Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014 9 Hafa skal það sem betur hljómar Hin nývígða Hljómahöll hefur farið langt fram úr mínum væntingum hvað varðar glæsileika, aðbúnað og aðstöðu. Fyrst skal nefna Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem nú hefur flutt starf- semi sína úr örþreyttu húsnæði á Austurgötu og Þórustíg í aðstöðu eins og hún gerist best. Var haft á orði að ekki væri skólinn eingöngu með þeim betri á landinu heldur þyrfti að leita langt út fyrir hina margfrægu landsteina til að finna jafn góða aðstöðu. Er ég ekki í nokkrum vafa um að hér eftir sem hingað til mun skólinn ala af sér afreksmenn í tónlist sem eiga eftir að viðhalda tónlistararfinum okkar. Rokksafn Íslands opnaði síðan hinn 5. apríl við mikla viðhöfn og frábærar viðtökur. Er það einkar ánægjulegt að við í Reykjanesbæ skulum vera fyrst til að koma upp safni til heiðurs íslenskri hryn- tónlist. Upphaf þessa safns má rekja til poppminjasafns sem fyrst var komið upp á Glóðinni og vann faðir minn, Rúnar Júlíus- son, ötullega að því að koma hug- myndinni áleiðis. Á safninu er sögu hryntónlistar gerð góð skil í máli og myndum frá upphafi vega þegar Jónas Hallgrímsson samdi lífseigasta „hittarann“ sem enn er sunginn á mannamótum „Hvað er svo glatt“. Nýjasti gripurinn er gítar Brynjars Leifssonar úr Of monsters and men sem er að gera garðinn frægan fyrir utan áður- nefnda landsteina. Síðast og alls ekki síst skal nefna vel heppnaðar endurbætur á Stapanum þannig að nú er þar fyrsta flokks aðstaða fyrir hvers konar viðburði, tónleika, árs- hátíðir og ráðstefnur. Vel fer á því að flétta þessar þrjár einingar saman undir nafninu Hljóma- höll því þær styðja allar hver aðra og hafa sterka sögulega vísun. Hljómar, Pónik og Einar, Júdas og fleiri hljómsveitir áttu Stapa og Ólafi Sigurjónssyni, Stapahaldara mikið að þakka og er það ánægju- legt hve vel hefur tekist til með tengingu gamla félagsheimilisins við safnið og skólann. Í mínum eyrum getur þetta ekki hljómað betur. Baldur Guðmundsson ■■ Eysteinn Eyjólfsson bæjarfulltrúi skrifar: Fjárfestum í fólki frekar en steypu Sa m f y l k -ingin setti málefni fjöl- skyldunnar á oddinn í kosn- ingunum 2010. V i ð v i l d u m forgangsraða í rekstri bæjarins til þess að verja fjölskyldurnar, börn og unglinga, fyrir verstu áhrifum kreppunnar. Að okkar mati var allt of langt gengið í niðurskurði í þessum málaflokki á kjörtíma- bilinu; Frístundaskólinn er ekki svipur hjá sjón, hvatagreiðslur voru aflagðar, umönnunar- greiðslur eru lægri hér en í ná- grannasveitarfélögum og leik- skólagjöld hafa hækkað – svo eitthvað sé nefnt. Við gerðum allt við gátum til að hnika meirihluta bæjarstjórnar í rétta átt. Lögðum m.a. ítrekað fram breytingartillögur við fjárhagsá- ætlun Reykjanesbæjar sem gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til barna og unglinga – t.d. til að endurvekja hvatagreiðslur – og til atvinnumála og vildum á móti minnka mjög fjármagn til kynningarmála hjá bænum og framlög til stjórnmála- flokka. Þessar tillögur felldu sjálf- stæðismenn, ítrekað. En dropinn holar steininn. Barátta okkar skilaði m.a. því að hvata- greiðslur hafa verið teknar aftur upp – en eru samt allt of lágar. Þá tókst okkur að fá meirihluta sjálf- stæðismanna til að draga til baka 5% hækkun þjónustugjalda árið 2014 og komum í veg fyrir að leik- skólagjöld, gjald fyrir skólamáltíðir, tónlistarskóla og frístundaskóla væru hækkuð með tilheyrandi kostnaði fyrir barnafjölskyldur bæjarins. Þrefaldar hvatagreiðslur = hálft hringtorg Við höfum bent á að það er hægt að létta hag fjölskyldu- og barnafólks í bænum okkar með því að for- gangsraða á nýjan hátt. Sem dæmi má nefna að rekstrarárin 2013 og 2014 greiðir Reykjanesbær 3-400 milljón krónum minna til EFF. Við lögðum áherslu á að nýta þetta tímabundna svigrúm til að hlífa íbúum Reykjanesbæjar við gjald- skrárhækkunum sem hafa verið töluverðar undanfarin ár en ekki í