Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. apríl 2014 21 Sérkenni fámennra sveitarfélaga felast oft í því að tiltölulega hátt hlutfall íbúanna starfar hjá sveitar- félaginu. Það er því nokkuð sterkt samhengi á milli ánægju starfsfólks og íbúanna almennt. Starfsfólkið getur haft mikil áhrif á þróun sam- félagsins og árangur. Á dögunum fengum við í Sveitar- félaginu Vogum niðurstöður starfs- ánægjukönnunar sem gerð var á meðal starfsfólks í upphafi árs. Er þetta í annað sinn sem við látum framkvæma slíka könnun þar sem öllum er boðin þátttaka og niður- stöður nýttar til að bæta um betur og gera góðan vinnustað enn betri. Könnunin gefur kost á samanburði við fyrri mælingu og auk þess fáum við samanburð við vísitölu sem þró- ast hefur frá árinu 2004 og byggir á niðurstöðu fjölmargra fyrirtækja og stofnana frá þeim tíma. Niðurstöðurnar í ár voru sérstak- lega ánægjulegar. Þær sýna glöggt að starsfólk Voga leggur sig fram við að veita bæjarbúum góða þjónustu og er ánægt og metnaðarfullt í störfum sínum. Á meðal þeirra þátta sem mældir eru eru og búa að baki starfsánægjunni eru ímynd, stjórnun, næsti yfir- maður, samstarf, starfið sjálft og starfsskilyrði. Stjórnendur í Vogunum fá fyrstu ein- kunn frá samstarfsfólki sínu sem er mjög ánægjulegt. Það sem skoðað er sérstaklega varðandi stjórnendur er sýn starfsfólks á faglega hæfni og stjórnunarlega hæfni næsta yfir- manns. Það eflir mann í þeim verk- efnum sem framundan eru að vita að hverri einingu sé stýrt af færu fólki sem nær að virkja þann auð sem í starfsfólkinu býr. Starfsfólkið er einn- ig mjög ánægt með samstarfið sín á milli, bæði faglegt samstarf, starfs- andann og félagsleg samskipti á vinnustaðnum. Starfið sjálft og inni- hald þess mælist mjög hátt og starfs- skilyrðin mælast töluvert umfram það sem gerist á hinum almenna markaði. Í fyrra mældust þessir þættir einnig vel og er ánægjulegt að sjá að þeir stefna enn upp á við. Þær aðgerðir sem ráðist var í í kjölfar könnunar- innar í fyrra var að skoða álag á starfsfólk og hvaða leiðir mætti nýta til að draga úr því. Einn liður í því var að bjóða starfsfólki upp á fyrirlestur um orkustjórnun á sameiginlegum starfsdegi starfsfólks. Upplifun starfs- fólks á álagi mælist nú töluvert minni en í fyrra, sem við fögnum mjög. Upplýsingastreymi er mikilvægur þáttur í upplifun fólks á vinnu- staðnum og því leggjum við áherslu á að það sé gott. Mælingarnar hafa sýnt að við erum þar enginn eftirbátur annarra en við viljum gera enn betur. Við skoðuðum með hvaða hætti mætti auka upplýsingastreymi og höfum þegar komið á starfsdegi alls starfsfólks einu sinni á ári auk þess sem undirritaður sendir út vikulega/ hálfsmánaðarlega pistla með um- fjöllun um það sem helst er á döfinni hverju sinni. Það er mat mitt að með áframhald- andi uppbyggingu og þróun mann- auðsmála hjá sveitarfélaginu sköpum við ekki eingöngu eftirsóttan vinnu- stað heldur öflugra samfélag, búun- um til heilla. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Hugmyndafræði og markmið hjúkrunar á Hrafnistu er að viðhalda færni hvers og eins, bæta líðan, efla sjálfsbjargar getu og sjá til þess að hinn aldraði geti haldið reisn sinni. Við leggjum ríka áherslu á styrkleika hvers og eins og að veita aðstoð sem getur skapað gleði og ánægju í daglegu lífi. Markmið Hrafnistu er að fylgjast með því besta sem er að gerast í hjúkrun aldraðra. Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar Langar þig til að vinna gefandi starf í sumar í heimilislegu umhverfi og góðum félagsskap! Óskum eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarnemum til starfa í sumar á Hrafnistuheimilin í Reykjanesbæ. Hrafnistuheimilin eru þroskandi vinnustaður þar sem starfsfólki gefst tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar. Gott vinnuumhverfi stuðlar að því að hæfileikar hvers og eins njóti sín. HRAFNISTA Reykjanesbæ Sumarvinna HRAFNISTA Reykjavík I Kópavogur I Reykjanesbær nánari upplýsingar veitir Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæjar hronn.ljotsdottir@hrafnista.is - sími 664 9550 Óvenjulega góð og hreinsandi vorsúpa Vorið