Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 GARÐASEL ATVINNA Aðstoðarleikskólastjóri Heilsuleikskólinn Garðasel auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra lausa til eins árs frá 11. ágúst 2014 – 11. ágúst 2015. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtoga- hæfileikum, jákvæðni, samskiptahæfni, þjónustulund og áhuga á þróun nýjunga í leikskólastarfi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. • Góð tölvukunná†a • Góð íslenskukunná†a Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla. Aðstoðarmatráður Starfskra‰ur óskast í 100% stöðu aðstoðarmatráðs frá 1. júní 2014 eða e‰ir samkomulagi. Helstu verkefni: • Að annast öll almenn störf í eldhúsi og þvo†ahúsi í samvinnu við matráð og leikskólastjóra leikskólans. Hæfniskröfur: • Óskað er e‰ir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi • Áhugi á að framreiða hollan og næringarríkan mat. • Eigi auðvelt með samskipti og sé tilbúinn að takast á við kre‹andi og skemmtilegt starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi sté†arfélags. Umsóknarfrestur fyrir bæði störf er til og með 28. apríl 2014. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg GuðjónsdóŒir leikskólastjóri í síma 420-3160 eða 896-5058 eða með tölvupósti á ingibjorg.gudjonsdoŒir@leikskolinngardasel.is EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 Forsvarsmenn LS L egal í Reykjanesbæ hafa opnað fast- eignasölu á skrifstofu stofunnar að Hafnargötu 51-55 í Reykja- nesbæ og hefur fasteignasalan hlotið nafnið PRODOMO. Lilja Valþórsdóttir mun gegna stöðu sölumanns fasteigna í fullu starfi og hefur hún þegar hafið störf. Forsvarsmenn LS Legal og starfs- menn PRODOMO telja að fram- undan séu spennandi tímar í ís- lensku atvinnulífi og á fasteigna- markaðnum. Þá hafa þeir fulla trú á því að það séu fjölbreytt tæki- færi framundan í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum. Ljóst er að aukin bjartsýni ríkir í atvinnulífinu á Suðurnesjum. Helstu starfssvið fasteignasölunnar eru sala íbúðar- og atvinnuhús- næðis, verðmöt á öllum tegundum eigna, gerð leigusamninga og önnur skjalagerð. Markmið starfs- manna PRODOMO fasteignasölu er að veita vandaða þjónustu á skil- virkan hátt. Starfsmenn leggja sig fram við að bregðast fljótt við fyrir- spurnum viðskiptavina, þannig að fasteignaviðskiptin geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. LS Legal er alhliða ráðgjafarfyrir- tæki í eigu Ásbjörns Jónssonar hæstaréttarlögmanns og Unnars Steins Bjarndal héraðsdómslög- manns. Á lögfræðistofunni starfa sjö lögfræðimenntaðir starfsmenn. Stofan er rótgróin og hefur veitt alla almenna lögmannsþjónustu á Suðurnesjum og víðar síðustu áratugi. LS Legal býður upp á lög- fræðiþjónustu á breiðum grunni og hafa lögmenn lögfræðistofunnar mikla og haldbæra reynslu af rekstri fasteignasölu og ráðgjafar á sviði fasteignakauparéttar. n Viðskipti og atvinnulíf: Ný fasteignasala í Reykjanesbæ Lilja Valþórsdóttir er sölumaður á fasteignasölunni Prodomo. Fjölmennur félagsfundur samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að fram- boðslista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ. Hlut- fall kynjanna er jafnt í efstu sex sætum listans sem og á listanum öllum. Framboðið