Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014 21 -mannlíf pósturu vf@vf.is www.vf.is LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM + 83% KEFLAVÍKURKIRKJA DAGSKRÁ Helgihald í Keflavíkurkirkju, í dymbilviku og á páskum   Pálmasunnudagur, 13. apríl, kl. 17:00 og kl. 20:00 Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytur Sálumessu Fauré undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Einnig verða fluttar þekktar aríur, m.a. úr íslensku óperunni Ragnheiður sem slegið hefur öll met. Miðaverð kr. 2000.- Kynnir er sr. Skúli S. Ólafsson. Skírdagur 17. apríl, kl. 20:00 Kvöldmessa í kirkjunni. Lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Prestar eru sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson. Föstudagurinn langi 18. apríl, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og þeir hugleiddir. Prestar eru sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson. Páskadagur, 20. apríl, kl. 8:00 Hátíðarguðsþjónusta á páskdag. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason. Að guðsþjónustu lokinni verður messugestum boðið í páskadögurð Kirkjulundi. Annar í páskum, 21. apríl, kl. 11:00 Barnastund í Keflavíkurkirkju. Páskaguðspjallið lesið og góðir gestir koma í heimsókn. Páskaeggjaleit! Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir stundina ásamt Systu, Esther og Önnu Huldu. Kór Keflavíkurkirkju syngur við guðsþjónustur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Keflavíkurkirkja www.keflavikurkirkja.is HVATNINGARVERÐLAUN FRÆÐSLURÁÐS ER EKKI ÁSTÆÐA TIL HRÓSA Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eir tilnefningum til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi skólaári. Tekið er á móti tilnefningum á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fram til 2. maí 2014. STYRKIR ÚR SKÓLAÞRÓUNARSJÓÐI FRÆÐSLURÁÐS MANNGILDISSJÓÐS Hlutverk sjóðsins er að veita styrki og viðurkenningar sem að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik-, grunn- og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Styrkirnir eru vei”ir í samráði við reglur fræðsluráðs um styrki til þróunarverkefna frá 2006. Sækja þarf um til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir 2. maí 2014. 20% KYNNINGAR AFSLÁTTUR af öllum Sothys vörum í Lyfju Keflavík 10. - 14. apríl. Sérfræðingur verður með kynningu föstudaginn 11. apríl. Rakanærður líkami – falleg húð Yndislegt body lotion sem gefur húðinni raka og mýkt á einstakan hátt með langvarandi virkni. Hentar vel fyrir erfið svæði eins og olnboga, hné og fætur. Almond seed extract og Shea butter sem nærir. White lupine styrkir varnarfilmu líkamans. LÍKAMSSKRÚBBUR – FYLGIR FRÍTT MEÐ ÁSAMT GLÆSILEGRI TÖSKU CHERRY BLOSSOM ILMKJARNAR NÆRA HÚÐINA OG VÉLRÆNU SKRÚBBKORNIN SKILJA HÚÐINA EFTIR SILKIMJÚKA. body lotion tvö orð Setja punkt í lok ensku setninganna tveggja í lokin, annars tengjast þær og verða ruglingslegar. :) FYRSTA HJÓLASTÓLA- RÓLAN Á ÍSLANDI Ný hjólastólaróla var tekin í notkun við 88 húsið í Reykjanesbæ sl. föstudag. Rólan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en hún er staðsett í ört vaxandi ung- mennagarðinum við 88 Húsið við Hafnargötu. Ástvaldur Ragnar Bjarnason fékk þann heiður að fara fyrstu ferðina en hann skemmti sér konunglega. Boðið var upp á grillaðar pylsur og Sóley Þrastardóttir formaður Ungmennaráðsins flutti stutt ávarp sem og Árni Sigfússon bæjarstjóri. Sóley sagði að þeir sem væru bundnir við hjólastól ættu að eiga sama rétt og aðrir á að skemmta sér. Það að róla hafi hingað til ekki verið fyrsti kostur fyrir þá sem eru í hjólastól, en með tilkomu þessarar rólu myndi það von- andi breytast til hins betra. „Vonandi verður þessi nýja róla mikið notuð og mín ósk er sú að það verði mjög skemmti- legt að róla í henni,“ sagði Sóley við vígslu rólunnar. Snædís Guðmundsdóttir og Óskar Haraldsson eru sigur- vegarar í Superform-áskorun 2014. Þátttakendur æfa í Sport- húsinu á Ásbrú. Árshátíð Super- form var haldin sl. laugardags- kvöld þar sem úrslitin voru birt. Áskorunin hófst 15. janúar og stóð yfir í 12 vikur eða þar til á laugar- daginn. Árangurinn stóð ekki á sér en keppendur undir leiðsögn Sævars Inga Borgarssonar, eiganda Superforms. Þátttakendur lögðu mikið á sig og sneru við blaðinu varðandi hollt mataræði og heil- brigða hreyfingu. Allir keppendur fengu góð ráð um mataræði bæði í fyrirlestrarformi og ráð- gjöf í gegnum tölvupóst. Að auki var boðið var upp á fyrirlestur með Hauki Inga Guðnasyni sem ráðlagði um það hvernig er hægt að ná ár- angri og setja sér raunhæf markmið. Heildarverðmæti verðlauna í keppninni voru hvorki meira né minna en 1,3 milljónir króna en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Eins og fyrr segir voru það Snæ- dís Guðmundsdóttir og Óskar Haraldsson sem enduðu í fyrsta sæti en þau náðu hreint út sagt frábærum árangri og fengu bæði í sinn hlut 100.000 krónur í bein- hörðum peningum ásamt veg- legum gjafabréfum frá Superform, Sporthúsinu, Nike, Sci Mx, Bláa Lóninu, Sportvörum, Snyrti Gall- erý og Cabo. Í öðru sæti urðu Laufey Vil- mundardóttir og Einar Orri Einars- son og í þriðja sæti voru Harpa Rós Drzymkovska og Guðni Sigurbjörn Sigurðsson. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim og öllum hinum keppendunum. Eftir að úrslit voru kunngerð ákváðu báðir sigurvegarar að láta allt sitt verðlaunafé renna til góðra málefna. Óskar Haraldsson setti 100.000 krónur í söfnun fyrir æskufélaga sinn Gylfa Örn Gylfa- son en hann háir hetjulega baráttu við hvítblæði um þessar mundir. Snædís Guðmundsdóttir gerði slíkt hið sama ásamt því að bæta við öðru eins í nafni fyrirtækis síns Dís íslenskrar hönnunar og að auki gaf verslunin 10-11 inn- eign að andvirði 100.000 krónur. Snædís ákvað að færa Huldu Ósk Jónsdóttur og Hirti Fjeldsted, vina- fólki sínu, alla fjárhæðina en þau eru foreldrar ungs drengs að nafni Stefán Sölvi sem hefur undanfarið glímt við erfið veikindi og dvelur að mestu leyti inni á Barnaspítala Hringsins. Rausnarlegt framtak hjá þeim báðum. Superform og Sporthúsið þakkar öllum keppendum fyrir frábæra keppni og öllum styrktaraðilum fyrir veittan stuðning. n Sigurvegarar í Superformi létu gott af sér leiða: Gáfu verðlaunafé til góðra mála Snædís Guðmundsdóttir og Óskar Haraldsson eru sigurveg- arar í Superform-áskorun 2014.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.