minnisvarða. Hvatagreiðslur eru nú 10.000 kr. á barn sem nýttar eru til þess að styrkja íþrótta-, menningar- og tómstundastarf barna. Á síðasta ári var aðeins sótt um hvata- greiðslur fyrir 42% barna á grunn- skólaldri í Reykjanesbæ. Þessu þarf af breyta. Ef við þreföldum hvatagreiðslur í 30.000 kr. á barn og gerum ráð fyrir að foreldrar 60% barna á grunnskólaaldri nýti sér greiðslurnar myndi það kosta bæinn um 25 milljónir til viðbótar á ári. Helminginn af því sem Parísarhringtorgið kostaði en heildarkostnaður við torgið nam 55.542.590 kr. samkvæmt upp- lýsingum framkvæmdastjóra Um- hverfis- og skipulagssviðs Reykja- nesbæjar (Vegagerðin greiðir 25 milljónir af þeirri upphæð) og um það bil jafn mikið og bæjarhliðin við Reykjanesbrautina kostuðu – svo við setjum upphæðirnar í sam- hengi. Ný sýn – breyttar áherslur Á málefnafundum Samfylkingar- innar og óháðra höfum við m.a. rætt undanfarið hvernig við getum breytt forgangsröðun til að gera hag fjölskyldna vænni og bæinn okkar betri: Brúa bilið milli fæðingaror- lofs og leikskóla með fjölbreyttum aðferðum, t.d. hækka umönnunar- greiðslur og lækka leikskólaaldur, hækka hvatagreiðslur, efla Frí- stundaskóla og koma á íþróttaskóla innan hans, tryggja systkinaafslátt þvert á íþróttagreinar, efla skóla- starf á öllum skólastigum og efla fjölskyldu- og félagsþjónustuna, svo eitthvað sé nefnt. Næsta víst er að við munum breyta áherslum og fjárfesta í fólki frekar en steypu fáum við til þess brautar- gengi. Er ekki kominn tími á það? Eysteinn Eyjólfsson bæjarfulltrúi 3. sæti á lista Samfylk- ingarinnar og óháðra -aðsent pósturu vf@vf.is SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR Vaxtarsamningur Suðurnesja Verkefnastyrkir – Aukaúthlutun Vaxtarsamningur Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum í hluta þeirra fjármuna sem sjóðurinn hefur til úthlutunar á grundvelli samnings milli Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættar vöru eða þjónustu. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi verkefni feli í sér samstarf þriggja eða fleiri fyrirtækja og falli að markmiðum samningsins sem og verklags- reglum um úthlutun. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi þátttakenda. Til ráðstöfunar eru 8 milljónir króna. Skilgreining á styrkhæfum kostnaði, umsóknareyðublöð og aðrar upp- lýsingar er að finna á vefsíðu Vaxtarsamnings vaxtarsamningur.sss.is. Umsóknarfrestur er til kl. 16, miðvikudaginn 30. apríl 2014. Umsóknum skal skilað á netfangið vaxtarsamningur@heklan.is. Nánari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, bjork@heklan.is sími 420 3288 heklan.is Vígsluafmæli Ytri- Njarðvíkurkirkju ■u Í tilefni 35 ára vígsluafmælis Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. apríl n.k., sumardaginn fyrsta, verður boðið til kaffisamsætis að lok- inni guðsþjónustu sem hefst kl. 11. Systrafélag kirkjunnar mun formlega afhenda höfðinglega gjöf til kirkjunnar. Allir velunn- arar kirkjunnar eru hvattir til að mæta og taka þátt í guðsþjón- unni þar sem sóknarprestur þjónar fyrir altari og kór kirkj- unnar leiðir söng undir stjórn organista kirkjunnar. Einnig að þiggja veitingar í boði sóknar- nefndar að henni lokinni. Ók undir áhrifum kannabis ■uEinn ökumaður var tekinn úr umferð í vikunni sem leið í umdæmi lögreglunnar á Suður- nesjum vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð stað- festu að hann hefði neytt kanna- bisefna. Þá var annar ökumaður staðinn að akstri án þess að nota öryggisbelti. Sótsprenging í bátskamínu ■uLögreglan á Suðurnesjum fékk í síðustu viku tilkynningu um eld í báti sem lá bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Hafði vegfarandi orðið var við reyk sem lagði frá bátnum og lét vita. Þegar að var komið reyndist hafa orðið sótsprenging í kamínu í honum. Nokkur reykur var í lúk- arnum, en skemmdir af völdum sprengingarinnar, reyndust óverulegar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.