Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Side 7

Víkurfréttir - 16.04.2014, Side 7
Umhverfisdagar á Suðurnesjum 22. – 26. apríl 2014 Dagana 22. til 26. apríl nk. eru íbúar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum hvattir til þátttöku í fegrun og snyrtingu umhverfisins. Stöndum öll saman að því að halda umhverfi okkar hreinu og notum umhverfisdagana til að hreinsa til í kringum okkur og koma ruslinu frá okkur. Hvetjum yngri sem eldri til aðstoðar við hreinsun umhverfisins og sýnum öllum hvað frábært er að hafa umhverfið hreint og snyrtilegt. Gjaldfrjálsir dagar fyrir heimilin á Suðurnesjum 25. og 26. apríl Öll heimili á Suðurnesjum geta losað sig við rusl og annan úrgang án þess að greiða fyrir, á staði sem tilgreindir eru hér í þessari auglýsingu föstudaginn 25. apríl og laugardaginn 26. apríl. Móttökustaðir fyrir rusl og annan úrgang eru eftirtaldir: ♥ Í Vogum á gámaplani Kölku við Jónsvör. ♥ Í Grindavík á gámaplani Kölku við Nesveg. ♥ Í Garði á lóð áhaldahúss bæjarins við Gerðaveg. ♥ Í Sandgerði á lóð áhaldahúss bæjarins við Strandgötu. ♥ Í Reykjanesbæ eru þrjú eftirtalin móttökusvæði: ➢ Á gámaplani Kölku í Helguvík ➢ Á gatnamótum Engjadals og Trönudals í Innri – Njarðvík ➢ Á plani við Grænásbraut 920 (Top of the Rock) á Ásbrú Gjaldfrjálsir opnunartímar á móttökusvæðum eru frá kl. 13:00 til 18:00 föstudaginn 25. apríl og frá kl. 10:00 til 18:00 laugardaginn 26. apríl. Starfsmenn okkar munu taka vel á móti ykkur og munið að það flýtir mikið fyrir að koma með ruslið vel flokkað. Nánari upplýsingar má fá hjá Kölku í síma 421 8010.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.