Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Page 8

Víkurfréttir - 16.04.2014, Page 8
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -fréttir pósturu vf@vf.is Hið nýja húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll er afar vel búið hljóðfærum og öðrum búnaði. Nýja skólahúsið er rúmgott, en skólinn fór úr 12 nemendarýmum gömlu húsanna, í alls 30 nemendarými. Þar af eru 25 kennslustofur fyrir hljóðfæra- og söngkennslu, tónfræðagreinakennslu, smærri samleiks- og samsöngshópa og tölvutónlistarkennslu, eða tónver. Þar fyrir utan eru tvö rými sem til- heyra upptökuveri Tónlistarskólans sem Hljómahöll mun einnig nýta. Auk þess er í skólanum stór og einstaklega vel búinn hljómsveita- salur, sem er m.a. settur upp og allt- af tilbúinn fyrir a.m.k. 50 manna hljómsveit. Tónlistarskólinn er svo búinn tveimur stofum sem eru ein- göngu ætlaðar nemendum til að æfa sig í, en það er alltaf eitthvað um að nemendur hafi ekki góðar aðstæður heima fyrir til að æfa sig. Þeir hafa þá aðstæður til þess í sjálfum Tónlistarskólanum. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefur greiðan aðgang að báðum tónleikasölum Hljómahallar. Ann- ars vegar er það Stapi sem tekur um 400 tónleikagesti í sal og á svölum og hins vegar Berg sem tekur um 100 tónleikagesti í sæti á stöllum, þannig að yfirsýn tónleikagesta til flytjenda er mjög góð. Stapi og Berg eru báðir mjög fallegir tónleika- salir og hljómburður afar góður. Í þessum tveimur tónleikasölum eru afbragðs góðir flyglar sem voru valdir sérstaklega af tveimur virtustu píanóleikurum landsins. Í Stapa er Bösendorfer flygill Grand- konsert stærð, eða 270 cm langur. Í Bergi er Steinway & Sons flygill af C stærð, eða 227 cm langur. Hvor um sig hæfa sölunum einstaklega vel. Í Hljómahöll er einnig lítill og ein- staklega fallegur kvikmyndasalur, Félagsbíó, með nauðsynlegum búnaði til að sækja myndbönd af netinu sem og til að spila mynd- diska og annað efni. Skólinn hefur aðgang að Félagsbíói fyrir nem- endur og kennara. Það er því ljóst að Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samvinnu við Hljómahöll, býr við allra ákjósanlegusu aðstæður til kennslu og tónleikahalds. Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar skapar störf Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er sá vettvangur eða sú stofnun Reykja- nesbæjar sem veitir flest atvinnu- tækifærin í tónlist. Tónlistarskólinn er jafnframt sá hvati sem nemendur skólans, sem standa á krossgötum eftir menntaskóla eða í tónlistar- námi sínu þurfa, til að sjá að tón- list, hvaða nafni sem hún nefnist, er afar áhugaverður og raunhæfur kostur til að leggja fyrir sig sem atvinnugrein. Hið nýja húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll gefur nemendum skól- ans alveg nýja mynd af aðstöðu til tónlistarnáms og -iðkunar og setur nýjan „standard“ á þá aðstöðu sem er samboðin tónlistarnemendum og kennurum þeirra. Sú hring- iða tónlistarmannlífs sem sam- legðaráhrifin innan Hljómahallar mynda, mun styðja þetta unga fólk í ákvörðun sinni að gera tónlist að atvinnu. Vonandi í fyllingu tímans, mun svo unga fólkið okkar koma til baka til Reykjanesbæjar og Tón- listarskólans sem atvinnumenn í tónlist og tónlistarkennslu. ■■ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sómir sér vel í nýrri Hljómahöll: Aðstaða til tónlistarnáms hvergi betri Rekstrarafkoma jákvæð í Garðinum – Skuldaviðmið sveitafélagsins aðeins 3,4% ■uSamkvæmt nýjum ársreikningi Sveitafélagsins Garðs var rekstur ársins 2013 í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er rekstrarafkoma mun betri en árið á undan. Sveitarfélagið býr við þá stöðu að skuldaviðmið er aðeins 3,4%, en samkvæmt fjármálareglum sveitarstjórnarlaga má þetta viðmið ekki fara umfram 150% af tekjum. Sveitarfélagið uppfyllir hins vegar ekki svonefnda „jafnvægisreglu“ sveitarstjórnarlaga, um hallalausa rekstrar- niðurstöðu á þriggja ára tímabili. Samkvæmt ársreikningnum sem var til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar, þann 9. apríl 2014, námu rekstrartekjur í saman- dregnum rekstrarreikningi A- og B-hluta alls kr. 946 milljónum. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð kr. 922 milljónum. Rekstrartekjur A-hluta námu kr. 916 milljónum, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrartekjum kr. 893 milljónum. Rekstrarafkoma bæjarsjóðs í A- hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði (Framlegð / EBITDA) er jákvæð að fjárhæð kr. 40 milljónir, í fjárhagsá- ætlun var gert ráð fyrir að afkoman væri jákvæð kr. 39,6 milljónir. Rekstrarafkoman í ársreikningi árs- ins 2012 var jákvæð kr. 6,2 milljónir. Rekstrarafkoma í samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð kr. 73 milljónir, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu kr. 71 milljón. Rekstrarafkoman í árs- reikningi ársins 2012 var jákvæð kr. 37,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða ársins, eftir af- skriftir og fjármagnsliði í saman- teknum rekstrarreikningi A- og B-hluta er rekstrarhalli kr. 9,8 milljónir, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir halla kr. 6,7 millj- ónir. Rekstrarniðurstaða ársins 2012 var neikvæð kr. 50,1 millj- ón. Rekstrarniðurstaða A-hluta er halli að fjárhæð kr. 6,8 milljónir, í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir halla að fjárhæð kr. 1,7 milljónum. Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2012 var neikvæð kr. 45,5 millj- ónir. Í yfirliti um sjóðstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri í saman- teknum reikningsskilum A- og B-hluta var kr. 99 milljónir og handbært fé frá rekstri var kr. 70,5 milljónir. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri væri kr. 98,4 milljónir og handbært fé frá rekstri kr. 94,9 milljónir. Heildareignir bæjarsjóðs í A- hluta námu kr. 2.852 milljónum og heildareignir í samanteknum reikningi A- og B-hluta kr. 3.170 milljónum. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í A- hluta voru kr. 403 milljónir og í samanteknum reikningi A- og B- hluta kr. 676 milljónir. Eiginfjárhlutfall í samandregnum reikningi A- og B-hluta var 78,66% í árslok 2013, eða það sama og var í árslok 2012. Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs í A-hluta var í árslok 2013 85,86%, en var 85,75% í árlok 2012. Úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. OPIÐ FRÁ 10:00-22:00 ALLA PÁSKANA! HRINGBRAUT

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.