Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 3. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 -viðtal pósturu vf@vf.is Dæmir ekki fólk Margrét tekur glaðlega á móti blaðamanni á einni af fimm hæðum Deloitte í Turninum við Smáratorg. Litríkar blöðrur eru víða í rýminu vegna þess að halda á upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins þennan föstu- dag. Sjálf hefur hún unnið þar sem framkvæmdastjóri í 15 ár. „Þetta var 30-40 manna fyrirtæki en eru núna um 200 manns víða um land. Við erum til að mynda með öflugt útibú í Reykjanesbæ sem Anna Birgitta stýrir og þar eru fimm löggiltir endurskoðendur en 10 manns alls,“ segir Margrét. Hún ólst upp við Hraunsveg í Njarðvík í hópi 5 systk- ina. „Það sem mótaði mig í æsku var að það þarf mikið til þess að ég dæmi fólk. Ef einhver frétt birtist um fólk í fjölmiðlum þá hugsa ég: Er þetta nú örugglega rétt?“ Hún segir vissan hóp vera áberandi dóm- harðan og ef fólk myndi læra að- eins að anda þá væri þjóðfélagið mun betra. „Það er eitt að vera ekki sammála fólki í skoðunum eða mál- efnum en að vaða alltaf í manninn finnst mér slæmt.“ Dóttir bæjarstjóra Faðir Margrétar var Albert Karl Sanders, fyrrum bæjarstjóri í Njarð- vík. Fyrst í fjögur ár þegar sjálf- stæðismenn voru með hreinan meirihluta. Svo réði næsti meiri- hluti hann áfram. „Mér þótti vænt um það og vona að ég hafi tamið mér frá pabba þessa víðsýni. Í vinnunni minni er hvergi að finna pólitík og núna þegar ég er að taka við hjá Samtökum verslunar og þjónustu á það algjörlega að vera laust við pólitík og byggist í raun á málefnum. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Margrét. Móðir Margrétar var Sigríður Friðberts- dóttir. Hún segir foreldra sína hafa verið alveg einstaka. „Þegar ég fékk vinnuna hjá Deloitte sagði pabbi ekki: Til hamingju með vinnuna! Hann sagði: Rosalega eru þeir heppnir að fá þig!“ Gaman að kenna en stéttin var of svekkt Margréti finnst þó gríðarlega gaman að eiga í pólitískum samræðum og hefur miklar skoðanir á þjóðmálum en er ekkert endilega sammála sama flokknum. Hún var í fyrsta árgangi nemenda við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. „Þetta er gríðar- lega sterkur pólitískur og vinstri sinnaður hópur sem að hluta til er enn viðloðinn pólitík á Suður- nesjum. Þetta voru jafnvel mínir bestu vinir.“ Eftir að Margrét lauk stúdentsprófi fór hún til Frakklands í undirbúningsnám fyrir háskóla og heillaðist alveg af landi og þjóð. Á þessum tíma æfði hún einn- ig handbolta af kappi. „Íþróttirnar toguðu í mig og þess vegna fór ég í Íþróttaskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan með íþróttakenn- aramenntun. Síðar lauk hún námi við Kennaraháskólann. „Mér fannst gaman að kenna en langaði ekki t.d. að verða skólastjóri eða vinna mig upp innan skólakerfisins. Ég kenndi í Njarðvík og um það leyti skall á verkfall. Ég fann fyrir mikilli óá- nægju í stéttinni. Þegar stétt verður mjög svekkt, og ég þar á meðal, eins og í kjarabaráttu og neikvæðu umtali og slíku, sest maður niður og hugsar hvort það sé rétti vett- vangurinn fyrir mann.“ Vön miklu álagi Margrét bætir við þetta að hún hafi mikið álit á kennurum almennt. „Það er mikil áskorun og erfitt að vera með hóp af einstaklingum, undir miklu álagi, sífellt að taka ákvarðanir. Þessi þjálfun er svaka- lega góður bakgrunnur. Ef maður er með rétt hugarfar, þá held ég að maður nái þangað sem maður vill.“ Þegar hún kenndi var hún með ung börn heima og segir sveigjan- leikann í starfinu hafa verið mjög mikinn og hentað mjög vel. „Maður fór snemma heim og gat verið með þeim eftir skóla og unnið svo á kvöldin og fram á nótt. Ég er því vön miklu álagi sem nýttist vel þegar ég fór í aðra krefjandi vinnu,“ segir Margrét. Flutti til Bandaríkjanna Á þessum tímapunkti, árið 1997, tók fjölskylda Margrétar þá ákvörð- un að flytja til Bandaríkjanna þar sem hún tók viðskiptafræðina og MBA nám. Þá var MBA ekki kennt á Íslandi. Eiginmaður hennar er Sigurður Guðnason og börn þeirra Albert Karl og Sigríður, auk Sylvíu, dóttir Sigurðar frá fyrra sambandi. „Ég á dásamlegan eiginmann og börn sem voru spennt að fara með mér. Siggi lagði allt sitt til hliðar til að geta stutt konuna sína. Hann hefur alltaf gert það. Annars væri ég ekki það sem ég er í dag.“ Fjöl- skyldan var tæplega 3 ár úti og Margrét segist í raun hafa verið að flýta sér dálítið í náminu. „Ef maður tekur ákvörðun um svona er gott að geta klárað það en það er gott líka að kunna að slaka á. Ég veit það í dag.