er með lista- bókstafinn S. 1. Friðjón Einarsson, 57 ára bæjarfulltrúi, ráðgjafi og kennari, Suðurgötu 51 2. Guðný Birna Guðmunds- dóttir, 32 ára hjúkrunarfræðingur og mastersnemi, Vallarási 19 3. Eysteinn Eyjólfsson, 47 ára bæjarfulltrúi og leiðbeinandi, Íshússtíg 6 4. Dagný Steinsdóttir, 52 ára framkvæmdastjóri, Túngötu 18 5. Sigurrós Antonsdóttir, 33 ára hársnyrtimeistari, Kirkjubraut 13 6. Gunnar Hörður Garðarsson, 25 ára stjórnmálafræðinemi, Erlutjörn 2 7. Jón Haukur Hafsteinsson, 33 ára forstöðumaður sérdeildar og stjórnunarfræðinemi, Skógarbraut 928 8. Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, 42 ára fótaaðgerðafræðingur, Garðavegi 12 9. Ómar Jóhannsson, 33 ára þjálfari og nemi, Brekkubraut 5 10. Katarzyna Jolanta Kraciuk, 47 ára kennari, Heiðarvegi 19a 11. Teitur Örlygsson, 47 ára verslunarmaður og þjálfari, Melavegi 4 12. Heba Maren Sigurpálsdóttir, 31 árs þroskaþjálfi, Heiðarholti 26a 13. Hinrik Hafsteinsson, 19 ára stúdent, Hraunsvegi 23 14. Valgeir Ólason, 42 ára vakt- og björgunarstjóri, Reykjanesvegi 6 15. Elínborg Herbertsdóttir, 42 ára kennari, Álsvöllum 10 16. Elfa Hrund Guttormsdóttir, 42 ára félagsráðgjafi, Lágmóa 18 17. Arnbjörn H. Arnbjörnsson, 48 ára trésmíðameistari, Melavegi 13 18. Margrét Blöndal, 43 ára hjúkrunarfræðingur, Garðavegi 7 19. Vilborg Jónsdóttir, 32 ára þroskaþjálfi og sérkennslustjóri, Hæðargötu 14 20. Bjarni Stefánsson, 41 árs málarameistari, Íshússtíg 14 21. Ásmundur Jónsson, 68 ára rafvirki, Hlíðarvegi 60 22. Erna Þórdís Guðmundsdóttir, 76 ára kennari, Hjallavegi 5c n Listi Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ: S-listinn samþykktur á fjölmennum félagsfundi Átak í menntunar- málum sjúkra- flutningamanna u Heilbrigðisstofnun Suður- nesja hefur í samstarfi við nokkra aðila gert átak í mennt- unarmálum sjúkraflutninga- manna HSS í Grindavík og sent þrjá sjúkraflutningamenn í framhaldsnám í sjúkraflutn- ingum. Í tilkynningu frá HSS segir að stofnunin vilji koma á fram- færi þakklæti til þessara aðila því mikilvægt er að sjúkraflutn- ingamenn hafi kost á framhalds- menntun sem þessari. Námið er um 320 klst. og kennt í streymi með verklegum staðarlotum. Eftirtaldir aðilar, ásamt HSS, styrktu verkefnið: Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, Sjómanna- og vélstjóra- félag Grindavíkur, Stakkavík ehf, Vísir hf og Þorbjörn hf. Foreldrar ánægðir með skólastjóra í Reykjanesbæ uForeldrar nemenda í Reykja- nesbæ eru afar ánægðir með skólastjórana sína. Þessar upp- lýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman upp- lýsingum um starf grunnskóla á Íslandi. Í Skólavoginni kemur fram að skólastjórar í Reykjanesbæ voru í 4. sæti af þeim 27 sveitar- félögum sem tóku þátt í foreldra- hluta könnunarinnar hvað varðar ánægju með störf þeirra. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri er að vonum ánægður með sitt fólk og segir að vel hafi tekist til með val á skólastjórum. „Skólafólkið okkar hefur það að markmiði að laða fram það besta í hverjum og einum og búa nemendur undir fullorðinsárin. Mat foreldra- hópsins á störfum skólastjóranna bendir eindregið til að það sé þeim að takast,“ segir Gylfi Jón. -fréttir pósturu vf@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.