Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 pósturu vf@vf.is Hér er risin virkjun tónlistarinnar, stærsta virkjun okkar í héraði – mælt í mannfólki sem vinnur beint við þessa virkjun, mælt í gleði af afrakstri þessarar virkjunar. Hér er virkjun sem framleiðir bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist – hér er virkjun mannsandans,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri við formlega opnun Hljómahallar í Reykjanesbæ sl. laugardag. Bæjarstjóri hélt aðalræðu dagsins í tilefni þessara stóru tímamóta, opnun Hljóma- hallar, hallar sem býr yfir einum glæsi- legasta tónlistarskóla landsins og splunku- nýju Rokksafni Íslands. „Í þessu húsi leika saman frábær arkitektúr Sigvalda Thordar- sonar í Stapanum og Guðmundar Jónssonar í Hljómahöll með dyggri aðstoð THG arki- tekta,“ sagði Árni og lofaði iðnaðarmenn sem komu að verkinu sem hefur verið í fram- kvæmd síðustu fimm ár. Hér er gripið meira í ræðu bæjarstjórans og auðvitað kom hann inn á rokkara landsins, Rúnar heitinn Júlíus- son. „Á þessari stundu minnist ég vinar míns sem var með þeim fyrstu til að mæta á bæjarskrif- stofur til mín – og þá til að ræða framgang tónlistarinnar hér í bæ – með sínum blíða og hógværa hætti. Og honum var svo annt um að hafa rétt áhrif - að hann nefndi meira að segja við mig - líklega í fyrsta sinn - nafnið Reykjanesbær – Þetta var Rúnar Júlíusson. Baldur sonur hans sagði í tilefni af þessari opnun að „nú væri sveitapiltsins draumur“ að rætast! Við áttum marga fundi eftir það og stundum voru með í för aðrar tónlistarhetjur eins og Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sáu tækifærin í því að skapa okkur sess með tónlist, rétt eins og skólastjórar tón- listarskólans okkar, eða þekktir óperusöngv- arar – að auðga menninguna; skapa störf með tónlist. Þótt Rúnar Júlíusson væri manna iðnastur, skildi hann að það er ekki iðnaðarsamfélagið, með sinn 8-5 vinnutíma, matarhlé, hvíld- arhlé og stimpilklukkur - þar sem stritað er í verksmiðjum af fjölbreyttum toga - sem aðgreinir okkur frá dýraríkinu. Hann skildi að tónlistin er náttúrulegt lækn- ingalyf um leið og hún er eldfim tjáning mannkynsins, eitthvað sem snertir okkur öll, óháð því frá hvaða menningarheimum við erum; allir elska tónlist.“ Þetta hjartnæma fyrirbæri tónlist hefur einn- ig á sér aðra hlið. Hún skapar veraldleg verð- mæti. Hún skapar atvinnugreinar, skapar tekjur og lífsviðurværi. Hún er atvinnugrein eins og ferðaþjónusta, iðnaður, landbúnaður, fiskveiðar. Hlutur tónlistar er bæði mælan- legur á íslenskum vinnumarkaði og í lands- framleiðslunni. Á landinu eru yfir 80 tónlistarskólar og nem- endur í tónlistarskólum eru vel á 14 þúsund. Íslenskar rannsóknir sýna að skapandi greinar velta yfir 200 milljörðum á ári og mynda yfir 10 þúsund ársstörf. Hér er því mótuð enn ein mikilvæg stoð undir atvinnu- líf þjóðarinnar. Gott dæmi um ört vaxandi tækifæri í grein- inni er meiri snerting við alþjóðlegar tón- listarhátíðir. Þannig dregur tónlistin að sér ferðamenn og skapar af sér svo margvíslega aðra þjónustu því tengda. Dæmi um slíka nýja sprota hér á landi er ATP hátíðin að Ásbrú hér í Reykjanesbæ á fyrrum varnar- svæði. Í fyrra keyptu um 300 útlendingar farmiða til Íslands til að mæta á hátíðina. Nú eru þegar á annað þúsund erlendir tón- listaráhugamenn búnir að skrá sig. Hér eru líka ógrynni tækifæra sem við munum spila saman, Hljómahöll, alþjóðaflugvöllur, þetta svæði allt og höfuðborgin okkar – því tón- listin hefur það í eðli sínu að flæða og finna lausnir. Afar stór liður í þessu verkefni sem hér opnar er aðstaða fyrir Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Hinum megin við örþunnt glerið eru þeir sem eru að læra að skapa – þar er sáningin og vöxturinn – grunnurinn að fram- tíðinni. Hérna megin eru þeir sem hafa skapað og eru að skapa, vaxa áfram! Hér allt umhverfis er nú kominn Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar – stolt okkar bæjarbúa – alls með tæplega 800 nemendur,“ sagði Árni. „Ég vona að þið kynnist því hér að í þessu nýja húsnæði er öll aðstaða til fyrirmyndar, bæði til kennslu og tónleikahalds. Þetta eru merkileg tímamót í sögu tónlistarskóla- kennslu í Reykjanesbæ. Tónlistar- skólinn umlykur allan þenna sal á efri hæð og stóran hluta neðri hæðar hér fyrir aftan mig og mér á hægri hönd. Tónlistararfurinn með tónlistarskólann í forgrunni er ríkur í okkar samfélagi. Tónlistarmenn frá Keflavík, Njarð- Tilbúið tónlistarver! Tónlistarskóli var stofnaður hér árið 1957, fyrir tæpum sex áratugum. Skólarnir í Kefla- vík og Njarðvík hafa frá þeim tíma verið í bráðabirgðahús- næði. Menn eru búnir að vera að bíða eftir þessu í tæp 60 ár og nú er dagurinn; við erum að fá endanlegt sérbyggt hús fyrir tón- listarkennslu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, stjórnarformaður Hljómahallar í viðtali við Víkur- fréttir. „Ég er í skýjunum. Þetta er stór- kostlegt að fá að upplifa þetta og fá að taka þátt í þessari uppbygg- ingu,“ segir Kjartan Már þegar hann er spurður um upplifun sína af Hljómahöllinni. Kjartan efast ekki um að Rokksafn Íslands eigi eftir að draga að fjölda ferðamanna. Hann nefnir íslenskt tónlistarfólk í heimsklassa eins og Björk, Of Monsters And Men og Ásgeir Trausta og segir að ferða- menn vilji örugglega kynna sér söguna og úr hvaða jarðvegi þetta tónlistarfólk er sprottið. n - sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar þegar glæsileg Hljómahöll opnaði formlega 5. apríl. HÉR ER RISIN VIRKJUN TÓNLISTARINNAR vík og Höfnum mörkuðu djúp spor í hryntónlistarmenninguna á sjöunda áratugnum og enn í dag er talað um bítlabæinn Keflavík. Hér er elsta starfandi hljómplötuút- gáfa landsins, Geimsteinn, og síð- ustu árin hafa margar af þekktustu hljómsveitum landsins stigið sín fyrstu spor. Tónlistarskólinn, hljómplötuút- gáfan og sagan mynda frjóan jarð- veg fyrir unga tónlistarmenn. Jarð- vegurinn hefur getið af sér þekkta hryntónlistarmenn en einnig innan annarra stíltegunda tónlistar, eins og í jasstónlist, klassískri tónlist og þróun nútímatónlistar, þ.e. tón- skáld, hljóðfæraleikara, söngvara og tónlistarkennara. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið sér- lega góð og framtíðin sé björt.“ Fjárfest í tónlistinni Í dag skulum við öll gleðjast, líka þeir sem hafa gagnrýnt að nær hefði verið að greiða niður millj- arða lántökur vegna iðnaðarverk- efna í Helguvík. Ég leyfi mér að spyrja á móti. Hvað eiga trogbíll og flygill sameiginlegt? Jú, þau eru bæði flutningatæki en annað flytur tonn af möl og en hitt flytur tón- list. Það var kominn tími til að við fjárfestum einnig í nýjum flutninga- tækjum tónlistar. Og hvers vegna skyldum við ekki byggja á þessari löngu tónlistar- hefð okkar, rétt eins og við vinnum að fullvinnslu sjávarafurða. Hvers vegna skyldum við ekki búa sam- félag þar sem annað ræður för en klukka iðnbyltingarinnar? Til þess að svo megi verða þarf að fjárfesta í tónlist og menningu. Þau eru mörg verin á einhverju vinnslustigi í þjóðfélagi okkar í dag – orkuver- iðnver- rafræn gagnaver og ferðaþjónustan er helst mæld í sængurverum. En þetta er okkar tónlistarver og það er ekki væntan- legt – það er tilbúið! „Stórkostlegt að fá að upplifa þetta“ - segir Kjartan Már Kjartansson, stjórnarformaður Hljómahallar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri flutti opnunarræðu. Hér er hann með „Hjálmana“ í forgrunni. Úr kennslustofu í nýja tónlistarskólanum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.