Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Síða 4

Víkurfréttir - 16.04.2014, Síða 4
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 Gistinóttum fjölgaði um 39% XXGistinóttum á hótelum á Su ðurnesjum f jölgaði um heil 39% í febrúar 2014, en sú hækkun var mest á landsvísu. Gistinætur á hótelum á landinu öllu í febrúar voru 160.400, en það er 13% aukning miðað við febrúar 2013. Gistinætur er- lendra gesta voru 84% af heildar- fjölda gistinátta en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 1%. Árið 2013 voru 5313 gistinætur á hótelum á Suðurnesjum en alls 7392 í ár. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar. Grindavík áfram eftir spennandi rimmu - Grindvíkingar í undanúrslitum Útsvars XXLið Grindavíkurbæjar hafði nauman sigur eftir æsispenn- andi viðureign á móti Mos- fellsbæ í átta liða úrslitum spurningakeppninnar Útsvars á föstudag. Grindavíkurbær hlaut 87 stig en Kópavogur 82 stig og réðust úrslitin undir blálokin. Jafnt var framan af en Grind- víkingar sigu fram úr á síðustu spurningu sinni, og sigruðu með 5 stiga mun. Þá er orðið ljóst hverjir mæta í undanúrslit þetta árið. Einnig var dregið í lok þáttar og raðaðist það þannig að Reykja- vík mætir Fljótsdalshéraði næst- komandi miðvikudag og Akranes mætir Grindavíkurbæ 25. apríl. -fréttir pósturX vf@vf.is Samningur um rekstur tjald- svæðis Sandgerðisbæjar Samningur milli Sandgerðis-bæjar og I-Stay ehf um rekstur tjaldsvæðis Sandgerðisbæjar í samvinnu við bæinn var undir- ritaður í síðustu viku. I-Stay hefur fengið leyfi til að byggja sex smáhýsi á tjaldsvæðinu og hyggst félagið reka þau samhliða rekstri tjaldsvæðisins. Nú þegar eru risin fjögur hús og unnið er að frágangi þeirra. I-Stay hefur hafið markaðssetningu svæðisins. Foreldrar nemenda í Reykjanesbæ eru afar ánægðir með skólastjórana sína. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman upplýsingum um starf grunnskóla á Íslandi. Í Skólavoginni kemur fram að skólastjórar í Reykjanesbæ voru í 4. sæti af þeim 27 sveitarfélögum sem tóku þátt í foreldrahluta könnunar- innar hvað varðar ánægju með störf þeirra. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri er að vonum ánægður með sitt fólk og segir að vel hafi tekist til með val á skólastjórum. „Skólafólkið okkar hefur það að markmiði að laða fram það besta í hverjum og einum og búa nemendur undir fullorðinsárin. Mat foreldrahópsins á störfum skólastjóranna bendir eindregið til að það sé þeim að takast,“ segir Gylfi Jón. Gerir heimildarmynd um heiðursborgara Steinbogi kvikmyndagerð í Garðinum vinnur nú að heimildamynd um Guðna Ingimundarson, nýkjörinn heiðursborgara í Garði. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að styrkja gerð myndarinnar um Guðna um 300 þúsund krónur. Áætlað er að myndin verði tilbúin í sumar. Á myndinni eru frá hægri: Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri, Jónas Inga- son framkvæmdastjóri I-Stay og Guðjón Þ. Kristjánsson fræðslu- og menningarfulltrúi. Guðni Ingimundarson heiðursborgari. Foreldrar ánægðir með skólastjóra í Reykjanesbæ HÁALEITISSKÓLI ATVINNA Kennarar óskast til e irfarandi starfa: Á yngsta- og miðstigi. Tónmenntakennari í 30-50% stöðu Menntunar og hæfniskröfur: Ré indi til kennslu í grunnskóla Góð mannleg samskipti Góð íslenskukunná a Vilji til að vinna að framgangi PBS innan skólans Íþró akennari Starfssvið: Íþró a- og sundkennsla í 1.-7. bekk Menntunar- og hæfniskröfur: Sömu og hér að ofan auk ré inda til sundkennslu Ráðgjafi með reynslu af grunnskólum óskast í 30-50% stöðu Menntunar og hæfniskröfur: Háskólagráða í félagsvísindum Þekking og reynsla af grunnskólastarfi Góð mannleg samskipti Góð íslenskukunná a Vilji til að vinna að framgangi PBS innan skólans Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Sækja skal um störfin rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Upplýsingar gefur Anna Sigríður Guðmundsdó†ir, skólastjóri, í s. 420 3050 / 694 5689 FRÁ BYGGÐASAFNI REYKJANESBÆJAR HLUTIR O.FL. ÓSKAST Þann 29. maí verður opnuð sýning á vegum safnsins á miðloši Bryggjuhúss Duushúsa. Þar verður saga svæðisins kynnt frá upphafi og fram á 20. öld. Hluti af sögu svæðisins tengist ferðalögum af margvíslegu tagi. Nú auglýsum við ešir hlutum eða myndum sem tengjast ferðalögum sem gætu nýst okkur á sýningunni. Það sem við sækjumst ešir eru t.d. póstkort, minjagripir, ferðabúnaður, gamlir flugmiðar, útrunnin vegabréf, ljósmyndir teknar í útlöndum og á ferðum innanlands. Einnig höfum við mikinn áhuga á öllu sem varðar flugreksturinn á Keflavíkurflugvelli í þessu samhengi, t.d. minjagripum tengdum flugi t.d. nælur, módel, bollastell með merki flugfélaga og einkennisbúningar. Áhugasamir hafi samband við Sigrúnu í síma 865 6160 eða með tpósti: byggdasafn@reykjanesbaer.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.