Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014 31 Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi t.d. háskólamenntun eða tæknimenntun Þekking eða reynsla af sambærilegum störfum Reynsla af sölustörfum og/eða viðskiptastjórnun Hreint sakavottorð Góð tölvukunnátta, þekking á Navision kostur Góð íslensku- og enskukunnátta Sjálfstæð vinnubrögð Rík þjónustulund og ánægja af samvinnu Í boði eru samkeppnishæf laun og krefjandi störf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Lögð er áhersla á góð starfsskilyrði og möguleika starfsmanna til starfsþróunar. Umsóknir berist í gegnum heimasíðu www.securitas.is fyrir 1. apríl 2014. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi, í síma 8252727, netfang kjartanmar@securitas.is. ATVINNA Sölustjóri Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með tæplega 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum. OKKAR VAKT LÝKUR ALDREI INNBROTA- VIÐVÖRUN BRUNAVARNIR GASSKYNJARI VATNSKYNJARI AÐGANGS- STYRIKERFI MYNDAEFTIRLIT FARANDGÆSLA Helstu verkefni; Stjórnun söludeildar, viðskiptastjórnun, ráðgjöf og tilboðsgerð til stærstu viðskiptvina Securitas á Reykjanesi. Á meðal þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum og sveitarfélögum á svæðinu. Helstu vöru- og þjónustuflokkar eru myndavélakerfi, innbrotaviðvörunarkerfi, brunaviðvörunarkerfi, aðgangsstýrikerfi, ásamt mönnuðum öryggisgæslulausnum. Æskulýðsnefnd Mána hélt glæsilegt smalamót í Mána- höllinni þann 8. mars sl. Gaman var að horfa á frábærar sýningar hjá krökkunum og sjá hvað þetta eru efnilegir knapar sem við eigum í Mánafélaginu. Mánamenn voru duglegir að mæta í stúkuna og var kaffi og meðlæti á boðstólum. Mikið líf og fjör var á staðnum. Styrktaraðilar voru Ecco og Ellert Skúlason hf. Teymdir pollar Elísa Rán Kjartansdóttir – Nótt frá Varmadal Kara Reynisdóttir – Perla frá Keflavík Kara Sól Gunnlaugsdóttir – Þór frá Melabergi Viktor Guðlaugsson – Toppur frá Strönd Ríðandi pollar Þórhildur Ósk Snædal – Losti frá Högnastöðum Helena Rán Gunnarsdóttir – Nótt frá Brú Barnaflokkur 1. sæti Ólafur Pétursson – Hnáta frá Skarði 2. sæti Glódís Líf Gunnarsdóttir – Valsi frá Skarði 3. sæti Bergey Gunnarsdóttir – Askja frá Hömrum 4. sæti Emma Thorlacius – Þruma frá Arnarstaðakoti Unglingaflokkur 1. sæti Elísa Guðmundsdóttir – Dynur frá Ásbrú 2. sæti Auður Fransdóttir – Hnáta frá Skarði 3. sæti Aþena Eir Jónsdóttir – Sörli frá Strönd II 4. sæti Ragna K. Kjartansdóttir – Dögg frá Síðu 5. sæti Kristján Ingibergsson – Sikill Ungmennaflokkur 1. sæti Jóhanna Perla Gísladóttir – Perla frá Keflavík 2. sæti Linda Sigurðardóttir – Toppur frá Stönd 3. sæti Elín Færseth – Lind frá Ármóti Glæsilegt smalamót Mána Kn a t t s p y r n u l i ð K e f l a -víkur mun leika í svörtum keppnisbúning í Pepsi-deildinni í sumar. Búningurinn var „afhjúp- aður“ í höfuðustöðvum Lands- bankans í vikunni. Tilefnið er að fimmtíu ár eru liðin frá því að Keflavík varð Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Það gafst því gott tækifæri til þess að heiðra þessa frábæru knatt- spyrnumenn sem lönduðu titlinum þá – og gera eitthvað skemmtilegt fyrir félagið í heild,“ sagði Þorsteinn Magnússon formaður og fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur. „Við erum ánægðir með búninginn sem kemur frá Nike. Okkur hefur lengi langað að leika í svörtu og þegar þessi hug- mynd kom upp þá stukkum við á þetta,“ bætti Þorsteinn við. Keflavík mun aðeins nota „50 ára Íslands- meistarabúninginn“ á þessari leik- tíð og verður hann notaður á öllum leikjum liðsins ef það verður hægt. Jón Óli Jónsson, sem var leikmaður Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur árið 1964 tók þátt í að kynna þetta fram- tak og hann var ánægður með út- komuna. „Það er óhætt að segja það að þetta rifji upp gamla góða tíma. Ég er mjög ánægður með þetta. Það er draumurinn að Ís- landsmeistaratitlarnir verði fleiri enda eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp í liðinu. Ég er bara bjartsýnná framtíðina,“ sagði Jón Óli. „Mér líst vel á þetta og þessi bún- ingur er virkilega vel heppnaður,“ sagði Hörður Sveinsson leikmaður Keflavíkur. „Ég er spenntur að fara að spila í þessum búning í sumar og það er stór og mikill heiður fyrir okkur að fá að heiðra þessa herra- menn sem komu með fyrsta titilinn í Keflavík.“ Knattspyrnudeildin stendur fyrir herrakvöldi á föstudagskvöldið í Oddfellow-salnum og þar verður „50 ára Íslandsmeistarabúningur“ Harðar Sveinssonar boðin upp. Hörður var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík á síðustu leiktíð. n Keflavík leikur í 50 ára Íslandsmeistara- búningnum í Pepsi-deildinni „Draumurinn að titlarnir verði fleiri“ Hafnargötu 29 - Sími: 421 8585 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM Á VORDÖGUM OPIÐ FIMMTUDAGSKVÖLD FRÁ KL. 20:00-22:00. LÉTTAR VEITINGAR Í BOÐI. LÁTTU SJÁ ÞIG! www.vf.is LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM + 83%

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.