Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Tónlistarmenn ánægðir með rokksafnið - segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar „Ég á alveg von á því að það verði smá umgangur hér í sumar af ferðamönnum. Hingað hafa komið bæði leikskóla- og grunnskólakennarar og það vilja allir koma hingað með hópana sína og sýna þeim Hljómahöllina,“ segir Tómas Young, framkvæmda- stjóri Hljómahallar. Tómas segir að í Hljómahöll sé besti búnaður sem völ er á til ráðstefnuhalds og mikil áhersla verði lögð á að draga slíka viðburði til bæjarins. Hægt sé að varpa mynd og hljóði á milli allra sala í húsinu. T.a.m. sé hægt að hafa beina útsendingu úr Stapa yfir í tónleikasalinn Berg og á fjóra myndvarpa í Rokksafninu og í bíósal í húsinu. „Í tónlistarskólanum eru einnig fjölmörg fundarherbergi og skólastofur sem má nýta til ráðstefnuhalda, þannig að við getum tekið á móti frekar stórum ráðstefnum,“ segir Tómas. Nýjasta tækni er einnig notuð á Rokksafni Íslands. Þar er öll framsetning myndræn. Textar og myndir eru á veggjum, þar eru níu skjáir sem miðla efni og þá fá sýningargestir spjaldtölvur með hljóð- og myndleiðsögn og þar með er Rokksafn Íslands fyrsta safnið á Íslandi til að taka það skref. Tómas segir að svokallað „SoundLab“ sé mjög vinsælt. Þar getur fólk sest við hljóðfæri, sett á sig heyrnartól og leikið af fingrum fram án þess að nokkur annar heyri. Þá þykir Tómasi vænt um að Brynjar í Of Monsters And Men hafi afhent safninu gítarinn sem fór í heimsreisu OMAM. Ljósa- búningur frá Páli Óskari er á sýningunni og þá er trommusett Gunnars Jökuls á sýningunni. „Gunnar notaði trommusettið á plötunni Lifun, sem er ein besta plata Íslandssögunnar,“ segir Tómas. Aðspurður um viðbrögð tónlistarmanna við sýningu Rokksafns Íslands, þá segir Tómas þau vera góð. „Þeir sem hafa komið hingað eru alveg gríðarlega ánægðir með hvernig sagan er sögð og hvaða tækni er verið að nota“. „Við ákváðum að byrja á tímalínu og byrja nokkuð aftarlega í tíma eða 1835 þegar Jónas Hallgrímsson yrkir „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“, sem er fyrsta íslenska poppið, lag sem allir lærðu og flaug um landið. Við tökum þetta svo í stökkum til ársins 1930 en þá verður alvöru útgáfa á Íslandi. Þá eru teknar upp fyrstu plöturnar hér á landi, einar 70-80 plötur. Síðan fylgjum við sögunni ár frá ári og allt til ársins í ár. Síðustu atburðir á sýningunni eru frá því núna í mars og svo þurfum við að halda áfram, því sagan heldur áfram,“ segir poppsérfræðingurinn Jón- atan Garðarsson, þegar hann er spurður út í það hvernig sýning Rokksafns Íslands er byggð upp. Jónatan er höfundur sýningarinnar og hefur varið ómældum tíma í heimildaöflun. Hann segir mikið grúsk og nördapælingu liggja að baki sýningunni. „Þetta var nett Kleppsvinna“. Hann segir að þegar öllu hafi verið safnað saman, þá hafi þurft að skera niður og það hafi verið langerfiðast. Mikið af efni sé til sem á eftir að vinna úr. Það fari m.a. á þá níu skjái sem séu í sýningarkerfinu og jafn- framt verður mikið af efni tiltækt á spjaldtölvum sem sýningargestir fá þegar þeir skoða rokk- sýninguna. Jónatan segir nóg pláss í hús- inu til að bæta við söguna. Þar se nóg pláss á gólfum og veggjum til að bæta við munum