Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 2
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is „Við höfum unnið lengi með góðum hópi og höfum góð sambönd bæði við tæknifólk og viðskiptavini sem treysta að um sé að ræða góða vöru,“ segir Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Thorsil, í viðtali við Víkurfréttir. Einnig hafi verið gerðir langtímasamningar sem ekki séu háðir sveiflum á markaði. Aukin eftirspurn sé eftir kísilmálmi og sam- dráttur er hjá stórum framleiðendum. „Það fer saman að þetta er býsna þroskað verkefni og markaðsaðstæður eru jákvæðar. Þegar er búið að setja einn milljarð í verkefnið. Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta muni ganga upp,“ segir Eyþór. Thorsil ehf. og Reykjaneshöfn undirrituðu fyrir helgi samning um 160 þúsund fermetra iðnaðar- lóð í Helguvík í Reykjanesbæ, þar sem Thorsil áformar að reisa kísil- málmverksmiðju. Verksmiðjan mun framleiða um 54.000 tonn af kísilmálmi á ári og nota til þess 87 MW af raforku á klukkustund eða um 730 GWh á ári. Um 130 starfsmenn munu starfa hjá verk- smiðjunni sem áætlað er að hefji framleiðslu í lok árs 2016. „Lóðin í Helguvík, sem Thor- sil hefur samið um leigu á, hefur marga kosti fyrir rekstur kísil- málmverksmiðju. Á lóðinni er hentugt byggingarland og hún er í aðeins um 450 metra fjarlægð frá hafnarbakka í Helguvíkurhöfn. Fyrir hendi er góð höfn sem er fyrirtækinu mikilvæg vegna flutn- inga á hráefnum og afurðum til og frá verksmiðjunni. Með þessari staðsetningu mun verksmiðjan enn fremur njóta þess að vera nærri stórum vinnumarkaði með nægu hæfu starfsfólki fyrir okkar starf- semi,“ sagði Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Thorsils í tilefni af undrirritun samningsins. Fyrir hönd samningsaðila undir- rituðu lóðarsamninginn Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsils, og Pétur Jóhannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar. Vottar voru Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, og Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Thorsil. „Allt bendir til þess að þetta gangi upp“ – Thorsil áformar að reisa kísilmálmverksmiðju í Helguvík Nýtt kísilver á að taka til starfa 2016 í Helguvík – Verkefni upp á 12 milljarða króna Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undir-ritaði fjárfestingarsamning við United Silicon hf. í síðustu viku vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Um er að ræða nýfjárfestingarverkefni sem hljóðar upp á 74 milljónir evra, eða tæplega 12 milljarða íslenskra króna. Áætluð ársframleiðsla kísilversins er 21.000 tonn af kísli og 7.500 tonn af kísilryki. Gert er ráð fyrir að 60 starfsmenn komi til með að vinna við verksmiðjuna og starfs- menn við byggingu hennar verði allt að 200. Miðað er við að fram- leiðsla hefjist á árinu 2016 og að fullum afköstum verði náð 2017. Fjárfestingarsamningurinn er gerður með fyrirvara um heimild Alþingis, sem aflað verður með sérlögum, og samþykkis Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA). Samkvæmt samningnum eru veittar nauðsyn- legar ívilnanir til verkefnisins sem felast fyrst og fremst í 15% tekju- skatti og 50% afslætti af almennu tryggingargjaldi í 10 ár frá því að gjaldskylda myndast en að hámarki í 13 ár frá því samningurinn tekur gildi. Að auki veitir sveitarfélagið Reykjanesbær verkefninu ákveðn- ar ívilnanir til jafn langs tíma. Við undirritun lóðarsamningsins: Hákon Björnsson (t.h.) og Pétur Jóhanns- son hafnarstjóri undirrituðu samninginn. Að baki þeim standa f.v. Eyþór Arnalds, Árni Sigfússon bæjarstjóri og Einar Magnússon, formaður stjórnar Reykjaneshafnar. Hákon Björnsson og Pétur Jóhannsson á lóð Thorsils í~Helguvík, þar sem Thorsil mun reisa verksmiðju sína. Jákvæð rekstrarniðurstaða en tap vegna fjármagnsliða XuRekstrarniðurstaða samstæðu Reykjanesbæjar var jákvæð um 2,6 milljarða króna fyrir afskriftir og fjármagnsliði fyrir árið 2013. Hreint veltufé frá rekstri jókst milli ára, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Handbært fé frá rekstri jókst milli ára og skuldaviðmið stendur nánast í stað. Reiknað tap samstæðu nemur 973 milljónum króna að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða. Taprekstur af Reykjaneshöfn nam 650 milljónum króna en þrátt fyrir mjög erfiðan rekstur hafnarinnar undanfarin ár eru vonir bundnar við nýja samninga sem undirrit- aðir hafa verið síðustu daga, svo sem fjárfestingarsamningur við United Silicon og lóðarsamningur við Thorsil, ásamt samningi við Brúarfoss um framkvæmdir vegna vatnsútflutnings, að því er segir í til- kynningunni. Eignir hækkuðu um tæpan 1,8 milljarð króna í bæjarsjóði og 2,6 milljarða króna í samstæðu. „Rekstrarniðurstaðan ber þó merki þess að enn urðu tafir á atvinnu- verkefnum í Helguvík, hærri verð- bólga varð en Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir og mun hærri kostnaðarliðir urðu vegna fjárhagsaðstoðar við at- vinnulausa íbúa en kostnaður fé- lagsþjónustu er 152 milljónir króna umfram áætlun. Þá var mikil fjölgun leikskólabarna vegna flutnings fjölskyldufólks í bæ- inn en heildarkostnaður jókst um 97 milljónir króna umfram áætlun. Í fimmta lagi fluttust tekjur eigna- sjóðs frá árinu 2013 yfir á þetta ár og eru því ekki í ársreikningi 2013,“ segir í tilkynningunni. HEIÐARSKÓLI ATVINNA Í Heiðarskóla er öflugur starfsmannahópur og þar er lögð áhersla á metnaðarfullt skólastarf. Unnið er eir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Áhugasamir kennarar óskast til starfa á næsta skólaári. Starfssvið: • Íslenskukennsla á unglingastigi • Stærðfræðikennsla á mið- og unglingastigi Menntunar og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og ré‡indi til kennslu í grunnskóla • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Góðir samstarfshæfileikar • Metnaður til að ná góðum árangri í skólastarfi • Áhugi á þróun skólastarfs Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2014. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Halla Þórhallsdóir skólastjóri í síma 894 4501 eða 420 4500. FASTEIGNIR REYKJANESBÆJAR AÐALFUNDUR Aðalfundur Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. verður haldinn miðvikudaginn 7. maí 2014 að Tjarnargötu 12 kl. 17:00. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. HEIÐARSKÓLI NÁMSRÁÐGJAFI Námsráðgjafi óskast til starfa við Heiðarskóla í Reykjanesbæ frá og með 1. ágúst 2014. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun í náms- og starfsráðgjöf • Kennslureynsla á grunnskólastigi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð • Skipulagshæfni, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda • Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að störfum sem snúa að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda • Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Karlar jafnt sem konur eru hva‡ir til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Halla Þórhallsdó‚ir skólastjóri í síma 420 4500 eða 894 4501 Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2014. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.