Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 3. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Um helgina opnar ný og stórglæsileg Hljómahöll í Reykjanesbæ. Höll hljóm- anna - en þar er vísað til fyrstu bítla- hljómsveitar Íslands sem kom úr Keflavík. Miklu hefur verið til kostað til að gera þessa „frægðarhöll“ tónlistarinnar sem glæsi- legasta og vel hefur til tekist. Kostnaður er um 2,3 millj- arðar króna og hafa framkvæmdir staðið yfir í fimm ár. Í þessu mikla húsnæði sem er „gamli“ Stapinn auk við- byggingar eru Tónlistarskóli Reykjanesbæjar með alla sína starfsemi og síðan Rokksafn Íslands. Í húsnæðinu eru nokkrir salir af ýmsum stærðum, hentugir til tón- leika eða ráðstefnuhalds og tæknilega mjög vel búnir. Það er nokkuð öruggt að Hljómahöllin mun draga að ferðamenn, bæði íslenska og erlenda. Hún mun líka efla tónlistarlíf bítlabæjarins sem og menningar- starf. Með Hljómahöllinni mun bítlabærinn standa enn frekar undir nafni og auka aðdráttarafl sitt til muna. Hér er ástæða til að fagna frábæru framtaki. Unglingarnir og svefninn Það er áhugavert málþing í Reykjanesbæ um svefn unglinga. Þar er í raun verið að fjalla um svefn- leysi unglinga sem er verulegt vandamál. Þeir þurfa meiri svefn. Kannast einhver við málið? Hjálmar Árnason segir af tilraun í Bandaríkjunum með að byrja skóladaginn 25 mínútum seinna á morgnana og ber upp tillögu um að unglingadeildir á Reykja- nesi og Fjölbrautaskóli Suðurnesja byrji skóladaginn kl. 9:00. Rannsóknir sýna að unglingar þurfa 8-9 tíma svefn og fæstir ná því. Þessi hugmynd er virkilega þess virði að skoða alvarlega. Þar sem þessu hefur verið breytt hefur það reynst vel. „Tillagan okkar sem stöndum að þessu málþingi að við eigum við að byrja unglinga- deildir grunnskóla og fjölbrautaskóla kl. 9 til þess að gera okkar til þess að unglingarnir nái þessum nauð- synlega svefni,“ segir Hjálmar Árnason í viðtali í VF. Unglingarnir og höll hljómanna -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 -instagram #vikurfrettir Mynd: SiggiJons n Málþing um svefnvenjur íslenskra unglinga: Eiga fjölbraut og unglinga- deildir grunnskóla að byrja seinna á morgnana? Keilir, Fræðslu-s k r i f s t o f a Reykjanesbæjar og Hið ísl. svefnrann- sóknafélag standa fyrir stuttu málþingi fimmudaginn 3. apríl kl. 16:30- 17:30. Málþingið fer fram í hús- næði Íþróttaakademíunnar (Fim- leikahöllinni) við Parísartorg í Reykjanesbæ og er öllum opið. Björg Þorleifsdóttir, lektor, fjallar um svefn unglinga. Hjálmar Árnason segir af tilraun í Banda- ríkjunum með að byrja skóla 25 mínútum seinna á morgnana og ber upp tillögu um að unglinga- deildir á Reykjanesi og Fjölbrauta- skóli Suðurnesja byrji skóladaginn kl. 09:00. Þá verða rædd viðbrögð við tillög- unni og til þess hafa verið fengin þau Kristján Pétur Ásmundsson skólameistari FS, Ingigerður Sæ- mundsdóttir frá FFGÍR, Elva Dögg Sigurðardóttir frá NFS, Magnea Ólafsdóttir kennari og Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri. Fundarstjóri er Erna Sif Arnar- dóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags. Allir eru velkomnir og unglingar, foreldrar og skólafólk hvatt til að mæta en gert er ráð fyrir að málþingið standi ekki lengur en í eina klukkustund. Víkurfréttir ræddu við Hjálmar Árnason hjá Keili á Ásbrú sem hefur kynnt sér svefnvenjur ungl- inga og spurðu hann hvort íslenskir unglingar ættu þá að sofa til há- degis. „Sérfræðingar mæla með því og þeir hreinlega hvetja til þess. Það er vísindalega sannað að unglingar þurfa átta til níu tíma svefn. Ef þeir ná honum ekki til lengri tíma þá getur það haft mjög alvarlega af- leiðingar, bæði líkamlega, tilfinn- ingalega og andlega, svo ég tali nú ekki um út frá sjónarhóli skólans. Illa sofinn unglingur er ekki mjög móttækilegur fyrir námi“. - Eru íslenskir unglingar að ná 8-9 tíma svefni? „Nei. Það er almennt vitað. Af hverju ná þeir ekki þessum svefn- tíma?, Jú, þeir sofa ekki nóg. Það sem rekur unglinga á fætur á morgnana er skólinn og almennt byrjar skólinn uppúr kl. 08. Ef krakkar eiga að vera komnir í skólann kl. 08 hressir og kátir, þá þarf að byrja að vekja þá upp- úr kl. 07, svo þeir nái að klæða sig, borða morgunmat og bursta tennur og koma sér í skólann. Til þess að þetta gangi upp, þá þurfa unglingarnir að vera sofnaðir kl. 23 og komnir í rúmið hálftíma áður. Þá getum við spurt, eru íslenskir unglingar komnir í rúmið kl. 22:30. Svarið er nei“. - Hvað er hægt að gera? „Það er fullreynt að unglingarnir eru ekki að fara í rúmið kl. 22:30. Þrátt fyrir allt nöldur í áratugi, þá er það ekki að fara að gerast. Þá er það spurningin hvort hægt sé að byrja skólana seinna? Það hefur verið reynt, m.a. á Laugum í Þing- eyjasýslum. Fyrrverandi skóla- meistari þar segir að það hafi verið allt annað líf fyrir nemendur og kennara. Þetta hefur einnig verið prófað í bandarískum skóla. Þar var byrjað kl. 08 og 18% unglinga náðu þessum lágmarkssvefni. Þar færðu þau upphaf skóladags til kl. 08:25. Eftir eina önn náðu 44% unglinga þessum rétta svefni. Við þurfum ekki að segja margt um hvaða já- kvæðu afleiðingar það hefur. Ofan á þetta bætist að þegar við ætlum að reyna að vekja ungl- ingana okkar kl. 07 að morgni, þá er líkamsklukkan hér á norður- slóðum ekki nema 05:30 og skal þá engan undra að það sé með- vitundarleysi á meðal krakkanna. Út frá þessu stöndum við fyrir þessu málþingi með Reykjanesbæ og hinu Íslenska svefnrannsóknar- félagi. Tillagan er þar, að eigum við að byrja unglingadeildir grunn- skóla og fjölbrautaskóla kl. 09 til þess að gera okkar til þess að ungl- ingarnir nái þessum nauðsynlega svefni. Miðað við reynslu og það sem færustu sérfræðingar segja, þá er þetta eina vitið,“ segir Hjálmar Árnason hjá Keili. þegar við ætlum að reyna að vekja unglingana okkar kl. 07 að morgni, þá er lík- amsklukkan hér á norður- slóðum ekki nema 05:30 og skal þá engan undra að það sé meðvitundarleysi á meðal krakkanna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.