Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Gert er ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu næstu tvö ár til aukningar á afköstum á Kefla- víkurflugvelli. Vænta má að far- þegar verði orðnir yfir 7 milljónir árið 2023. „Afkoma félagsins er mjög góð og í takt við þær áætlanir sem við höfum unnið eftir undanfarin ár og miða að því að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Næsta skref er að stækka suðurbygg- ingu í flugstöðinni til vesturs með sex nýjum brottfararhliðum og bið- svæðum fyrir farþega og er sú fram- kvæmd þegar hafin. Þá kynntum við nýlega breytingar á verslunarsvæði flugstöðvarinnar og auglýstum eftir tilboðum í verslunarreksturinn. Með þessu höfum við lagt góðan grunn að uppbyggingu á flugvellinum sem félagið getur byggt á af krafti til fram- tíðar,“ segir Björn Óli Hauksson, for- stjóri Isavia, á aðalfundi félagsins sem haldinn var sl. föstudag. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir markmið með sameiningu Keflavíkurflugvallar og Flugstoða með stofnun Isavia árið 2010 hafa náðst. Félagið sé tilbúið að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að mæta auknum straumi ferðamanna til landsins. Flugfarþegar á Kefla- víkurflugvelli hafi fjölgað um 54% frá árinu 2010. Vænta má að farþegar verði orðnir yfir 7 milljónir árið 2023. Þessi öra fjölgun kalli á mikla upp- byggingu flugvallarmannvirkja á næstu árum. Auknar tekjur og umsvif Heildarafkoma Isavia í fyrra nam 3.217 milljónum króna sem er 2.479 milljóna aukning frá fyrra ári en af því námu tekjur af fjáreignum og fjár- skuldum 2.528 milljónum króna milli ára. Heildareignir samstæðunnar voru 34.511 milljónir króna í árslok og þar af voru varanlegir rekstrar- fjármunir og óefnislegar eignir um 29.036 milljónir. Aukning varð á umsvifum Isavia á síðastliðnu ári líkt og undanfarin ár. Tekjur félagsins námu alls 19.810 milljónum króna og jukust um 1.414 milljónir króna, eða 7,7% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði jókst um 421 milljón króna og nam 2.818 milljónum króna. Þessi afkoma er í takt við áætlanir félagins. Fjár- magnsliðir voru jákvæðir um 1.200 milljónir en styrking krónunnar á árinu skilað umtalsverðum gengis- hagnaði vegna lána í erlendri mynt. Leiðandi í ferðaþjónustu Isavia er í hópi leiðandi fyrirtækja í ferðaþjónustu og hefur hvatakerfi félagsins á Keflavíkurflugvelli með beinum hætti aukið flug til og frá landinu. Sautján flugfélög héldu uppi áætlunarflugi til landsins á síðasta sumri og sex í vetur og farþegafjöldi jókst um 15,6% milli áranna 2012 og 2013. Félagið undirbýr nú aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli vegna farþega- aukningar svo tryggja megi áfram framúrskarandi þjónustu við flug- rekendur og flugfarþega. Gert er ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu næstu tvö ár til aukningar á afköstum á Keflavíkurflugvelli, sem meðal ann- ars felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flug- stöðvarinnar með brottfararhliðum sem þjóna munu svonefndum fjar- stæðum í grennd við flugstöðina sem farþegum verður ekið að flugvélum í sérbyggðum rútubifreiðum. Þá er hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á versl- unar og veitingasvæðinu. Ef horft er til fjárfestingaætlunar samstæðunnar í heild næstu tvö árin, bæði nýfram- kvæmdir og viðhaldsframkvæmdir þá nemur sú fjárhæð ríflega 15 millj- örðum króna. Framsækin dótturfélög Dótturfélög Isavia eru Fríhöfnin og hugbúnaðarfyrirtækið Tern Sys- tems. Miklar breytingar og umbætur urðu hjá Fríhöfninni á síðastliðnu ári með opnun glæsilegra verslana, nýrri heimasíðu og nýju útliti á ásýnd félagsins. Fríhöfnin hlaut margar viðurkenningar á árinu 2013 og var m.a valin besta fríhöfn Evrópu. Einnig fékk