“ Stolt starfsfólk er gæðastimp- ill fyrirtækis Þegar fjölskyldan flutti heim árið 1999 var mikil uppsveifla í þjóð- félaginu og Margréti fannst hún geta valið úr störfum. „Mér fannst svo spennandi sem var að gerast hjá Deloitte og framtíðarsýnin þar. Við erum að þjónusta fyrirtækin í landinu og þau eru búin að ströggla og við endurspeglum þau á hverjum tíma. Þrátt fyrir glæsileg húsakynni og aðstöðu fyrir starfsfólk hefur fyrirtækið aldrei verið með mikið af 2007 fitu. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að vera samfélagslega ábyrg og komum okkur í gegnum erfiða tíma eftir hrun á jákvæðan hátt.“ Hún bætir við að einnig sé mikilvægt að starfsfólkið sé stolt af fyrirtækinu, sem það er. Það sé grunnurinn að trausti fyrirtækisins út á við. „Ákvörðun er manns sjálfs“ Bakgrunn sinn segir Margrét vera héðan og þaðan en hún búi yfir reynslu sem nýtist vel. „Ég hef alla tíð verið virk í félagsstarfi. Þegar ég var í Kennarafélagi Reykjaness unnum við að flutningi grunn- skólanna til sveitarfélaganna 1996. Alls kyns svona vinna sem maður hefur verið virkur í sem er svakalega góður bakgrunnur. Ég er alin upp í því að maður geti allt, bara að gera hlutina; ákvörðun manns sjálfs.“ Þá finnst Margréti allt of mikið um að menn séu flokkaðir í hólf og að annað hvort séu þeir á móti ein- hverjum eða með honum. „Ótrú- legt hvað fólk stundum vogar sér að segja við hvert annað t.d. á Fa- cebook. Bak við hvern einasta ein- stakling sem er tilbúinn að fórna sér fyrir okkur, þá á ég við fólk í öllum flokkum, er fjölskylda. Ég vil meina að þetta sé einhver málefnaþurrð og fólk hafi ekki rökin og treysti sér því ekki í rökumræðuna.“ Góðar minningar hjálpuðu mest Í maí árið 2011 reið stórt áfall yfir fjölskyldu Margrétar þegar sonur hennar, Albert Karl, lést aðeins 23 ára. Margrét segir að þótt farið sé í gegnum slíkt sorgarferli sé alltaf til staðar val um viðhorf. Orðin í æðruleysisbæninni eigi alltaf við. „Það sem hjálpar okkur mest eru góðar minningar. Við vorum ekki að hugsa aftur og aftur að við hefðum átt að gera eitthvað, eiga meiri sam- skipti eða nánari samskipti. Vorum ekkert að velta okkur upp úr því. Þetta voru svo dásamlegar minn- ingar sem við áttum. Alli Kalli varð veikur þarna í restina en við eigum svo mikið af góðum minningum. Og síðan er það þetta að ég hef alltaf verið jákvæð manneskja. Ef ég hefði ekki verið þannig þá hefði þetta ef- laust verið mun erfiðara fyrir mig. Fólk vinnur á sorginni á misjafnan hátt,“ segir Margrét og bætir við að henni finnist að hægt sé að sjá á fólki sem hefur lent í svipuðum áföllum hvort það hefur valið svart- nættið eða ekki. „Það er til fólk sem missir börnin sín og deyr með þeim en einnig fólk sem lifir áfram. Þá er það ekki af því einhver er að syrgja meira eða minna, þetta er mikið meira spurning um val. Ég tel að það sé ekki hægt að ganga í gegnum svona nema lifa. Þetta er ákvörðun.“ Samstaða og stuðningur skilar miklu Lífsviðhorf Margrétar endur- speglast meðal annars í grein sem hún skrifaði í Viðskiptablaðið fyrir um einu og hálfu ári. Þar talar hún um hrunið og reiðina og tengir við sorgina sem þjóðin gekk í gegnum. „Það er hægt að gera svo mikið meira ef staðið er saman og hvað við eigum sameiginlegt. Taka inn birtuna og jákvæðnina. Feta veginn og reyna ekki að búa til ágreining að óþörfu. Þetta legg ég mikla áherslu á í mínu lífi og starfi.“ Hún hefur einnig alltaf haft mikið að gera en segir fjölskylduna þó aldrei hafa kvartað undan því. „Þegar Alli Kalli var lítill hafði hann eitt sinn ekki glósað heima í einhverjum tungu- málaáfanga. Kennarinn spurði hann hvort mamma hans væri svona upp- tekin. Hvort hún gæti ekki hjálpað honum. Og hann svaraði: „Mamma? Pabbi er heimavinnandi!“ Þegar fjölskyldan flutti frá Bandaríkjunum var Sigurður heimavinnandi en það var ekkert gert ráð fyrir slíku þá. Þau voru því dálítið á undan sinni samtíð. Margrét segist vera afskap- lega þakklát fyrir Sigurð og börnin, þau Alla Kalla, Siggu og Sylvíu og hvað þau hafa alltaf stutt hana vel og haft trú á henni. Svo ekki sé minnst á systur Margrétar, Jónínu, en þær eru mjög nánar. „Það er ótrúlega mikils virði og skiptir gríðarlega miklu máli varðandi sjálfstraust og þora að taka ákvarðanir að fólkið í kringum mann hafi trú á manni og tali mann svolítið upp,“ segir hún að endingu. n Margrét Sanders er alin upp við að geta allt sem hún ætlar sér: Margrét Sanders er Njarðvíkingur, framkvæmdastjóri hjá Deloitte og tók nýverið við formennsku í Samtökum verslunar og þjónustu. Olga Björt hitti Margréti sem ræddi við hana um áföll og sigra og mikilvægi þess að velja sér viðhorf á öllum stundum í lífinu. „ROSALEGA ERU ÞEIR HEPPNIR AÐ FÁ ÞIG“ Það sem hjálpar okkur mest eru góðar minningar Magga með Alla Kalla á góðri stundu. Sigríður og Sylvia með son sinn Sigurð Karl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.