Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 1
vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 10. APRÍL 2014 • 14. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku n Afmælisfagnaður í Grindavík í dag vegna 40 ára kaupstaðarafmælis: Í dag fagnar Grindavíkurbæjar 40 ára kaupstaðarafmæli. Í tilefni dagsins verður skemmtileg afmælisdagskrá fyrir alla aldurshópa frá morgni til kvölds. For- setahjónin heimsækja Grindavík á afmæl- isdaginn og koma víða við. Um morgun- inn verður flaggað um allan bæ í tilefni afmælisins og fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að halda upp á daginn með starfs- fólki sínu og taka vel á móti gestum. Versl- anir og þjónustuaðilar verða með tilboð í tilefni afmælisins. Ókeypis aðgangur verður í sund í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis og 20 ára af- mælis sundlaugarinnar. Eurovisionfararnir úr Pollapönk mæta á leikskólana Laut og Krók og skemmta ungum aðdáendum sín- um. Einnig verða strákarnir í Hópsskóla. Grindavíkurbær ætlar svo að gefa bæjar- búum frítt bókasafnsskírteini allt afmælis- árið. Dagkráin um kvöldið er svo ekki af verri endanum en þá verður m.a. boðið upp á Íþróttaafmælisfjör í íþróttahúsinu fyrir 3-8 ára sem vilja spreyta sig í þrautabrautum eða taka þátt í leikjum. Ýmis tónlistarat- riði verða í boði og mun Ari Eldjárn kitla hláturstaugar gesta með uppistandi í grunn- skólanum klukkan 19:00 þar sem grindvíski rapparinn Ari Auðunn hitar upp. Forsetahjónin til Grindavíkur Vatnalóa finnst í Garðinum Bjarni S æmundss onfuglaáhugamaður fann þessa vatnalóu í Garðinum í síðustu viku. Þetta er í fyrsta skipti sem fugl þessar tegundar finnst á Íslandi. Vatnalóa líkist mjög sandlóu en er ögn minni og með áberandi augnhring meðal annars. Ók inn í Bílanaust Sumar ökuferðir enda öðruvísi en ætlaðvar. Þessi bifreið hafnaði inni á gólfi í Bílanausti við Krossmóa í Reykjanesbæ.. Rúða í versluninni brotnaði og skemmdir urðu á bifreið á bílastæði framan við Bíla- naust. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en ökumanni og farþega var brugðið. Vatnalóan sem fannst í Garð- inum í síðustu viku. Myndina tók Bjarni Sæmundsson. HÖLL HLJÓMANNA OPNUÐ „Hér er risin virkjun tónlistarinnar, stærsta virkjun okkar í héraði – mælt í mannfólki sem vinnur beint við þessa virkjun, mælt í gleði af afrakstri þessarar virkjunar. Hér er virkjun sem framleiðir bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist – hér er virkjun mannsandans,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri við formlega opnun Hljómahallar í Reykjanesbæ sl. laugardag. Hljómahöll býr yfir einum glæsilegasta tónlistarskóla landsins og splunku- nýju Rokksafni Íslands. Árni og lofaði arkitektúrinn í húsinu og þá iðn- aðarmenn sem komu að verkinu sem hefur verið í framkvæmd síðustu fimm ár. Ítarlega er fjallað um Hljómahöll í blaðinu í dag. Í kvöld er Sjónvarp Víkurfrétta á dagskrá á ÍNN kl. 21:30. Þátturinn er tileinkaður Hljómahöll og innihlegur fjölda viðtala og tónlistaratriði. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vf.is í háskerpu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.