fyrirtækið starfsmennta- verðlaun SAF, viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki og sem framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt könnun Creditinfo. Um 180 manns starfa hjá félaginu. Framkvæmda- stjóri er Ásta Dís Óladóttir. Tern Systems hefur í yfir 25 ár hannað og framleitt hugbúnað til flugumferðarstjórnar og þjálfunar flugumferðarstjóra og er með kerfi uppsett og í notkun hér á landi og víða í Evrópu, Asíu og Afríku. Hjá fyrirtækinu starfa 35 manns auk þess sem mikið af þekkingu og reynslu er sótt til móðurfélagsins eftir þörfum og verkefnum. Framkvæmdastjóri er Tómas Davíð Þorsteinsson. Gott rekstrarútlit Áætlað er að samanlögð velta Isavia samstæðunnar verði um 21,2 millj- arður króna á árinu 2014, og að um þriðjungur verði í erlendri mynt. Gert er ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins 2014 verði álíka og rekstraraf- koma ársins 2013. Gert er ráð fyrir nýjum lántökur á árinu vegna fyrir- hugaðra fjárfestinga, m.a. í endur- bótum á flugstöðinni og flugvallar- mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli. Stjórn félagsins Í stjórn voru kosin Heiða Kristín Helgadóttir, Ingimundur Sigurpáls- son, Matthías Páll Imsland, Sigrún Traustadóttir og Ragnar Óskars- son. Í varastjórn voru kosin Frið- björg Matthíasdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Norðfjörð, Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson og Tryggvi Haraldsson. -fréttir pósturu vf@vf.is Tekjur Isavia jukust um 1400 milljónir Framundan er stærsta ferða-sumar sögunnar hér á landi og hefur Isavia þurft að bregðast við síauknum ferðamannafjölda með miklum breytingum og stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kostn- aður við þær nemur í heild nærri tug milljörðum króna. Flugstöðin iðar af lífi en þar fer stærsti vinnustaður á Suðurnesjum. Starf- semin er af ýmsum toga og mikið um að vera í síbreytilegu landslagi ferða- iðnaðarins. Í samtali við Víkurfréttir sagði Guð- mundur Daði Rúnarsson aðstoðar- framkvæmdastjóri FLE að vel hefði tekist til að mæta þessari fjölgun f e r ð a m a n n a . Ým s u m a ð - gerðum hefur verið hrundið af stað og tals- verðum f jár- munum varið í u p p b y g g - ingu í F lug- stöðinni. „Við höfum verið að leggja töluverða áherslu á netinnritun og sjálfsaf- greiðslu. Þannig að þegar kúnninn kemur til okkar þá er hann eins vel undirbúinn og mögulegt er fyrir brottför sína,“ segir Guðmundur. „Þannig geta farþegar eytt meiri tíma í að njóta þess að vera á brottfarar- svæðinu í stað þess að staldra lengi við í innritun,“ bætir hann við en þar eru einmitt fyrirhugaðar töluverðar breytingar. Að mati alþjóðasamtaka flugvalla hefur vel til tekist en Flugstöðin hefur á undanförnum árum fengið margvísleg verðlaun fyrir það góða starf sem þar er unnið. Guðmundur fagnar því. „Við erum stolt af því og það sýnir að við erum á réttri leið hvað varðar farþegaupplifun,“ en Flugstöðin hefur þar með skipað sér á stall með nokkrum af bestu flug- völlum í Evrópu. Guðmundur segir að FLE taki alvarlega skoðanir far- þega en fyrir nokkrum árum kom hraði á innritun og internet aðgengi illa út hjá Flug- stöðinni. „Við höfum notað mælikvarða til þess að bregð- ast við og fara í fjárfestingar og samstarf með þ j ó n u s t u a ð - ilum á svæðinu til þess að bæta þá þætti.