og þegar plássið þrjóti í Rokksafni Íslands, þá verði veggir tónlistar- skólans einnig teknir undir sýning- una. „Það er fullt af veggjum þar,“ segir Jónatan Garðarsson popp- fræðingur. „Besta tilfinningin í þessu húsi er að þetta er svona startkapall. Þetta er upphaf að einhverju sem á bara eftir að stækka og verða íburðarmeira og flottara,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður um Hljómahöll og Rokksafn Íslands. Páll Óskar hefur afhent Rokksafni Íslands alla sérsaumaða búninga sína, auk gullplatna og ýmissa aðra muna. Hugmyndin er að gera sérsýningu úr munum Páls Óskars, þó svo hún hafi ekki verið tímasett. Viðtal við Pál Óskar er í Sjónvarpi Víkurfrétta, sem sýnt verður á ÍNN og er jafnframt aðgengilegt á vf.is. Hljómarnir fóru aldrei í tónlistarskóla - segir Gunnar Þórðarson Hljómahöllin pósturu vf@vf.is Mikið grúsk og nördapæling liggja að baki sýningunni n Jónatan Garðarsson poppfræðingur er höfundur sýningar Rokksafns Íslands Hljómahöll er startkapall - segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason voru við opnun Rokksafns Íslands í Hljómahöll um liðna helgi. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þá félaga og verður viðtalið aðgengilegt á vef Víkurf- rétta. Þeir voru meðal annars spurðir hvort þeir hefðu getað ímyndað sér að svona safn myndi rísa á Íslandi. „Nei, ekki í þessum skala en þetta safn á hvergi annars staðar heima en hér því það er svo mikill auður af hæfileikaríku fólki sem hefur komið héðan. Þetta er mjög gott minnismerki um það,“ segir Magnús Þór Sigmundsson. Þetta safn á hvergi annars staðar heima - segja Magnús og Jóhann Tónlistarfeðgar fyrstir Tónlistarfeðgarnir Helgi Pétursson úr Ríó Tríói og Snorri Helgason tónlistarmaður voru fyrstu gestir Rokksafns Íslands á mánudag, fyrsta opnunardegi safnsins. Í til- efni af því fengu þeir rósir, bókina hans Arnars Eggerts „Tónlist...er tónlist“ og diskinn hans Rúnars Júlíussonar „Söngvar um lífið“. Snorri var á leið í flug en hann er að leggja í tónleikaferðalag með Ás- geiri Trausta og feðgarnir ákváðu að kíkja við á safninu fyrst og urðu þar fyrstu borgandi gestirnir á Rokksafni Íslands. Jóhann Helga, Leifur og Brynjar Leifsson. Elísa Newman tók lagið á opnuninni. Bryndís Guðmundsdóttir og Sambíó- hjónin, Guðný og Árni. Ragnheiður ráðherra og Árni Ragnars. Valdimar og Björgvin komu fram. Ásdís, Jónína og Kjartan Már. Guðmundur, Ragnheiður, Árni og Erlingur . Inga Birna, María Baldurs og Guðrún Á . Magnús Garðarsson og Fríða Rögnvalds . ÞAU VORU Á OPNUNARHÁTÍÐNINI OG MARGIR AÐRIR. SJÁIÐ FLEIRI MYNDIR Á VF.IS Gunnar Þórðarson tónlistar- maður sagði það sérstaka tilfinn- ingu að koma í Hljómahöllina. „Við byrjuðum 15 ára strákar og enduðum eins og aðrir, gamlir menn. Mér finnst þetta alveg frá- bært framtak hérna. Þetta er svo glæsilegt,“ segir Gunnar í samtali við Víkurfréttir. „Maður er kominn á þann aldur að allt svona til baka er skemmtilegt. Tónlistarskólinn er líka svo flottur og loksins kominn í gott húsnæði. Við Hljómarnir fórum aldrei í tón- listarskóla, en það er framtíðin,“ sagði Gunnar Þórðarson glaður í bragði. Magnús Kjartansson og hljómsveit ásamt Sönghópi Suðurnesja sem hann stýrir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.