Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014 27 Ertu að fórna heils- unni fyrir vinnuna? Eða, er lélegt heilsufar farið að setja strik í reikninginn í vinnunni eða fyrirtækinu þínu? Margir vinna nú til dags mun lengri vinnudag en eðlilegt þykir og við tökum jafnvel vinnuna með okkur heim þann- ig að sumir eru í raun í vinnunni án þess að átta sig á því. Þetta munstur tekur heilmikinn toll af heilsu okkar og endar yfirleitt með því að við brennum út og erum stöðugt í skuld við líkamann, orkulega, líkamlega og andlega. Árangur okkar í starfi er ekki jafnmikils virði og heilsufar okkar því ef við höfum ekki heilsu til að vinna þá er nú fokið í flest skjól. Í nýlegri rannsókn sem gerð var á 500 stjórnendum samkvæmt tímaritinu Fortune, voru 40% af stjórnendum í ofþyngd og 73% lifðu kyrrsetu- lífi sem eykur áhættu á sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Margir þeirra höfðu einnig háan blóðþrýsting og of hátt kólerteról. Það er nauð- synlegt að við séum á varðbergi gegn eftirfarandi hættueinkennum sem geta komið út frá langvarandi streitu í vinnu s.s. stöðug þreyta og slen, ofát, svefn- leysi, skyndileg þyngdaraukning/losun, stirðleiki og krónískir verkir, brjóstsviði og framtaksleysi. Þegar við vanrækjum heilsu okkar erum við að draga úr afkasta- getu og framkvæmdaorku okkar. Að setja heilsuna í forgang er afar mikilvægt fyrir fyrirtækið þitt eða vinnuna og ávinningurinn er að þú verður mun af- kastameiri, með meiri einbeitingu, líklegri til að taka betri ákvarðanir og vera líflegri í starfi. Það er nefnilega þannig að hraustir starfsmenn afkasta meira og kosta minna fyrir fyrirtækið. Við eigum að gera þá kröfu til okkar sjálfra að vera í okkar besta mögulega ásig- komulagi andlega og líkamlega til að nýta krafta okkar sem best. Þegar við tökum ákvörðun um að borða næringaríkari fæðu, hreyfa okkur reglulega, hvílast vel og draga úr streitu, þá smitast það yfir í allt sem við tökum að okkur í lífinu. Bara það t.d. að fara í einn og einn göngutúr út í náttúrunni styrkir líkamann, eykur orkuna, hreinsar hugann og dregur úr streitu, en fyrir mig persónulega þá eru göngutúrarnir mínir mikil- vægir til að halda jafnvægi og gefa mér ‘time-off ’ frá vinnu og heimili þar sem ég get kúplað mig alveg út og hlaðið batteríin. Ein stærsta hvatningin okkar til að breyta yfir í heilsusamlegri venjur er átta okkur á því að við fáum bara eitt eintak af þessum líkama og þurfum því að vanda til verks hvernig við förum með hann svo hann endist okkur vel og lengi. Það er óþarfi og óskyn- samlegt að fórna heilsunni sinni fyrir meiri frama og árangur í starfi og þess í stað ættum við heldur að leggja inn í heilsubankann og fjárfesta í heilsuríkri framtíð svo við getum höndlað betur þau verkefni sem verða á vegi okkar. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR -fréttir pósturu vf@vf.is Lokahátíð Stóru upplestrar-keppninnar var haldin í DUUShúsum á dögunum. Þar kepptu tveir fulltrúar allra grunn- skólanna í Reykjanesbæ og Sand- gerði, alls 14 nemendur. Kepp- endur lásu texta úr bók Þorgríms Þráinssonar „Ertu Guð, afi?“, ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteins- dóttur) og ljóð að eigin vali. Lesturinn var glæsilegur að vanda enda keppendur vel undirbúnir. Tveir verðlaunahafar frá því í fyrra, Jón Ragnar Magnússon og Svanur Þór Mikaelsson, kynntu rithöfund og skáld keppninnar í ár. Jóhanna Lilja Pálsdóttir úr Njarðvíkurskóla sigraði, Kristján Jón Bogason, Akurskóla varð í 2. sæti og Svava Rún Sigurðardóttir, Heiðarskóla varð í 3. sæti. Við ræddum við nokkra nem- endur sem tóku þátt í keppninni og spurðum þau út í hvað þau væru að lesa þessa dagana. Fer upp í rúm með fartölvuna til að lesa um hestamennsku Gyða Svein- björg Kristins- dóttir í Holta- skóla er þessa s tundina að lesa bók sem heitir Leyndar- dómur ljóns- ins. Þetta er skáldsaga eftir Brynhildi Þórarins- dóttur sem á að gerast á Reykjum í Hrútafirði. Hún valdi bókina þar sem hún fór með skólanum á Reyki í haust og átti frábærar stundir með krökkunum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Bókin er vel upp byggð og rosalega spennandi á köflum. Gyðu finnst gaman að lesa bækur sem byggja upp spennuna. Gyða stundar hestamennsku af kappi og les töluvert hestatengt efni. Í vetur las hún bækur um knapamerkin. Markmið knapamerkjanna er að stuðla að aukinni þjálfun og menntun í reiðmennsku. Gyða les sér mikið til um hestatengt efni á íslenskum vefsíðum og stundum fer hún upp í rúm með fartölvuna til að lesa hestasíður. Skrifaði smásögur og myndskreytti Jóhanna Lilja Pálsdóttir úr Nj a rð v í ku r- skóla er núna að lesa bókina Nikký en rit- höfundurinn J a c q u e l i n e Wi ls on er í miklu uppá- haldi hjá Jóhönnu og les hún mikið af bókum eftir hana. Jóhönnu finnst gaman að lesa skemmti- legar bækur. Jóhanna er áskrifandi að tímaritinu Júlíu og hefur mjög gaman af greinum þar. Jóhönnu finnst Rökkurhæðir bækurnar mjög skemmtilegar. Hún hefur líka gaman af bókunum hans Gunna Helga. Á sínum yngri árum skrifaði hún margar smásögur og mynd- skreytti sjálf. Í frítíma þá æfir hún sig á gítar en hún er í gítarnámi í Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Einnig æfir Jóhanna Lilja körfubolta með 7. flokki í Njarðvík þar sem flestar vinkonur hennar æfa líka. Jóhanna hefur æft bæði á píanó og fiðlu. Hryllingssögur og ævintýra- sögur skemmtilegastar Kristjáni Jóni B ogasyni úr A k u r s k ó l a finnst nánast a l l a r b æ ku r skemmtilegar e n h o n u m finnst þó hryll- ingssögur og ævintýrasögur vera skemmtilegastar. Síðasta bókin sem hann las var Rang- stæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason. Kristján les stundum tímaritin Lifandi Vísindi, og hafði hann mjög gaman af teiknimynda- sögum þegar hann var yngri, sér- staklega bókunum um Ævintýri Tinna. n Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar Glæsilegur lestur og vel undirbúnir keppendur Vantar starfsmann í heimaþjónustu Okkur hjá Sinnum vantar starfsmann í heimaþjónustu í Reykjanesbæ. Um er að ræða helgarvaktir aðra hverja helgi við umönnun fjölfatlaðra barna. Með því að koma í Sinnum liðið getur þú fundið gefandi starf sem byggist á mannlegum samskiptum og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Óskað er eftir fólki sem hefur reynslu af umönnun og hefur gott vald á íslensku og/eða ensku.  Umsóknum skal skilað á eyðublaði sem er á www.sinnum.is/umsókn um starf og taka skal fram í athugasemdum að verið sé að sækja um helgarvinnu í Reykjanesbæ. ATVINNA AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.