Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. apríl 2014 23 PRÓFKJÖR S-LISTA SAMFYLKINGARINNAR OG ÓHÁÐRA BORGARA Í SANDGERÐI Fer fram laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 12:00 - 18:00. Kosið er í Miðhúsum við Suðurgötu í Sandgerði Kjörstjórn S-listans í prófkjöri vegna sveitarstjórnarkosninga í Sandgerði 2014 ATVINNA HS Orka hf óskar eftir að ráða húsasmið til starfa í viðhaldsdeild fyrirtækisins í Reykjanesbæ Sótt er um á heimasíðu HS Orku www.hsorka.is. Einnig fást umsóknareyðublöð á skrifstofu. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl nk. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Húsasmiður Fundarboð   AÐALFUNDUR    Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keavíkur og nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, mánudaginn 14. apríl nk. kl. 20:00.  Dagskrá. • Venjuleg aðalfundarstörf. • Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs. • Önnur mál. Kaveitingar verða á fundinum.    Félagar ölmennum!  Stjórnin Marta Sigurðadótir Fyrirlestur á Berry.En heilsuvörum 8. april, kl. 20 í sal Álfagerðis, Akurgerði 25, Vogum. Berry. En næringargelið hefur nú þegar stóraukið lífsgæði fjölmargra Íslendinga. Heyrið vísindin að baki varanna, reynslusögur og bragðið á gelinu. Upplýsingar í s. 660 7793 martaberryen@gmail.com Sjötti Íslands- meistaratitillinn í röð uTækwondo deild Keflvíkinga nældi sér í enn eina rósina í hnappagatið um síðastliðna helgi þegar liðið fagnaði sjötta Íslandsmeistaratitli í liðakeppni í röð í greininni. Rúmlega 100 keppendur kepptu á mótinu sem haldið var á Sel- fossi. Keflavík var með stórt lið, en þó vantaði marga burðarstólpa liðsins þar sem m.a. fimm svart- beltingar og Íslandsmeistarar voru á HM unglinga í Taiwan. Nánar má lesa um þá för á vf.is. Mótið var mjög spennandi en svo fór að Keflavík sigraði mótið í liða- keppninni og sannaði enn einu sinni yfirburði sína í sportinu. Lilja Björk Íslands- meistari á jafn- vægisslá uKeflvíkingurinn Lilja Björk Ólafsdóttir varð um sl. helgi Íslandsmeistari á jafnvægisslá í unglingaflokki í frjálsum æf- ingum á áhöldum. Einnig hafn- aði Lilja í öðru sæti í fjölþraut á mótinu sem fram fór í húsnæði Ármenninga í Laugardalnum. Lilja hafnaði í öðru sæti á tvíslá og því þriðja í gólfæfingum, en þær æfingar eru hluti af fjöl- þrautinni. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessari efnilegu fim- leikakonu. Heiðarskóli í úrslit í Skólahreysti - Holtaskóli í 2. sæti og Akurskóli þriðji í undanúrslitum u Skólar úr Re ykjanesbæ röðuðu sér í þrjú efstu sætin í sjötta undanriðli Skólahreystis í íþróttahúsinu í Smáranum. Heiðarskóli endaði í efsta sæti en átta skólar af Suðurnesjum tóku þátt og jafn margir úr Hafnarfirði. Keppnin var hörð og jöfn fram á síðustu mínútu en lið Heiðarskóla hafði sigur að lokum með 91 stig, eftir harða baráttu við Holtaskóla, og vann sér þátttökurétt í úrslitum 16. maí sem verður í beinni út- sendingu úr Laugardalshöll. Lið Heiðarskóla skipa þau Andri Már Ingvarsson, Arnór Elí Guðjóns- son, Elma Rósný Arnarsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir. Holtaskóli varð í öðru sæti með 82,5 stig en í þriðja sæti var lið Akurskóla með 76,5 stig. Holta- skóli á ennþá möguleika á að komast í úrsit en þeir tveir skólar sem ná besta árangri í öðru sæti úr öllum undanriðlum komast í úrslitakepppnina. n Njarðvíkingar sigursælir á vormóti JSI: Gunnar heiðraður á aðalfundi Gunnar Örn Guðmundsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í júdó og einn af stofnendum og styrktaraðili júdódeildarinnar, var heiðraður fyrir störf sín á aðalfundi Júdódeildar UMFN/ Sleipnis, sem var haldinn 26. mars. Auk þess var minnisvarði um afrek hans hengdur upp á heiðursvegg deildarinnar. Mikið annríki hefur verið hjá júdó- deildinni að undanförnu. Um helg- ina var vormót JSI haldið og sigr- uðu Njarðvíkingar þrjá flokka og urðu í öðru sæti í stigakeppni liða. Og nú hafa þrír iðkendur deildar- innar verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamót- inu í júdó. Það eru þau Bjarni Darri Sigfússon, Sóley Þrastardóttir og Birkir Freyr Guðbjartsson. Björn Lúkas Haraldsson keppti á Mjölni Open og lenti í þriðja sæti í gífurlega sterkum flokki þar sem 28 keppendur tóku þátt. ÍG leikur í fyrstu deild ÍG frá Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í 2. deild karla eftir sigur á Álftanesi, 92-89. Liðið mun því spila í 1. deild á næsta tímabili. Með ÍG leika margir góðir Grindvíkingar á besta aldri en einnig má sjá þarna þá Pál Kristinsson frá Njarðvík og Keflvíkinginn Almar Guðbrands- son fyrir miðja mynd í aftari röð. Á leið sinni í úrslitin unnu ÍG menn m.a. sigur á Reyni Sandgerði. Daglegar fréttir á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.