Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014 13 Rokksafn Íslands, sýningin í miðju Hljómahallarinnar á eftir að vekja mikla athygli en undanfari þess er Poppminja- safn Íslands en fyrsta sýning þess var árið 1997 á veitingastaðnum Glóðinni í Keflavík. Hér er gripið í ræðu Árna: „Ég verð að leyfa ykkur að heyra lýsingu frá þessari fyrstu sýningu, þar sem textahöfundur þeirrar sýn- ingar, Þorsteinn Eggertsson, gerði merkan samanburð á Bítlunum frá Liverpool og Bítlunum frá Kefla- vík. Hann benti á þá heimsþekktu staðreynd að báðir bæirnir væru fimmtu fjölmennustu bæir sinna landa. Þorsteinn segir að skammt frá báðum bæjunum voru settar upp bandarískar herstöðvar eftir stríðið. Þar höfðu því unglingar tök á að heyra ameríska rokkmúsík á undan öðrum löndum sínum. Og áfram heldur Þorsteinn: Um 1960 kom Elvis Presley Eng- lands (Billy Fury) frá Liverpool en Elvis Presley Íslands (Þorsteinn Eggertsson) kom frá Keflavík. Þá segir Þorsteinn: Skammt frá Liverpool er bærinn Birkenhead en þaðan hafa komið nokkrir skemmtikraftar sem stundum eru kenndir við Liverpool. Rétt hjá Keflavík er bærinn Njarðvík. Þaðan hafa komið nokkrir skemmti- kraftar sem stundum eru kenndir við Keflavík. Þá bendir hann á þá staðreynd að Keflvíkingar og Liver- pool búar eru báðir þekktir fyrir „góð“ knattspyrnulið. Samlíkingu sína endar svo Þor- steinn með því að segja að á sínum tíma hafi starfað a.m.k. 270 hljóm- sveitir í Liverpool en 7 hljómsveitir í Keflavík. Miðað við höfðatölu hafi þó gróskan verið heldur meiri í Keflavík. En Rokksafn Íslands sem hér er, býður margfalt viðameiri sýningu. Þessi nýja sýning sem hér er byggir á gríðarlegri undirbúningsvinnu Jónatans Garðarssonar. Hann hefur verið mörg ár að safna þessu efni og skrifa og útfæra hugmyndir fyrir okkur. Ég fullyrði og veit að langmestur hluti hans vinnu hefur verið án nokkurrar fjárhagslegrar endurgjafar - mun meira í sjálf- boðavinnu og af einskærum áhuga og eldmóði fyrir að koma þessu verkefni í þá höfn sem hér er. Mér finnst vinna hans einkennast af þekkingu og ríkri réttlætistil- finningu sem vísar honum veginn. Ég veit líka að Jónatan gerði upp- haflega ráð fyrir að efnið gæti orðið mun viðameira og því var úr vöndu að ráða að koma því fyrir innan þessara veggja. Það þurfti að skera niður, fækka myndum og nöfnum, en samt eru hér vel á 5. þúsund nöfn einstaklinga og hljómsveita á veggjunum. Og þetta verður lifandi safn! Það er til ógrynni af upplýsingum sem á eftir að bæta við með ein- um eða öðrum hætti, fjölmargar hljómsveitir og einstaklingar sem á eftir að gera skil innan safnsins og nú hefst sú vinna að bæta við upp- lýsingarnar. Það verður gert með ýmsum hætti svo sem með efni á spjaldtölvum. Sá búnaður er þegar til hér. Sýningargestir geta fengið spjaldtölvur - slegið inn númer sem eru á flekunum, hlustað á tónlistina og fengið mun fyllri og ítarlegri upplýsingar um viðkomandi tíma- bil. Það sem sést í safninu er því grunn- sýning, tímaás sem ákveðið var að láta ganga í gegnum safnið en möguleikarnir á að bæta við með þessum hætti eru óendanlegir. Bæjarstjóri sagði í ræðu sinni að mikilvægur hluti af þess- ari heildarmynd væri okkar sögu- fræga félagsheimili Stapinn en húsið var vígt fyrir 49 árum síðan. „Til að varðveita söguna og við- halda þessu fornfræga húsi höfum við endurnýjað Stapann frá grunni og sett upp ýmsan fróðleik um að- draganda að byggingu Stapans. Það er gert á skiltum, á sérbúnum vegg utan við anddyri Stapans, og í tilefni af opnun Hljómahallar nú - þótti okkur við hæfi að setja upp veggmynd í anddyri Stapans af Ólafi heitnum Sigurjónssyni, hreppstjóra, aðalhvatamanni að byggingu Stapans á sínum tíma og miklum stuðningsmanni Hljóma. Hann útvegaði þeim æf- ingaaðstöðu og lánaði þeim fyrir fyrsta búnaðinn sem þurfti til að halda fyrsta ballið þeirra í Stap- LIFANDI ROKKSAFN ÍSLANDS HÉR ER RISIN VIRKJUN TÓNLISTARINNAR „Á árunum 1994-1998 fór ég fyrir vinnuhópi Bæjarstjórnar sem þá fjallaði um stefnumótun og framtíð tónlistarskólanna í bænum, sem þá voru tveir, annar í Keflavík og hinn í Njarðvík. Vinnuhópurinn lagði fram 4 tillögur sem hver um sig var nokkuð stór ákvörðun. Tillögurnar fjölluðu m.a. um að sameina tvo tónlistarskóla í einn, tónlistarkennsla yrði í grunn- skólum og hugað yrði að byggingu nýs hús fyrir tónlistarskólann. HLJÓMAHÖLL FYRST Á TEIKNI-BORÐIÐ FYRIR ÁRATUG Árið 2004 komu svo fram fyrstu hugmyndir um byggingu nýs hús- næðis undir Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og fjórum árum síðar tókum við fyrstu skóflustungu að þessari byggingu sem nú er Hljómahöll,“ sagði Böðvar Jóns- son, forseti Bæjarstjórnar Reyka- nesbæjar við opnun Hljómahallar. Með Böðvari munduðu Rúnar Júl heitin og Ragnheiður Skúladóttir, núverandi bæjarlistamaður skófl- urnar fyrir sex árum. STAPINN ENDURNÝJAÐUR FRÁ GRUNNI anum. Fjöllistamaðurinn Viðar Kristjánsson, sem á með öðrum margar góðar lausnir hér í hús- inu, hannaði uppsetninguna og setti þetta upp með aðstoð öflugra Sparra manna. Stapinn hefur allur verið endurnýjaður eins og þið sjáið þegar þið gangið þar inn, gegnt nýja tónlistarsalnum okkar í Bergi. Með því að byggja tengigang inn í þetta rými og sal í enda Stapa- salarins, sem við köllum Merk- ines - þar sem Ellý Vilhjálms var uppalin, er opnuð góð tenging við nýju bygginguna, rokksafnið og tónlistarskólann. Þannig skapast samtenging og stór fjölþætt ráð- stefnuaðstaða.“ Ýmis fróðleikur um aðdraganda að byggingu Stapans settur upp í anddyrinu Séð inn í Hljómahöllina. Rokksagan í tímalínu. Ýmsir munir, fatnaði rog hlutir frá hinum ýmsu tónlistar- mönnum eru í Hljómahöllinni. Hljómarnir komu að sjálfsögðu fram á opnuninni og sungu Bláu augun þín og Fyrsti kossinn. SJÁIÐ SJÓNVARPSÞÁTT VF FRÁ OPNUNINNI Á ÍNN, Á VF.IS OG KAPALVÆÐINGU

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.