reykjanesbæ var formlega tekið í notkun 14. mars sl. Í heimilinu eru sextíu herbergi á þremur hæðum, nýtískulegt og staðfært að þörfum nútímans. Byggginga- kostnaður var rétt innan við 1500 milljónir en kostnaðaráætlun var upp á 1550. Við hönnun hjúkrunarheimilisins var lögð áhersla á litlar hjúkrunar- einingar með rúmgóðu einkarými fyrir hvern og einn auk sameigin- Glæsilegt hjúkrunarheimili opnað að Nesvöllum Árni Sigfússon, bæjarstjóri afhenti Pétri Magnússyni, forstjóra Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttur, forstöðukonu Nesvalla, lykilinn að heimilinu. Opnað! Klippt á borða við opnun hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum. F.v.: Guðrún Pétursdóttir,Guðmundur Hallvarðsson, Árni Sigfússon, Kristján Þór Júlíusson og Bergþóra Ólafsdóttir. Hrönn, þetta er glæsilegt heimili hérna. Erum við að tala um aðra hugmyndafræði en hefur þekkst almennt á hjúkrunarheimilum? Já, við erum að gera það sama og á Hrafnistu í Kópavogi þegar við opnuðum þar fyrir fjórum árum. Í svona fallegu og nýju húsnæði ákváðum við að fara með þetta svo- lítið lengra og í aðra átt en hefð- bundin hjúkrunarheimili eru að gera. Við leggjum mikla áherslu á þátttöku íbúa í daglegu lífi. Morgunverðurinn er framreiddur frá klukkan sex á morgnana til ellefu. Starfsmenn og íbúar borða saman og hér ganga starfsmenn ekki um í hefðbundnum sjúkra- húsfatnaði, heldur sínum eigin fatnaði. Við erum með svipaða mönnun á morgnana, kvöldin og um helgar. Þannig að við erum að fara út úr þessu regluverki sem er á spítölunum og hjúkrunarheimilin hafa mikið unnið eftir. Við viljum bara hafa þetta eins og heima hjá okkur. Dagarnir hjá okkur eru mis- jafnir og við erum misupplögð í að gera misjafna hluti. Þannig að við leitum mikið eftir því við íbúana hér hvernig þeir eru vanir að hafa líf sitt og gang dagsins. Við vinnum á heimilum fólksins, það býr ekki á vinnustaðnum okkar. Ætli það sé ekki megináherslumunurinn. Hvernig er svona almennt ástand fólksins sem er að flytja hérna inn? Flestir sem flytja á hjúkrunarheim- ili í dag eru orðnir mjög lasnir. Það er bara þannig að til þess að komast inn á hjúkrunarheimili þarf til þess mat hjá færni- og heilsunefnd. Þá ertu orðinn töluvert mikið veikur. En það er ekki þar með sagt að þú getir ekki tekið þátt í lífinu. En að taka þátt í dalegu lífi getur t.d. falist í því að heyra þvottavélina vinda og skarkalann í eldhúsinu. Þess vegna erum við með allt hérna opið. Það fer hér allt fram við hliðina á þér þótt þú sért orðinn veikur. Leggst þetta vel í þig? Já já, ég gerði þetta fyrir fjórum árum í Kópavogi og það gett ótrú- lega vel. Ég og auðvitað starfsmenn Hrafnistu koma með reynsluna þaðan. Þannig að við gerum þetta bara eins vel og við getum. Líst þér vel á heildarkonseptið, ef við getum orðað það svo, Nesvelli? Þetta er náttúrulega alveg í anda Hrafnistu, að hafa saman þjón- ustmiðstöð, íbúðir aldraðra og hjúkrunaheimili. Það styrður hvert við annað. Það er akkurat það sem Hrafnista leggur til í sínum störfum á sínum heimilum og þetta passar mjög vel inn í það. Hvað eru þetta margir dvalar- gestir og hversu margt starfsfólk? Íbúarnir á Nesvöllum eru sextíu. Það er svona þumalputtareglan að það sé einn starfsmaður á hvern íbúa. Þá er ég að tala um allt, launa- málum, eldhúsinu og öllu, sem deildast auðvitað niður því fæstir eru í 100% stöðu. Þannig að þetta er stór vinnustaður. Ég er ekki með nákvæma starfsmannatölu ennþá en Hrafnista, áður en þetta heimili og Hlévangur komu til, voru starfs- menn 761, síðast þegar við töldum. Við förum ábyggilega hátt í þúsund starfsmenn núna. Þetta er svo stór staður. Hér er einungis einn dvalargestur á hverju herbergi. Þekkist það eitt- hvað að hjón séu jafnvel saman? Við erum með þannig hjá okkur að það er möguleiki á að opna á milli úr tveimur rýmum í hverju herbergi og þá getum við haft hjón. Það er ekki búið að opna heldur verður það gert eftir þörfum. Fólkið okkar býr í sinni íbúð, það koma allir með handklæðin sín, þvottapokana, naglaklippurnar, gardínurnar sínar; allt til að skapa sitt heimili. Og þú ræður ríkjum í þinni íbúð. Við segjum gjarnan að þetta sé eins og að flytja í litla íbúð í Breiðholtinu. Þú átt bara þína íbúð og ræður þar. Mikil þátttaka íbúa í daglegu lífi á Nesvöllum: „Við vinnum á heimilum fólksins“ - segir Hrönn Ljótsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum. Rúmgott og nýtískulegt „Í svona fallegu og nýju húsnæði ákváðum við að fara með þetta svolítið lengra og í aðra átt en hefðbundin hjúkrunarheimili eru að gera. Við leggjum mikla áherslu á þátttöku íbúa í daglegu lífi. Morgunverðurinn er framreiddur frá klukkan sex á morgnana til ellefu. Við viljum bara hafa þetta eins og heima hjá okkur. Dagarnir hjá okkur eru misjafnir og við erum misupplögð í að gera misjafna hluti. Þannig að við leitum mikið eftir því við íbúana hér hvernig þeir eru vanir að hafa líf sitt og gang dagsins. Við vinnum á heimilum fólksins, það býr ekki á vinnustaðnum okkar“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.