Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014 17 - NESVELLIR // NÝTT HJÚKRUNARHEIMILI Í REYKJANESBÆ Heildarkostnaður var áætlaður 1550 millj-ónir við upphaf framkvæmda. Hann var við opnun 1470 milljónir kr. Samningurinn við ríkið er þannig að ríkissjóður mun greiða mánaðarlega leigu til Reykjanesbæjar, sem stendur undir fjár- magnskostnaði og rekstrarkostnaði hússins. Arkitektahönnun var í höndum THG arkitekta, en auk þeirra unnu Verkfræðistofa Suðurnesja, Tækni- þjónusta SÁ, Rafmiðstöðin og Efla, Mannvit og Forma að hönnun undir eftirliti Reykjanesbæjar og Mannvits. Jarðvinna var unnin af Ellert Skúlasyni ehf, sökklar, kjallari og gólfplata af Hjalta Guðmundssyni ehf, uppsteypa og frágangur utanhúss af ÍAV, frágangur innanhúss af Þarfaþingi ehf. og lóðarframkvæmdir af Ellert Skúlasyni. Bæjarstjóri sagði þessa verktaka hafa skilað af sér einstaklega vönduðu verki á kostnaðaráætlun. Hann þakkaði einnig Sveini Valdimarssyni, sem byggingar- stjóra og eftirlitsmanni fyrir frábæra vinnu og þeim Sigurði Garðarssyni og Guðlaugi Helga Sigurjónssyni sem aðalfulltrúa Reykjanesbæjar við verkefnið fyrir einstaklega vandað starf. Glæsilegt hjúkrunarheimili opnað að Nesvöllum legs rýmis fyrir íbúa og starfsfólk hverrar einingar með eldunarað- stöðu, borðstofu og dagstofu. Bygg- ingin er 4.350 fermetrar að grunn- fleti og tengist þjónustumiðstöð og öryggisíbúðum á Nesvöllum en sá kjarni var opnaður árið 2004. Byggingin er í eigu Reykjanes- bæjar, en byggingarkostnaður er fjármagnaður með láni frá Íbúðal- ánasjóði. Ríkið sér síðan að mestu leyti um að greiða afborganir af því. Þetta er önnur af tveimur aðferðum við svona framkvæmdir og nefnist leiguleið að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra sem var viðstaddur opnunina. „Ég samfagna innilega með Suður- nesjamönnum glæsilegum áfanga í öldrunarmálum. Þetta er mikil bygging og skemmtileg og ég bind miklar vonir um að þetta gagnist vel. Málefni aldraðra hafa tekið breytingum í tímans rás. Við sjáum alltaf einhverjar breytingar við byggingu hvers hjúkrunarheimilis. Það er verið að taka nokkur stór skref í þessum málum, bæði í bygg- ingum og í aðferðum við að þjóna fólki og aðstoða þegar það er komið á efri ár.“ Kristján sagði að stundum kastaðist í kekki í samskiptum sveitarstjórna og ríkis en samstarfið gengi yfir- leitt mjög vel. „Hér á Suðurnesjum eru menn mjög ákafir í úrbótum í öldrunarmálum. Það kom vel fram í því að klára þetta stóra verkefni.“ Við opnunina var greint frá niður- stöðum í nafnasamkeppni en sex deildir heimilisins fá allar nöfn sem enda á vík, en þær heita Bergvík, Fagravík, Fuglavík, Hraunsvík, Selvík og Sandvík. Í dagskrá við formlega opnun afhenti Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar forráðamönnum Hrafnistu lykilinn að heimilinu en bæjarfélagið samdi við Hrafnistu um rekstur hjúkr- unarheimilisins. Forráðamenn Hrafnistu þökkuðu öllum þeim sem hafa komið að undirbúningi og byggingu heimilisins og sögðust hlakka til að takast á við verkefnið. Að lokinni formlegri dagskrá skoð- uðu gestir aðstæður á Nesvöllum. Fyrstu íbúarnir fluttu inn strax eftir formlega opnun og ríkti mikil ánægja meðal vistmanna og ætt- ingja þeirra. Skúli Ólafsson sóknarprestur í Keflavík blessaði heimilið. Hér er hann með Guðmundi Hallvarðarsyni, Kristjáni Þór ráðherra og Árna bæjarstjóra. Þær voru brosmildar þessar hressu konur í tilefni dagsins. Hrafnista þakkaði sveitarfélögunum og afhenti þeim gjöf. F.v. Guðmundur Hallvarðsson stjórnarformaður Hrafnistu, Böðvar Jónsson Reykjanesbæ, Magnús Stefánsson Garði, Ólafur Þór Ólafsson Sandgerði og Ásgeir Eiríksson Vogum. Fjöldi fólks var viðstaddur opnun hjúkrunarheimilisins. Klippt á borða við opnun hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum. F.v.: Guðrún Pétursdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Árni Sigfússon, Kristján Þór Júlíusson og Bergþóra Ólafsdóttir. Kostnaður og framkvæmdaaðilar Fyrsta skóflu- stunga tekin 17. maí 2012 af þeim Ingvari Guðmundssyni og Sóleyju Hall- dórsdóttur. SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA SJÁIÐ ÍTARLEGA UMFJÖLLUN UM NESVELLI Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.