Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 MIÐVIKUDAGURINN 16. APRÍL 2014 • 15. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Gleðilega páska! Glaðir Grindvíkingar í fertugsafmæli Þær voru glæsilegar Lovísa H. Larsenvarabæjarfulltrúi og Birna Bjarna- dóttir úr afmælisnefnd bæjarins á 40 ára kaupastaðarafmæli Grindavíkur sl. fimmtudag. Þessi mynd var tekin af þeim eftir hátíðarfund bæjarstjórnar Grinda- víkur og með þeim er auðvitað Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Inni í blaðinu er fleira efni tengt fertugsafmæli Grindavíkur. Þá er vikulegur þáttur Sjón- varps Víkurfrétta tileinkaður afmælinu í Grindavík. Hann verður sýndur á morgun á ÍNN, vf.is og á Kapalvæðingu Reykjanes- bæjar. „Það gekk mjög vel að fá fólk listann. Mikill áhugi og stemning fyrir þessu. Ég er að hlýða kalli stuðnings- fólks míns. Það er fullt af fólki sem vill breytingar,“ segir Gunnar Þórarinsson, efsti maður á lista Frjáls afls, sem kynnti í gær framboðslista sinn til sveitarstjórnar- kosninga í Reykjanesbæ. Gunnar segir marga hafa hvatt sig til sér- framboðs eftir grein sem hann skrifaði og lýsti yfir framboði ef næg hvatning yrði. „Og það varð. Ég fékk ákveðið brautar- gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en það fór eins og það fór. Ég er ekki í neinni fýlu vegna þess. Ég og við viljum breyta bæjar- félaginu til hins betra.“ Stefnumálin segir Gunnar að verði birt eftir páska en Frjáls afl muni standa fyrir meiri aga í fjármálum bæjarins, aðhaldi og slíku. „Við viljum gera trúverðugari fjárhagsáætlanir og svo nátt- úrulega að vera raunsæ í tekjuöflun og slíku þegar lýtur að atvinnumálum. Einnig ætlum við að styðja við grunngildin í samfélaginu, barnafólk og eldri borgara,“ segir Gunnar. Þá er ljóst að sjötta framboðið til bæjar- stjórnarkosninga í Reykjanesbæ kemur frá Pírötum. Trausti Björgvinsson mun leiða listann. Framboðslisti þeirra verður birtur á vf.is en hann hafði ekki borist Víkurfréttum áður en blaðið fór í prentun. Krakkarnir á leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ voru kát og komin í páskaskap þegar blaðamann bar að þar garði í gær. Þau höfðu verið að föndra páskaskraut að undanförnu og skreyta skólann sinn með því. Víkurfréttir óska Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra páska. VF mynd: olgabjort@vf.is ■■ Gunnar Þórarinsson leiðir lista Frjáls afls í Reykjanesbæ. Píratar bjóða einnig fram í bæjarfélaginu: Ég er ekki í neinni fýlu Næsta blað 23. apríl Víkurfréttir koma næst út miðviku- daginn 23. apríl. Skilafrestur auglýs- inga er þriðjudaginn 22. apríl. Aug- lýsingasíminn er 421 0001 og póstfang auglýsingadeildar er fusi@vf.is.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.