Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 10
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Óli Haukur Mýrdal starfar sem ljósmyndari hjá Fríhöfninni auk þess sem hann rekur OZZO Photography, sem er fjölbreytt ljós- myndaþjónusta. Óli Haukur hefur víða vakið athygli fyrir myndir sínar og hefur þurft að neita fjölda verkefna vegna mikillar eftirspurnar. Víkurfréttir tóku hann tali um starfið og möguleikana sem tengjast því. Áhuginn kviknaði í flugnámi „Það má segja að áhuginn fyrir ljós- mynduninni hafi kviknað í kjölfar flugnámsins sem ég stundaði árið 2005. Að vera einn þarna uppi í vélinni með sjálfum sér og njóta útsýnisins gaf mér alveg nýja sýn á ljósmyndun,“ segir Óli Haukur og að ævintýrið hafi í raun byrjað skömmu síðar þegar hann keypti myndavél, Canon 400D. „Þá fór ég að mynda allt og alla og árið 2006 skráði ég mig í nám í ljósmyndun í New York. Tveimur árum síðar fékk ég verkefni frá auglýsinga- stofum og viðburðafyrirtækjum og kominn á fullt skrið í atvinnu- mennskuna.“ Í dag notast Óli Haukur við léttar og góðar vélar sem henta í flest öll verkefni. Sting fékk landslagsmyndir á veggina Óli Haukur hefur komið að mörgum spennandi verkefnum með samstarfsaðilum síðustu ár. Má þar nefna Johnnie Walker, True North Productions, Lazytown Int- ernational, Amazing Race, Red Bull, Paradox Interactive og fleiri aðila. Söngvarinn Sting er mikill Íslandsvinur og hann leigði veiði- hús hér á landi um tíma og vildi hafa myndir úr íslenskri náttúru á veggjum hússins. „Valið stóð á milli mynda frá mér og RAX og mínar voru valdar. Það var mikil heiður“. Breyta brúðkaupsdeginum til að bóka ljósmyndara Spurður um uppáhaldsmyndefni segir Óli Haukur fjölbreytileikann vera skemmtilegastan. „Að fá að skapa sinn eiginn heim í kringum viðfangsefnið, hvort sem það er landslag eða portrait, ferðast og hitta fólk og skoða ólíka menningarheima.“ Hluti af starfi Óla Hauks er að flakka heimshorna á milli og hann var m.a. í bresku Kólumbíu á ljónaveiðum í desember. Einnig stendur til að fara til Afríku í maí en verkefnin komi oft með stuttum fyrir- vara. „Ég vinn náið með ferðaskrifstofum á Íslandi og fer mikið í hvataferðir. Ég var fullbókaður í brúðkaups- myndatökur sumarsins fyrir nokkrum mánuðum síðan og sérhæfi mig mikið í þeim. Ég vil gera eitthvað sérstakt fyrir hvern og einn og legg mikinn metnað í það,“ segir hann. Einnig sé hann mikið bókaður í fermingar- og árshátíðarmyndatökur. „Ég vil frekar taka færri verkefni að mér og gera þau vel. Fólk hefur verið að breyta brúð- kaupsdögum sínum til að ég geti myndað stóra daginn,“ segir Óli Haukur hreykinn. Valinn fram yfir RAX ■■ Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari: -mannlíf Olga Björt Þórðardóttiru olgabjort@vf.is Eyjafjallajökull. Við Gígjökul.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.