Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 28
fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR28 -fs-ingur vikunnar pósturu eythor@vf.is Helsti kostur FS? Sófarnir inni á skrifstofu. Hjúskaparstaða? Á lausu. Hvað hræðistu mest? Mætingasamninga. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég segi að Ástþór Sindri, Steinn Alexander og Snorri Már muni ná langt í tónlistarheiminum. Hver er fyndnastur í skólanum? Arnór Grétarsson. Ekki fyrir brandarana sína samt. Hvað sástu síðast í bíó? Delivery Man, hún stóð ekki undir væntingum. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Góðan mat. Hver er þinn helsti galli? Feimni. Hvað er heitasta parið í skól- anum? Þekki engin pör í skólanum. Aron Ingi Albertsson er 19 ára Keflvíkingur á náttúrufræðibraut í FS. Ef hann fengi einhverju ráðið í skólanum væri boðið upp á KFC í hádeginu en sá skyndibiti er í miklu uppáhaldi. Aron er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hræðist mætinga- samninga Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Fá starfsmennina á KFC til þess að elda ofan í nemendur í hádeginu. Áttu þér viðurnefni? Ronni30 Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? RahRah squad. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Frekar slappt. Áhugamál? Körfubolti og snjóbretti. Hvert er stefnan tekin í fram- tíðinni? Það er draumur minn að fara út til Bandaríkjanna í háskóla og að geta fengið að spila körfu úti væri líka geggjað. En í augna- blikinu ætla ég að einbeita mér að því að klára framhaldsskóla. Ertu að vinna með skóla? Neibb, brokeboysquad. Hver er best klædd/ur í FS? Thor Andri. EFTIRLÆTIS Kennari Þorvaldur Fag í skólanum Stærðfræði Sjónvarpsþættir Allt sem er sýnt á BBC Entertainment Kvikmynd Boyz N The Hood Hljómsveit/tónlistarmaður Migos Leikari Leonardo Dicaprio Vefsíður Reddit Flíkin Það sem er efst á stólnum mínum þann daginn Skyndibiti KFC Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Þó mér finnist erfitt að viður- kenna það, þá er pop tón- list rosalega catchy -aðsent pósturu vf@vf.is Við getum fagnað þv í að nú er tekið í notkun nýtt hjúkr unarheimili hér á Nesvöllum fyrir okkur eldri borgara á S u ð u r n e s j u m . Fjölgun hjúkrunarrýma á Suður- nesjum hefur lengi verið eitt af baráttumálum Félags eldri borg- ara á Suðurnesjum. En nú þegar í dag verður að hugsa til framtíðar þar sem eldri borg- urum á Suðurnesjum sem þurfa dvöl á hjúkrunarheimilum fjölgar ört og því miður er ekki reiknað með því að staðan verði mikið betri þegar hjúkrunarheimilið á Nes- völlum er komið í rekstur og að enn verði sjúkir eldri borgarar á biðlista eftir þjónustu á hjúkrunarheim- ilum. Það á því að vera hlutverk sveitarfélaganna á Suðurnesjum að hafa forystu um að hefja nú þegar undirbúning að fjölgun hjúkrunar- rýma fyrir sjúka aldraða á svæð- inu. Við hvetjum sveitarfélögin á Suðurnesjum til að vinna að mótun framtíðarstefnu öldrunarmála á Suðurnesjum og leggjum áherslu á að sú vinna verði unnin með öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Við bindum miklar vonir við Öldungaráð Suðurnesja sem er í burðarliðnum en þar er komið á föstu samráði okkar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Að lokum flytjum við bestu óskir Félags eldri borgara á Suðurnesjum og vonum að samstarfið við stjórn- endur á Hrafnistu verði heilla- vænlegt. Sérstakar kveðjur til íbúa Hrafnistu í Reykjanesbæ. Eyjólfur Eysteinsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum n Eyjólfur Eysteinsson formaður FEB á Suðurnesjum skrifar: Kveðja frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum TIL LEIGU TIL SÖLU AFMÆLI ÞJÓNUSTA Brekkustígur. 