er handan við hornið og líkaminn farin að kalla á meira grænt þannig að það er vel við hæfi að deila upp- skrift að afar fljótlegri súpu sem er allt í senn hreins- andi, nærandi og létt í maga. Vorið er svo yndislegur árstími að mínu mati og og alltaf svo notaleg tilfinning þegar maður finnur hvað daginn er að lengja, heyrir fuglana syngja og sér litlu vor- blómin gægjast í garðinum. Mér er mikið í mun að hvetja fólk til þess að auka inntöku sína á grænmeti og ávöxtum og eru súpur sem þessar algjör snilld til þess að húrra vel upp daglega skammtinum okkar. Súpa sem þessi flokkast sem hráfæðissúpa og eru alltaf kaldar til að viðhalda lifandi ensímum og næringarefnum sem gera kroppnum svo gott (megið samt alveg líka nota heitt vatn ef viljið hafa hana aðeins volga). Það besta við svona súpu er að maður snarar þessu fram á 5 mín í blandara eða mat- vinnsluvél. Endilega prófið þessa, hún er æði og kemur á óvart! Avókadó, aspas og spínatsúpa: 2 avókadó 2 bollar vatn 2 bollar ferskur aspas (í bitum, skera enda frá) 2 msk sellerí saxað 4 tsk tamari sojasósa 2 msk sítrónusafi 1 tsk vorlaukur 1 hvítlauksrif kramið ¼ tsk þurrkað timjan ½ tsk tarragon krydd 1 ½ bolli ferskt spínat ½ tsk sjávarsalt smá malaður pipar ögn af cayenne pipar Öllu skellt í blandara og njóta... Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR -aðsent pósturu vf@vf.is Að vera leikinn í eigin lífi er ekki sjálfgefið. Allir rekast einhvers staðar á. Og við lærum af þeirri reynslu. En öll viljum við vera hamingjusöm, heilbrigð og glöð. Í nútímasamfélagi Íslands er hraði hversdagsins mikill. Allt gerist hratt og áreitin sem dynja á okkur hverja stund eru óteljandi. Börnin okkar alast upp í þessum hraða og stressinu sem því fylgir. Þau hafa sjálf mýmargt að gera á hverjum degi. Skólaárið hefur lengst með árunum og framboð á íþróttum og tómstundum aukist. Svo ekki sé talað um tölvur og síma sem taka mikinn tíma frá börnunum og gefa lítið í staðinn nema áreiti. Lífsleikni er námsgrein sem kennir leikni í hamingju og velferð. Góð lífsleiknikennsla kennir krökkum að slaka á og upplifa stundina sem að þau eru stödd í hér og nú. Að æða ekki í gegnum lífið án þess að taka eftir og njóta alls þess góða sem það hefur upp á að bjóða. Þessi hugsun kallast núvitund og er tímabært að krakkarnir fari að tileinka sér hana. Að hugsa inn á við og ígrunda hvernig ma ð u r hu g s ar o g hagar sér. Hvernig maður kemur fram við aðra og hvort maður hugsi áður en maður talar. Lífsleikninám býður einnig upp á ýmsar aðferðir til þess að æfa góð samskipti og þjálfar krakka í því hvernig á að takast á við erfiðar að- stæður sem kunna að koma upp. Bókin „Að sitja fíl, nám í skóla um velferð og hamingju“ eftir Ian Morris leggur grunninn að kennslu í þessum efnum, og legg ég til að skólar nýti sér hana. Með aukinni lífsleiknikennslu má ganga að því vísu að ef nem- endur vinna vel í tímum og stunda þá íhugun sem lögð er til grundvallar í námsefninu þá munu þeir standa sig betur í hinum námsgreinunum. Þeir sem að læra lífsleikni læra að verða sérfræðingar í sinni eigin vel- ferð og lífshamingju. Þegar velferð er sett í öndvegi eru sex meginreglur samkvæmt Ian sem geta leiðbeint um hvernig gera má öllum kleift að blómstra. • Kyrrð • Vitund • Styrkleikar • Hyggindi • Gildi • Tengsl/samskipti Í hraða nútímasamfélags fer enginn varhluta af stressinu í kringum okkur. Krakkarnir finna jafnt fyrir þessu og fullorðna fólkið. Með því að fá krakk- ana til þess að staldra við, slaka á og upplifa stund og stað má fá þau til þess að vega og meta eigið framferði og gildi. Ég hvet grunnskóla Reykja- ness til þess að taka upp vandaða lífs- leiknikennslu ef að hún er ekki til staðar nú þegar, það mun skila sér í ánægðari, afslappaðri og sjálsörugg- ari þjóðfélagsþegnum. Eva Björg Sigurðardóttir, Nemi í Tómstunda- og fé- lagsmálafræði í HÍ. n Eva Björg Sigurðardóttir skrifar: Lífsleikni -Nám í velferð og hamingju í grunnskólum- n Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga skrifar: Mikil og aukin starfsánægja í Sveitarfélaginu Vogum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.