Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Page 12

Víkurfréttir - 16.04.2014, Page 12
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Verður haldinn í húsi félagsins að Víkurbraut 46 í Grindavík 15. maí kl. 18:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir lagabreytingar sem voru samþykktar á síðasta aðalfundi verður að tilkynna um framboð minnst tveimur vikum fyrir fundinn eða 1.maí. Á þessum fundi verður kosið um formann félagsins og 5 stjórnarmenn og 4 í varastjórn. Einnig skal kjósa 3 í stjórn sjúkrasjóðs , 3 í stjórn orlofssjóðs, 3 í kjörnefnd og 3 varamenn í þessar stjórnir. Einnig eru kosnir 5 manns í trúnaðarráð. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til þessara starfa fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir 1. maí 2014. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00. AÐALFUNDUR VERKALÝÐSFÉLAGS GRINDAVÍKUR Grindvíkingar fögnuðu 40 ára kaupstaðarafmæli með veglegri og fjöbreyttri dagskrá á afmælisdaginn 10. apríl og heiðruðu forsetahjónin Ólafur Ragnar og Dorrit þá með nærveru sinni allan afmælisdaginn. Þau heimsóttu leikskóla og grunnskóla og skoðuðu m.a. sögusýningu sem nemendur gerðu í tilefni afmælis bæjarins og spjöll- uðu við krakkana. Þá hittu forsetahjónin eldri borgara bæjarins og drukku með þeim kaffi. Ýmislegt fleira var gert í Grindavík í tilefni tímamótanna og veður- guðirnir voru í sínu besta skapi. Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn á afmælisdaginn og þar var samþykkt að veita sex Grind- víkingum heiðursviðurkenningar fyrir störf í þágu samfélagsins í Grindavík. Viðurkenningarnar voru afhentar í afmælishófi í Grindavíkurkirkju. Sexmenningarnir sem fengu heiðursviðurkenningu voru þau Birna Óladóttir fyrir félagsstörf, Jóhanna Sigurðardóttir fyrir fé- lags- og menningarstörf, Petra Guðrún Stefánsdóttir, fyrir störf í þágu félags- og menningar- mála, Bogi Hallgrímsson fyrir störf í þágu bæjarins og íþrótta- lífs, Edvard Júlíusson fyrir störf í þágu atvinnulífs og bæjarins og Jóhannes Haraldsson fyrir störf í þágu íþróttalífs. Í afmælishófinu í Grindavík var söngdagskrá og ávörp í tilefni dagsins. Viðstaddir voru m.a. for- setahjónin, bæjarstjórar og bæjar- fulltrúar á Suðurnesjum og Ölfusi, alþingismenn kjördæmisins, tveir fyrrverandi bæjarstjórar og fleiri góðir gestir. -mannlíf pósturu vf@vf.is Fertugur Grindavíkurbær Kór Grindavíkurkirkju opnaði athöfnina í kirkjunni með laginu Grindvíkingur. Örn Arnarson samdi ljóðið en lagið samdi Sigvaldi Kaldalóns en hann var héraðslæknir og tónskáld í Grindavík um hríð. Jafnframt söng kórinn lokalag athafnarinnar: Vísur að vestan (líka þekkt sem Gunna litla í Garði). Steinn Steinarr samdi ljóðið þegar hann bjó í Grindavík og varð ástfanginn af stúlku þar. Lagið er eftir Valgeir Guðjónsson. Pollapönk liðsmenn skemmtu Grindavíkur- krökkum. Hátíðarfundur var haldinn í bæjarstjórn Grindavíkur. Forsetinn heilsaði lög- reglumönnum við komuna í kirkjuna. Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Grindavíkur með Róbert Ragnarsson á milli þeirra, f.v. Einar Njálsson og Jón Gunnar Stefánsson. Sexmenningarnir sem fengu heiðursviðurkenningu frá bænum, f.v. Petra Guðrún, Birna, Jóhanna, Bogi, Edvard, Jóhannes og Róbert bæjarstjóri. Krakkarnir í skólum bæjarins tóku vel á móti forseta- hjónunum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.