Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 24
vf.is FIMMTUDAGURINN 3. APRÍL 2014 • 13. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR -mundi Ekki amalegt að vera köttur í Grindavík - Vísir að flytja allan fiskinn til bæjarins... Árni Sigfússon Þessi Fender gítar - berið stærðina saman við góðan iðnaðarmann fyrir neðan- var smíðaður af útskurðar- félaginu Einstökum, en hinn vatns- þolni Jón Ólafsson, tónlistarunnandi, gaf hann poppminjasafninu árið 2006- Kominn í Hljóma- höll yfir sal sem heitir Merkines- þar sem Ellý Vil- hjálms bjó í æsku! - opið hús á sunnudaginn! Einar Árni Jóhannsson "Kleppur er víða" - Englar alheimsins er algjört meistaraverk, hvort sem þú lest bókina, horfir á kvikmyndina eða sérð leikritið. Ég gerði allt þetta með nemendum 10.bekkja Njarðvíkurskóla í vetur, við fórum á leikritið í mars í Þjóðleikhúsinu og fannst mér mikið til koma - horfði aftur á RÚV í kvöld og á ekki lýsingarorð yfir frammistöðu Atla Rafns Sigurðarsonar leikara í hlutverki Páls Ólafssonar. Leiksigur ! - svo mikið er víst. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson‎ Sorgleg staðreynd að það er búið að loka frægustu lúgusjoppu landsins.. Aðalstöðinni..ættum eiginlega að mótmæla þessu. Sigurður G Þorsteinsson @ElvarFridriks viltu skipta? #bíllinn Elvar Friðriksson @SiggiGunnar Stutt í að tímabilið verði búið hjá þér þannig heldurðu að það taki því að skipta? Björn Geir "Flott nágrannarimma á kantinum ef Grindavík klárar Þór" - Hvaða sjomla fyrirsögn er þetta hjá Víkurfréttum? Stefán Thordersen Ekki slæmur dagur, Íg komnir í fyrstu deild, Njarðvík sópaði Haukum og síðast en ekki síst Stjarnan sópaði Keflavík Kristín Helga Magnúsdóttir 13 ára fermingarafmæli í dag... Það bara getur ekki verið!! Andrea Ösp Veit ekki hvort var fagnað meira í stúk- unni þegar Njarðvík komst áfram eða þegar Keflavík datt út! #neighbourlovin VIKAN Á VEFNUM 1 4 -0 8 7 1 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Viltu þjóna flugi með okkur? Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbygg- ingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Spennandi störf á Keflavíkurflugvelli VERKEFNASTJÓRI EIGNAUMSÝSLU Leitað er að öflugum tæknimenntuðum verkefnastjóra eignaumsýslu. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í verk- eða tæknifræði, hafa þekkingu á samningagerð og kostnaðareftirliti, reynslu í stjórnun verklegra framkvæmda auk þess sem sveinsbréf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun er kostur. Helstu verkefni: Greiningar og áætlanagerð í rekstri á mannvirkjum, rafkerfum og eignum Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Keflavíkurflugvelli ásamt eftirliti og umsjón með rafkerfum, viðhalds- og rekstrarferlum. Heildarflatarmál fasteigna í eigu og umsjá eignaumsýslu er um 56 þúsund fermetrar. UMSJÓNARMAÐUR RÆSTINGA Isavia leitar að umsjónarmanni ræstinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Umsækjendur þurfa að vera skipulagðir og úrræðagóðir með lipra og þægilega framkomu og geta unnið undir álagi. Helstu verkefni: Eftirlit og skipulagning ræstinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gegnum gæða- og eftirlitskerfi ásamt umsjón með lóðum og nærliggjandi svæðum. Heildarflatarmál fasteigna í eigu og umsjá eignaumsýslu er um um 56 þúsund fermetrar. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi á www.isavia/atvinna, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl. n Öflug konur hjá Rauða krossinum í Grindavík: Pakka meiru en deildin á Akureyri „Við erum svona tólf til fjórtán þegar best lætur og erum að þessu fram í maí. Þær eru svo duglegar að þessu að það er búið jöfnum höndum. Það kemur jafn mikið af pokum frá okkur og frá Akureyri, samt er íbúafjöldinn hér bara 10% af þeim,“ segir Birna Óladóttir, ein hressra og vaskra kvenna sem hitt- ast á mánudögum til að flokka og pakka fatnaði og efni sem Rauði krossinn í Grindavík hefur fengið fá íbúum bæjarins. Birna bætir við að gömul sængurver og lök séu afskaplega vel þegin því úr slíku séu saumaðar bleyjur. Einnig garn því úr því séu prjónaðir sokkar og vettlingar. Allt sem konurnar hafa pakkað í vetur og fyrravetur fer til Hvíta Rússlands. „Það á aldrei að henda neinu, þótt það sé götótt eða rifið. Þá getum við notað það í tæting sem seldur er út í efni.“ Kon- urnar hlakka í hvert sinn til að hitt- ast því félagsskapurinn sé frábær. „Svo er ósköp góð tilfinning að láta gott af sér leiða. Allt sem maður gerir á maður að gera af gleði,“ segir önnur Birna, Bjarnadóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.