130 fm atvinnuhúsnæði.Hentar aðila sem þarf íbúð og vinnustað fyrir léttan iðnað. Laust 15.mars. Reyklaust. Trygg- ing, Aðeins reglusamir koma til greina. Verð 90+ rafm og hiti.Uppl. 854 4535 Guðjón. Verkstæði / geymsluhúsnæði á Fitjabraut Rúmgott verkstæði / geymsluhúsnæði til leigu á Fitjabraut 26 í Njarðvík. Laus strax. 75.000 kr á mánuði + hiti og raf- magn. 80 fm gólfflötur + 60 fm milliloft með herbergi og salerni. 3,5 fm inn- keyrsluhurð. Auk þess tvær inngangs- hurðir. Þriggja fasa rafmagn. 150.000 kr trygging, fyrsta mánuðinn fyrirfram. Upplýsingar í s: 8223858. Vatnsnesvegur 5 - atvinnuhúsnæði 70 fm atvinnuhúsnæði með innkeyrslu- dyrum og góðri lofthæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðveld aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000. Geymsluhúsnæði Til leigu 27 fer- metra upphituð geymsla í Kefla- vík. Aksturshurð e r á ge y ms lu . Upplýsinga í síma 699 6869 Hellingur af nýjum fötum til sölu ! Er með slatta af nýjum ónotuðum fötum fyrir börn og fullorðna mjög ódýrt Upplýsingar í síma 847 3118 ÓDÝR HÚSGAGNAHREINSUN Við djúphreinsum, lítil dýna frá 4000 kr, hægindarstóll frá 2000 kr, tveggja sæta sófi frá 4000 kr, motta frá: 500 kr m/2 s:780 8319 email: djuphreinsa@ gmail.com Skattframtalsgerð Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Bók- haldsþjónusta Suðurnesja sf Jónas Óskarsson Sími: 691 2361 - smáauglýsingar Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 20. - 26. mars. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 21 mar s   nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Sönghópurinn Uppsigling Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.rnb.is Við viljum óska yfirmanni okkar honum Valla innilega til hamingju með 30 ára afmælið þann 21. mars. Vonum að sem flestir sjái sér fært að koma í Ungó og syngja afmælissönginn fyrir hann. Kær kveðja starfsfólk Ungó. Ari Auðunn er 15 ára rapp-ari frá Grindavík. Hann sigraði Rímnaflæði ásamt Haf- þóri félaga sínum fyrir næstum tveimur árum en saman mynda þér hljómsveitina Bjarnabófa. Nú er Ari að vinna að eigin efni og á dögunum sendi hann frá sér nýtt lag sem kallast Ljóðræn martröð. Þoldu ekki hvorn annan Ari segist hafa byrjað að rappa fyrir um þremur árum en engin alvara hafi verið í þessu hjá honum fyrr en Rímnaflæði og Bjarnabófar komu til sögunnar. Hafþór Orri félagi hans í hljóm- sveitinni var ekki efstur á vinalista Ara þegar þeir kynntust fyrst. „Við Haffi bókstaflega þoldum ekki hvorn annan. Síðan hittumst við á balli og fórum að tala saman og komumst að þvi að við ætluðum báðir að taka þátt í Rímnaflæði. Við ákváðum að taka þátt saman en ég bara man ekki hvernig það gerðist ef ég á að segja eins og er,“ segir Ari og hlær. Rímnaflæði er keppni krakka í 8.-10. bekk á öllu landinu í rappi og rímum en þar flytja keppendur frumsamda texta. Keppnin hefur verið haldin 14 sinnum og hafa fjölmargir þjóðþekktir rapparar stigið þar sín fyrstu skref. Ari segir að von sé á nýju efni frá strákunum innan skamms. Nýtt myndband með Bjarnabófum kemur á næstunni og stefnan er svo sett á smáskífu fyrir sumarið. Rapparar frá Suðurnesjum hafa ekki verið áberandi að undan- förnu og rappsenan er einstak- lega lítil í Grindavík að sögn Ara. „Grindavík er ekki beint stór bær, þannig að ég myndi segja að það sé bara engin rappsena hérna. Ég held jafnvel að ég sé eini rapp- andi svarti sauðurinn í þessum bæ,“ segir Ari hress. Áhrifa við textagerð leitar Ari víða. „Ég nota eiginlega bara allt sem ég sé og geri og hef upplifað, fólk sem ég hitti hefur mikil áhrif á mína tón- list,“ segir Ari sem er mjög mikill adáandi rapparans Eminem, en einnig hlustar hann nokkuð á hljómsveitina Atmosphere. Lagið Ljóðræn martröð sem sjá má á vf.is kemur eiginlega beint frá hjartanu að sögn Ara og fjallar mikið um martraðir og andvöku- nætur. Eini rappandi svarti sauðurinn í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.