“ Dýrar en skynsamar fjárfestingar Hafnar eru framkvæmdir við upp- færslu farangurskerfisins í Flugstöð- inni fyrir fleiri hundruð milljónir en það mun tvöfalda afgreiðslu farang- urs. Maren Lind Másdóttir verkefnis- stjóri farangurskerfa segir að vegna breytinga verði að bregðast öðruvísi við hvað varðar innritun. Stækkun farangurskerfisins í þrjár línur er mikil framkvæmd en nauðsynlegt þótti að ráðast í þessa vinnu fyrir sumarið þrátt fyrir að það muni lík- lega bitna örlítið á páskaumferðinni. Niðurstaðan verður betri aðstaða bæði fyrir starfsfólk og farþega í FLE. Stækkun á suðurbyggingu stöðvar- innar er í plönunum en þannig verða hliðin 16 í stað 10 sem hefur í för með sér að afgreiða má mun fleiri vélar. Þeim framkvæmdum á að ljúka sumarið 2016. „Við erum byrjuð á dýrum en skynsömum fjárfestingum til þess að mæta þessari aukningu farþega,“ en Guðmundur telur það ferli að mæta kröfum þessa fjölda far- þega vera stöðugt. „Þetta er í stöðugri þróun og það er gaman að takast á við þessa stækkun. Á hverjum árs- fjórðungi er verið að takast á við nýja áskorun,“ segir Guðmundur en viðurkennir að vissulega geti þetta verið strembið. Erfitt er að spá fyrir um frekari farþegaaukningu á næstu árum en gert er ráð fyrir 10% aukn- ingu á næsta ári. Guðmundur telur að sníða verði stakk eftir vexti og sjá hversu vel flugfélögin geti annað aukningu ferðamanna en þar spila fleiri þættir ferðaþjónustu á Íslandi einnig stóra rullu. „Það er erfitt að spá lengur en næstu þrjú ár en við erum bjartsýn á framtíðina,“ sagði Guð- mundur en von er á stærsta ferða- mannasumri Íslandssögunnar núna. Átján flugfélög munu fljúga með far- þega til og frá Keflavík sumarið 2014. Nýverið bættust nýir áfangastaðir við sem og ný flugfélög. Flugstöðin er komin á kortið Isavia hélt kynningarfund á forvali vegna aðstöðu til verslunar- og veit- ingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í Hörpu nýlega. Samningstími rekstraraðila í brott- fararsal flugstöðvarinnar rennur út í árslok. Samhliða vali á rekstrarað- ilum verður ráðist í breytingar á brottfararsal flugstöðvarinnar og þjónustan endurskipulögð og er áætlað að henni ljúki vorið 2015. Það kemur til vegna mikilla breytinga á markaði og gríðarlegri aukningu farþega um Flugstöðina, þá sérstak- lega erlendra farþega. Gunnhildur Vilbergsdóttir viðskiptastjóri FLE segir að með auknu flæði erlendra farþega verði að mæta þeirra kröfum hvað varðar þjónustu. Síðast þegar endurbætur voru gerðar á brottfarar- svæði árið 2007 var jafnvægi erlendra ferðamanna og íslenskra nánast jafnt, en búist er við því að 70% farþega Flugstöðvarinnar verði erlendis frá á næstu árum. Því er ætlunin að bæta úrval veitinga og verslana. Gunnhildur segir að líklega geti orðið breytingar á þeim fyrirtækjum sem sjá munu um þessa þjónustu. „Það eru allar líkur á því. Allt er uppi á borðinu og hér þurfa allir að bjóða í þjónustuna aftur fyrir utan Fríhöfn- ina.“ Gunnhildur segir að það sé ekkert launungarmál að þær verslanir sem höfði helst til útlendinga séu að ná hvað bestum árangri hvað varðar sölu á varningi og nefnir hún sem dæmi íslenskar ullarvörur sem séu nú í tísku hjá mörgum. Þá sé ætl- unin að ná að tengja Ísland sterkum böndum við flugstöðina og þannig gera upplifun erlendra gesta af landi og þjóð sem sterkasta. Forvalið vakti mikla athygli innan- lands og erlendis, og sóttu um 200 manns kynninguna frá um 120 rekstraraðilum. Það má með sanni segja að slegist sé um að komast að í Flugstöðinni. „Það er verið að taka okkur alvarlega í þessum heimi, það mætti segja að við séum komin á kortið,“ segir Gunnhildur að lokum. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia í ræðustól á aðalfiundinum. Ný stjórn Isavia, Ragnar Óskarsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Sigrún Traustadóttir, Ingimundur Sigurpálsson og Matthías Páll Imsland. Guðmundur fyrir framan nýjasta barinn í stöðinni en hann hefur notið mikilla vinsælda eftir opnun í suðurbyggingunni. n Farþegum fjölgar og verslunarpláss í forval: Milljarða framkvæmdir til að mæta milljónum ferðamanna Gunnhildur Vilbergs- dóttir, viðskiptastjóri hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.