Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 6
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Nú er ljóst að sex framboð verða í boði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykja- nesbæ. Nokkur hreyfing virðist vera í þessum málum því fyrir síðustu kosningar voru framboðin fjögur. Nú eru sjö vikur til kosninga og má því ætla að fjör fari að færast í leikinn. Þó er staðan misjöfn hjá framboðunum. Sum eru þegar komin á fullt með málefnavinnu á meðan önnur hafa ekki lokið gerð fram- boðslista en hafa rétt klárað það. Spennandi verður að sjá hvað verður helst í umræðunni; hvað verður í forgangi hjá flokkunum. Samfylkingin hefur t.d. rætt um breyttar áherslur í rekstri bæjar- félagins og vill leggja meiri áherslu á að fjárfesta í fólki frekar en steypu. Gunnar Þórarinsson, fyrrverandi liðsmaður Sjálfstæðis- flokksins þar sem hann var bæði forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs á þessu kjörtímabili, leiðir „Frjálst afl“ og segir í viðtali í Víkurfréttum að nýja framboðið muni standa fyrir meiri aga í fjármálum bæjarins. Lítið hefur heyrst frá Framsóknarfólki en þar er fyrir nokkru kominn fléttulisti sem Framarar binda vonir við. Stóri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið með hreinan meirihluta í þrjú kjörtímabil er eitthvað laskaður eftir uppákomuna með Gunnar Þórarinsson sem fór út en segist ekki vera í fýlu. Hvað Sjálfstæðismenn munu leggja áherslu á er erfitt að ímynda sér en þeir hafa verið duglegir að undanförnu í stórum málum, með nýrri Hljómahöll, nýju hjúkrunarheimili og framgangi í skólamálum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur fréttum um ný fyrir- tæki í Helguvík fjölgað að undanförnu. Umræðan hefur á köflum verið þeim erfið, aðallega vegna fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar sem aðrir hafa gagnrýnt en Sjallar hafa reynt að að verjast henni. Það vekur nokkra athygli að þrír flokkar eru áfram með sömu oddvita og nýtt framboð, „Bein leið“, skartar fyrrverandi bæjar- fulltrúanum Guðbrandi Einarssyni. Allir flokkar vilja hafa konur en það gengur misvel að ná þeim í bæjarpólitíkina. Þær eru þó á listunum en hvergi er kona í efsta sæti. Kolbrún Pétursdóttir, þriðja á lista framboðsins, skrifar skemmtilegan pistil í Víkurfréttir ný- lega, um hvernig það sé að vera farin í pólitík. „Það sem mig langar hins vegar að gera öðru fremur er að vera heiðarleg, vinna vel, sýna auðmýkt og geta viðurkennt að ég kann ekki allt og á örugglega eftir að gera mistök. En það hljómar bara leiðinlega,“ segir hún. Það er nefnilega málið. Að skella sér í pólitík er meira en að segja það. Það fylgir því nokkur ábyrgð og mannfólkið sem er í kring er duglegt að gagnrýna þá sem gefa sig í þetta. Það eru ekki allir sem þola það, eðlilega, því allir eru jú að reyna sitt besta. Höfum það í huga, nú þegar bæjarpólitíkin er að fara á fullt. Fjör að færast í bæjarpólitíkina -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is ■■ Fólk á öllum aldri kaupir í matinn í Ship-O-Hoj: „Plokkfiskurinn langvinsælastur“ „Grilltíminn er að hefjast og fólk er farið að spá. Um leið og sólin skín fer það í gírinn og vill fá ferska og góða vöru á grillið. Það verður hvílíka borðið hérna í sumar, fullt af gómsætum réttum,“ segir Margrét Ör- lygsdóttir, eigandi Ship-O-Hoj í Reykjanesbæ. Við spurðum hana hvort eitthvað sérstakt verði í boði vegna komu páskanna. „Páskalærið verður úrbeinað með beikon- og villisveppafyllingu. Það verður alveg grand.“ Reyndar verður lokað hjá þeim á laugardeginum um páskahelgina svo að Margrét hvetur fólk til að gera matarinnkaupin fyrir páskana í dag. Tilbúnir réttir gratineraðir á staðnum Margrét segir að fólk á öllum aldri komi og kaupi í matinn hjá henni. Tilbúnir réttir sem settir eru í álbakka og ostur yfir séu mjög vinsælir. „Við spörum fólki uppvaskið því þetta fer bara beint inn í ofn og svo er hægt að borða beint úr bakkanum.“ Þá sé humar- súpan mjög vinsæl og nauta rib-eye steikurnar, lamba- fillet og t-bonesteikur, tilbúið á grillið. Þau séu með úrval svínakjöts, lambakjöts og nautakjöts og auk þess alls kyns kartöflurétti og sósur og slíkt. Þá segir Mar- grét lönguna einnig vera mjög vinsæla, sem og stein- bítinn. Þegar líður að sumri muni þau einnig vera með spjót af ýmsu tagi til að setja á grillið. Svona heilt yfir sé þó fiskurinn mjög vinsæll í byrjun viku og kjötið þegar líði á vikuna og um helgar. „Svo er ég með plokkfisk sem ég geri sjálf. Hann er vinsælastur og það fréttist víða. Mér finnst hann líka mjög góður þó ég segi sjálf frá,“ segir Margrét hlæjandi. Á besta stað Staðsetning Ship-O-Hoj berst í tal og Margrét segir hana ekki geta verið betri. Svæðið frá Borgarvegi og til og með Krossmóa sé nokkurs konar 101 Reykja- nesbær. Reksturinn hafi gengið glimrandi vel síðan hún tók við fyrirtækinu af bróður sínum, Gunnari Örlygssyni, í febrúar. „Svo erum við komin á 21. öldina og það verður að vera hægt að bjóða upp á almennilegt kjöt- og fiskborð á Suðurnesjum,“ segir Margrét með áherslu. Það verður að vera hægt að bjóða upp á almennilegt kjöt- og fiskborð á Suðurnesjum Staðsetningin er 101 Reykjanesbær KONUKVÖLD SUMAROPNUNARTEITI GS KVENNA 23. APRÍL 2014 HÚSIÐ OPNAR KL. 19.00 – FORDRYKKUR Í BOÐI MATUR FRÁ GUNNA PALLA TÍSKUSÝNING FRÁ GOLFBÚÐINNI Í HAFNARFIRÐI RÆÐUMAÐUR KVÖLDSINS GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR HAPPDRÆTTI JÓNSI Í SVÖRTUM FÖTUM SKEMMTIR MIÐASLA Í GOLFSKÁLANUM OG Á TANNLÆKNASTOFU KRISTÍNAR HAFNARGÖTU 45. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GS.IS MIÐAVERÐ KR. 2.500 KVENNANEFND GS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.